Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Sprettur Sporlangi heimsótti sunddeild Neista

Þann 26. mars síðastliðinn heimsótti sjálfur Sprettur Sporlangi krakkana í sunddeild Neista.

Nú hefur UÍA sett saman myndband frá heimsókninni sem sjá má hér að neðan.

ÓB

 

 

 

 

 

26.05.2015

Frjálsíþróttaskóli á Egilsstöðum í sumar

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður haldinn á Egilsstöðum 22.-26. júní 2015

Eins og undanfarin ár sér UÍA um skólann í samstarfi við UMFÍ og FRÍ. Um nokkurs konar íþróttasumarbúðir er að ræða þar sem þátttakendur eru saman allan tímann og gisting og matur innifalið í pakkanum. Þátttakendur koma saman um hádegi á mánudegi og skólanum lýkur með pompi og prakt á föstudegi.


Skólinn er ætlaður fyrir 11 og eldri og hentar hvoru tveggja byrjendum sem og þrautreyndum frjálsíþróttakrökkum. Í skólanum gefst þátttakendum kostur á að æfa við bestu aðstæður og undir leiðsögn reyndra þjálfara.


Þó frjálsar íþróttir skipi veglegan sess í dagskrá skólans þá er fjölbreytinin engu að síður í fyrirrúmi.


Í gegnum tíðina hefur verið farið í strandblak, taekwondo, glímu, forníþróttir, á hestbak, í bátsferð, fjallgöngu, skylmingar, golf og fleira og fleira.


Þátttökugjald er 20.000 kr og innifalið í því er kennsla, fæði, gisting og allar ferðir sem farið verður í.


Hildur Bergsdóttir verður skólastjóri í skólanum, og fær til liðs við sig ýmsa þjálfara, bæði í frjálsum íþróttum og öðrum greinum.


Tekið við skráningum og nánari upplýsingar veittar á skrifstofu UÍA í síma 4711353 eða á netfangið 
uia@uia.is.

Viðburður var stofnaður á facebook þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar:

https://www.facebook.com/events/744107235707744/

18.05.2015

Íþróttahelgi á Djúpavogi

Næstkomandi helgi (15-17maí) stendur umf. Neisti fyrir íþróttahelgi hérna á Djúpavogi.

Við hjá Neista erum búin að fá fjóra frábæra þjálfara til að vera með námskeið og bjóðum við börnum frá Breiðdalsvík og Stöðvarfirði, fæddum árin 1999-2009 að vera með (0.bekkur-10.bekkur).

 
Hallur Ásgeirs kemur og verður með fótboltaakademíu, Hjörtur og Ásmundur koma frá Reyðarfirði og kenna börnum í 4.-10.bekk glímu en hún er því miður ekki kennd yngri börnum en 10 ára og María Anna ætlar að koma og kenna körfubolta og þangað geta allir mætt 2009-1999.

Skráning er rafræn og fer fram hérna og það þarf að skrá fyrir miðnætti í kvöld (miðvikudag 13.maí):

http://goo.gl/forms/DjqPJONZdL

Hægt að greiða í afgreiðslu íþróttahússins föstudag eða laugardag en verðið er eftirfarandi: 

Körfubolti 1000kr
Glíma 1000kr
Fótbolti 5000kr
 
Ætlunin er að enda á sunnudaginn á litlu-fótboltamóti þar sem allir fá að njóta sín í blönduðum flokkaskiptum liðum.
 
Hvetjum við alla til að nýta tækifærið og vera með
 
12.05.2015