Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Landvörður

Halla Ólafsdóttir, landvörður, kom í heimsókn í Djúpavogsskóla í september. Hún hefur starfað sem landvörður við Herðubreiðarlindir en þar sem eldgos hófst í Holuhrauni var hún send þaðan burt. Hún kynnti Vatnajökulsþjóðgarð fyrir nemendum í 4. og 5. bekk. Þar var rætt um spendýr og fugla sem lifa í garðinum, einkenni þeirra og einnig um þjóðgarðinn sjálfann og einmitt um nafnið þjóð-garður, garður sem þjóðin á og við viljum að eigi um ókomna framtíð. Náttúruvernd og eldgos var nemendum ofarlega í huga í þessari heimsókn. Takk Halla fyrir að koma til okkar. Myndir fylgja þessari frétt.

LDB

Myndir frá 95 ára afmæli Neista

Það var mikið um dýrðir á 95 ára afmæli Neista sem haldið var upp á sunnudaginn 7. september síðastliðinn. Börn og fullorðnir kepptu í hinum ýmsu greinum, boðið var upp á pulsur og svala og svo var glæsileg afmælisterta í eftirrétt.

Myndir frá þessum skemmtilega degi má sjá með því að smella hér.

ÓB

10.09.2014