Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Áramótabrennan 2014

Kveikt verður í áramótabrennunni við Rakkaberg þann 31. desember kl. 17:00.

Björgunarsveitin Bára sér um stórbrotna flugeldasýningu og Umf. Neisti sér um að kveikja upp í brennunni og halda henni á lífi meðan við syngjum nokkur lög.

Þeir sem vilja æfa sig geta séð hér að neðan hvaða lög við ætlum að syngja undir undirspili Kristjáns Ingimarssonar.

Að venju vonumst við eftir fjölmenni við að kveðja gamla árið


Áramótalögin 2014

(texta má finna á veraldarvefnum en textablöðum verður einnig dreift á staðnum)


Máninn hátt á himni skín
Stóð ég út í tungsljósi
Álfadans
Kveikjum eld 
Hún var glæsileg brennan árið 2008 - ætli hún verði glæsilegri núna 6 árum síðar?

30.12.2014

Frá jólasveinunum

Umboðsmenn jólasveinanna munu taka á móti pökkum á Þorláksmessu milli kl 15 - 17 í Íþróttamiðstöðinni. Verð á heimili er 1000kr og ætla jólasveinarnir að gefa Ungmennafélaginu Neista ágóðan til styrktar íþróttaiðkunar barna á Djúpavogi, enda eru þeir miklir íþróttamenn sjálfir. 

Jólasveinarnir verða svo á ferðinni á aðfangadag og færa börnunum pakkana sína. 

Kveðja

Jólasveinaráð

21.12.2014

Sala á síld

Neisti er um þessar mundir að selja síld frá Ósnesi í fjáröflunarskyni.

Búið er að ganga í hús hér á Djúpavogi en þeir sem ekki voru heima og þeir sem búa í sveitinni og vilja síld mega endilega hafa samband á neisti@djupivogur.is eða við stjórnarmeðlimi Neista. Símanúmerið hjá Hönnu er 848-5552 og er velkomið að hringja og panta.

Síldin verður keyrð í hús í kvöld og á mánudag.

Í boði er 1,1kg marineruð síld á 2000kr
Marineruð síld 250gr á 700kr
Kryddsíld 250gr á 700kr
Karrýsíld 240gr 700kr
Sinnepssíld 240gr 700kr
Tómatsíld 240gr 700kr

Bestu kveðjur

Stjórn Neista

19.12.2014

Búningar á Jólabasar!

Neisti verður með borð á Jólabasarnum í Löngubúð frá kl 18-21 í kvöld!
Verðum með gamla búninga til sölu þar sem dyggum stuðningsmönnum Neista gefst tækifæri til að styðja sitt lið og næla jafnvel í sveittan búning af uppáhaldsleikmanni sínum.... Búningar frá hinum ýmsu tímabilum, '70's, '80's og '90's  p.s. börnin fylgja ekki.

04.12.2014

Þakkir frá Neista!

Neisti vill þakka eftirtöldum aðilum kærlega fyrir að styrkja jólabingóið okkar með glæsilegum vinningum!
Við viljum líka þakka öllum þeim sem komu, bæði á barnabingóið og fullorðinsbingóið og styrktu Neista með kaupum á einu, jafnvel tveimur, bingóspjöldum ;)

Arfleið - Ásdís Hauksdóttir – Bakkabúð – Bragðavallakot – Brekkan - Efnalaug Dóru Eyfreyjunes - Fiskeldi Austfjarða - Fiskmarkaður Djúpavogs – Fossárdalur - Gulltoppur GK - Hársnyrtisstofa Ellýar - Hárstofa Sigríðar - Hildur Art&Design - Hlíf Bryndís Herbjörnsdóttir - Hótel Framtíð - Hótel Laki - Hótel Jökull – Húsasmiðjan - Húsgagnaval - Íþróttamiðstöð Djúpavogs - Jón Fr. Sigurðsson – Kaffihornið - Klassík Kvenfélagið Vaka - Landsbankinn - Langabúð - Lindarbrekka - Lionsklúbbur Djúpavogs Millibör - Músík og Sport - N1 -  Nettó - Ósnes - PVA / Villi og Gísli - Rafstöð Djúpavogs S.G.vélar - Samkaup Strax - Sérleyfisferðir Hauks Elíassonar - Sigurlaug Helgadóttir Skógræktarfélag Djúpavogs - Sparisjóðurinn - Staupasteinn – Stjörnuhár - Verslunin Lónið Við Voginn - Vísir hf - Þórunnborg Jónsdóttir - Örnin golfverslun

01.12.2014