Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Djúpavogshreppur auglýsir vinnu fyrir sumarið 2015

1. STARFSMAÐUR Á UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ

 

Starfið felst í meginatriðum í afgreiðslu á upplýsingamiðstöð, þ.e. að leiðbeina og svara spurningum ferðamanna sem sækja Djúpavogshrepp heim. Þrif upplýsingamiðstöðvar kæmu einnig í hluta starfsmanns sem og önnur tilfallandi verkefni.

 

Um er að ræða 50% hlutastarf auk 8 yfirvinnutíma á viku. Starfsmaður yrði með viðveru á upplýsingamiðstöð kl. 12-17:00 fjóra virka daga hverrar viku og frá 12-16:00 laugardag og sunnudag. Frídagur yrði virkur dagur og samkomulagsatriði hvaða dagur yrði fyrir valinu.

 

Umsækjandi þarf að vera 18 ára eða eldri, geta talað og lesið íslensku og ensku, og þekkja Djúpavogshrepp, eða vera tilbúinn til að kynna sér staðhætti og annað til að geta leiðbeint ferðamönnum.

Ráðningartími er 1. júní – 31. ágúst.

 

Umsóknarfrestur er til 15. mars.

Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins eða á netfangið erla@djupivogur.is

 

Nánari upplýsingar í síma 478-8228.

Erla Dóra Vogler

Ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps

 

 

 

2.    UNGLINGAR

 

Nemendum í 8., 9. og 10. bekk í Grunnskóla Djúpavogs stendur til boða vinna á vegum sveitarfélagsins sumarið 2015 sem hér greinir:

 

8. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  4 klst. á dag.   

9. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  4 klst. á dag.   

10. bekkur: Frá 3. júní til og með 15. ág.:  8 klst. á dag.   

 

Umsóknarfrestur til 23. maí.

Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.

Umsækjendur eru beðnir um að virða umsóknarfrestinn.

 

Einnig verður í boði vinna í hefðbundinni hreinsunarviku fyrir 4. – 7. bekk og mun hún verða auglýst í skólanum.

 

 

3.    STARFSMENN Í ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ

 

Auglýst eru allt að 5 störf fyrir 17 ára og eldri við slátt lóða og opinna svæða, hreinsun, snyrtingu o.m.fl. Hluti af störfunum verður við flokksstjórn og skulu áhugasamir taka slíkt fram í umsókn. Einnig skal taka fram hvort viðkomandi hafi bílpróf. Fjöldi flokksstjóra verður ákveðinn, þegar fyrir liggur fjöldi umsækjenda úr Grunnskólanum. 

 

Umsóknarfrestur til 23. maí.

Umsóknir berist á skrifstofu sveitarfélagsins.

 

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en í byrjun júní.

 

Nánari upplýsingar, m. a. um launakjör í síma 478-8288.

Sund-helgin 14.-15.mars

SSÍ (sundsamband Íslands) stefnir á að koma austur sundhelgina 14.-15.mars. Eins og staðan er núna þá mun SSÍ heimsækja okkur með landsliðsþjálfara, landsliðssundfólk og stjórnarmann.

Þetta er einstakt tækifæri fyrir okkur að styrkja sunddeildina okkar hérna en það gerist bara með ykkar þátttöku!

Reiknað er með að laugardaginn 14.mars verði sundæfing hjá krökkunum, stýrð af landsliðsþjálfaranum og landsliðsfólkinu. Síðan verði fyrirlestur fyrir krakkana, hittingur fyrir foreldra ásamt því að kennt verði á mótaforritið. Einnig er verið að skoða möguleikann á dómaranámskeiði.

Á sunnudeginum verður síðan Hennýjarmótið.

Ég vil biðja foreldra allra sundbarna um að taka þessa helgi frá. Vonandi getur góður hópur frá Neista farið saman og ef eitthvað foreldri hefur áhuga á að læra á mótaforritið eða fara á dómaranámskeið þá væri það stórkostlegt!!!

Endilega verið í sambandi við mig eða Rabba, ræðið þetta við krakkana ykkar og Rafn ræðir við þau á komandi æfingum.

E-mailið okkar er neisti@djupivogur.is en svo er ykkur frjálst að hafa samband með öðrum leiðum! smile emoticon

22.02.2015

Frjálsar og fjör

Frjálsar og fjör!
Kynningardagur í frjálsum íþróttum með Úrvalshópi UÍA.

 

Sunnudaginn 8. mars verður kynning á frjálsum íþróttum í Fjarðahöllinni á Reyðarfirði frá kl 11:00-14:00.

Allir 11 ára og eldri, hjartanlega velkomnir, alls ekki nauðsynlegt að kunna neitt í frjálsum!

Farið verður í flestar greinar frjálsra íþrótta, leiki og ýmsar æfingar. Auk þess fá þátttakendur kynningu á frjálsíþróttastarfi UÍA.

Frjálsíþróttaþjálfarar á Austurlandi og ungt afreksfólki úr úrvalshópi UÍA sjá um þjálfun.

Gott er að þátttakendur mæti með hlý föt, því oft er kalt í höllinni. Einnig er æskilegt að hafa nestisbita meðferðis.

Skráningar og nánari upplýsingar í netfanginu uia@uia.is eða í síma 4711353.

Hlökkum til að sjá ykkur
Frjálsíþróttafjörkálfar á Austurlandi
22.02.2015

Spurningakeppni Neista, fyrsta kvöldið

Þá er komið að fyrsta kvöldinu í spurningakeppni Neista. Til að gæta fyllstu sanngirni var auðvitað dregið saman í lið og hægt að sjá neðst á auglýsingunni hvaða lið munu keppa saman og hvenær.

17.02.2015

Spurningakeppni Neista

Það er nóg að gera þessa dagana á Djúpavogi. Þorrablótið rétt handan við hornið og eftir það tekur við Spurningakeppni Neista sem segja má að sé í svokölluðum Útsvars-stíl. Neisti hvetjur að sjálfsögðu alla til að mynda lið og skrá sig.

 

03.02.2015