Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Páskaegg

Kæru félagar PÁSKAEGGIN ERU KOMIN!!!
Þau verða afhent í íþróttahúsinu á morgun, 28. mars, frá 11 - 13 gegn greiðslu eða millifærslu á reikning Neista.

Sambó eggin og fótboltaeggin á 3.500
Rís og Draumaegg á 2.500

Athugið að það eru til nokkur auka Draumaegg á 2.500 ef þið hafið áhuga

Sjáumst

27.03.2015

Páskaeggin

Kæru félagar PÁSKAEGGIN ERU KOMIN!!!
Þau verða afhent í íþróttahúsinu á morgun frá 11 - 13 gegn greiðslu eða millifærslu á reikning Neista.

Sambó eggin og fótboltaeggin á 3.500
Rís og Draumaegg á 2.500

Sjáumst

20.03.2015

Páskaeggjamót á Norðfirði

Vekjum athygli ykkar á páskaeggjamótinu í frjálsum nk. sunnudag á Norðfirði.

Endilega ræðið við börnin ykkar um hvort þau vilji fara og þá getið þið sameinað í bíla. 

Fjörugt frjálsíþróttamót fyrir 11 ára og eldri.
 


Keppt verður í flokkum stráka og stelpna 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára +. Keppnisgreinar eru langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu, kúluvarp, hástökk og spretthlaup.

Keppendur safna stigum með árangri sínum í hverri grein, þannig gefur 1. sæti 6 stig, 2. sæti 5 stig og þannig koll af kolli. Í lok móts verða verðlaunaðir stigahæstu einstaklingar í hverjum aldursflokki stráka og stelpna og fá að launum stæðileg páskaegg.

Allir keppendur fá lítið páskaegg í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna.

Þátttökugjald er 500 kr á einstakling óháð greinafjölda. Skráning er hafin og skulu skráningar berast á netfang UÍA uia@uia.is.

Facebook viðburður:
https://www.facebook.com/events/396713690501027

19.03.2015

Aðalfundur UMF. Neista

Minnum á Aðalfund UMF. Neista í Löngubúð kl 17:00 fimmtudaginn 19. mars.

Hvetjum við foreldra allra barna til að mæta

Vinsamlegast skoðið auglýsinguna um aðalfundarboð, þar kemur fram dagskrá fundarins og annað.


17.03.2015

Úrslitakvöld hjá Neista

Eftir hrikalega spennandi og skemmtileg undanúrslitakvöld er komið að  ÚRSLITAKVÖLDI í spurningakeppni Neista. Keppni hefst stundvíslega kl 20:00 laugardaginn 7. mars á Hótel Framtíð. Líkt og önnur kvöld kostar 500kr inn á spurningakeppnina óháð aldri og minnum við á að 12 ára og yngri eiga að vera í fylgd með ábyrgum aðila. Hvetjum alla til að koma og hafa gaman, styrkja gott málefni og eiga skemmtilega kvöldstund saman. Tilboð á pizzum frá kl 18:00-19:30.
Liðin sem keppa eru sem hér segir:

Langabúð vs. Baggi
Kvenfélagið vs. Grafít

Þetta verður hörku stuð og augljóst að bikarinn góði fer í nýjar hendur.
Fiskmarkaðurinn er heima þessa stundina að fægja og pússa, með sorg í hjarta og tár á hvarmi yfir tapinu í undanúrslitunum.

06.03.2015

Aðalfundur UMF.Neisti

Aðalfundur Ungmennafélagsins Neista verður haldinn fimmtudaginn 19.mars kl 17:00 í Löngubúð 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Kynning á störfum félagsins

2. Fjármál félagsins

3. Skýrsla stjórnar, yngri flokka, sundráðs

4. Viðburðadagatal Neista

5. Kosning í nýja stjórn

6. Önnur mál

Hvetjum við að sjálfsögðu alla foreldra til að mæta, kynnast starfinu og áhugasama um að bjóða sig fram í stjórn Neista.
Stjórn Neista samanstendur af formanni, ritara, gjaldkera, fulltrúum yngri flokka- og sundráðs. Hjá Neista starfa einnig þjálfari og framkvæmdarstjóri og eru verkefnin fjölbreytt og skemmtileg. Stjórn Neista byggir á sjálfboðaliðastarfi þar sem allir foreldrar eru virkjaðir til þátttöku í íþróttastarfi barna sinna. 

 

Fyrr, þann sama dag eða kl 14:30 verður tilkynnt í Löngubúð um Íþróttamann ársins hjá Neista, SundNeista og FótboltaNeista. Einnig verða veittar viðurkenningar fyrir framfarir og ástundun. Á eftir fá börnin skúffuköku og drykki. Gert er ráð fyrir að dagskrá barnanna ljúki fyrir kl 15:30 eða áður en skólabíllinn fer heim. 


05.03.2015

Spurningakeppni Neista, önnur umferð

Þá er komið að annarri umferð spurningakeppni Neista þriðjudagskvöldið 3.mars. Þriðja umferð og siðasta umferð verður á fimmtudaginn (5.mars) og svo úrslit á laugardagskvöld (7.mars).

Í annarri umferð takast á sigurvegarar síðasta árs, Fiskmarkaður Djúpavogs og lið Leikskólans. Eyfreyjunes mætir svo Hótel Framtíð í æsispennandi viðureign. Takið eftir að þetta er kvöldið sem þið getið séð fiskmarkaðinn falla!!!..... eða standa og eiga möguleika á að verja titilinn.

Spyrill er Gauti Borgarstjóri, höfundur spurninga Birgir Thorberg og stigaverður Guðrún S. Sigurðardóttir.

Keppni hefst stundvíslega kl 20. Aðgangseyrir er 500kr óháð aldri, kyni, kynhneigð eða búsetu. Minnum á að börn undir 12 ára komi í fylgd með fullorðnum og séu í þeirra umsjón meðan á keppni stendur. 

Hvetjum alla til að mæta, styðja sitt lið, styrkja Neista og eiga skemmtilegt kvöld saman.


 

02.03.2015