Djúpivogur
A A

Neisti

Samstarfsfundur fyrir foreldra

Mánudagskvöldið 1.desember verður fundur fyrir foreldra barna í grunnskólanum sem hafa áhuga á að sameinast í ferðir á æfingar hjá Sindra hvort sem það er í fótbolta, körfubolta eða fimleika. Fundurinn verður kl 20:00 í Grunnskólanum. Hvetjum alla til að skoða tímatöflurnar hjá Sindra fyrir fundinn og svo skoðum við hana saman á mánudaginn 
www.umfsindri.is

Stjórn Neista

28.11.2014

Jólabingó UMF Neista

Hið árlega jólabingó UMF. Neista verður haldið sunnudaginn 30. nóvember á Hótel Framtíð.

Barnabingóið (13 ára og yngri) hefst kl 14:00, spjaldið á 400 kr.
Fullorðinsbingó (14 ára og eldri) hefst kl 20:00, spjaldið á 800 kr.

Glæsilegir vinningar í boði og hvetjum við alla til að koma og gera sér glaðan dag.

Stjórn Neista

 

 

 

 

27.11.2014

Jólabingó UMF Neista

Hið árlega jólabingó UMF.Neista verður haldið sunnudaginn 30. nóvember á Hótel Framtíð.

Barnabingóið (13 ára og yngri) hefst kl 14:00, spjaldið á 400 kr.
Fullorðinsbingó (14 ára og eldri) hefst kl 20:00, spjaldið á 800 kr.

Glæsilegir vinningar í boði og hvetjum við alla til að koma og gera sér glaðan dag.

Stjórn Neista

 

 

 

26.11.2014

Úthlutun úr Spretti, styrkur frá ÚÍA

Í byrjun Nóvember fengum við hjá Neista 50.000kr styrkúthlutun frá ÚíA og Alcoa fyrir farandsþjálfun.

Stefnt er að því að bjóða upp á fimleika og glímu/Tae kwon do fyrir krakkana okkar að prófa eftir áramótin. 

Í sömu athöfn fékk félagsmiðstöðin Zion 150.000kr styrk til tækjakaupa í félagsmiðstöðina.

Við þökkum Margréti Vilborgu Steinsdóttur kærlega fyrir að veita styrkjunum móttöku og þeir munu svo sannarlega koma að góðum notum.

24.11.2014

Dagar myrkurs

Nú eru dagar myrkurs að ljúka hér í leikskólanum en við höfum brallað ýmislegt í tilefni daga myrkurs.  Í ár var ákveðið að þemað yrði Greppikló og Greppibarnið.

Greppikló og Greppibarnið eru bækur eftir Axel Scheffler og Julia Donaldson og hafa notið mikilla vinsælda um allan heim undanfarin ár en Þórarinn Eldjárn sá um þýðingu á bókunum

Greppikló? Hvað er greppikló?
Hva, greppikló? Það veistu þó! 
Þetta segir litla músin við refinn, ugluna og slönguna sem hún mætir á göngu sinni um skóginn. Þau verða hrædd og þjóta burt þótt músin viti vel að það er ekki til nein greppikló. Og þó … 

"Engin greppikló má," sagði Greppikló, "gera sér ferð inn í Dimmaskóg..."
Greppiklóin er ekki búin að gleyma músinni ógurlegu sem gabbaði hana eitt sinn og því harðbannar hún Greppibarninu að fara inn í skóginn.
En Greppibarnið óttast ekki neitt og eina dimma vetrarnótt læðist það frá mömmu sinni.

 

Við ákváðum því að nýta þessar sögur á dögum myrkurs og unnum með þær þannig að sögurnar lifnuðu við á veggjum og gólfi leikskólans.

Hér er verið að teikna upp og hanna Greppikló, krakkarnir á Tjaldadeild sáu um það

Fótspor Greppiklóarinnar, Greppibarnsins og músarinar

Enduðum svo á því í morgun að horfa á myndirnar um Greppikló og Greppibarnið

Fleiri myndir eru hér

ÞS