Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Tímatafla Neista

Ný tímatafla Neista leit dagsins ljós fyrir helgi og er hægt að skoða hana hér.

Öll börn frá elstu deild í leikskóla til 10.bekkjar eiga að vera komin með eintak af töflunni ásamt skráningarblaði sem skila þarf í grunnskólann mánudaginn 1.september milli kl 10:00 og 14:00. Jóhanna Reykjalín verður á staðnum ef þið hafið einhverjar spurningar.

Ef þið hafið ekki fengið skráningarblöð endilega sendið póst á neisti@djupivogur.is og við kippum því í liðinn.


30.08.2014

Nýr framkvæmdarstjóri og þjálfari

Nú á haustdögum tók við nýr framkvæmdarstjóri hjá Neista sem og þjálfari. Þjálfarinn ætti að vera öllum góðkunnugur en það er hann Rabbi (Rafn Heiðdal) djúpavogsbúi. Hann þjálfaði krakkana í sumar og hlökkum við til að starfa með honum áfram. 
Þjálfari heldur utan um íþróttastarf Neista og er í beinu samskiptum við foreldra. Hann sér einnig um opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar Zion og skipuleggur starfsemi Neista í samstarfi við framkvæmdarstjóra og stjórn Neista.

Jóhanna Reykjalín er nýr framkvæmdarstjóri en hún starfar í góðu samstarfi við þjálfara og stjórn Neista sem og foreldra. 
Jóhanna sér um að halda utan um alla starfsemi Neista, sjá um skráningar á námskeið, er tengiliður við ÚÍA, KSÍ og Sundsamband Íslands. Fylgjast með starfsemi nefnda hjá Neista og sjá til þess að hver nefnd sinni sínu. Jóhanna sér einnig um að sækja um styrki ásamt því að skipuleggja starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Zion.

Við bjóðum þessa kraftmiklu einstaklinga velkomna til starfa og reiknum við með skemmtilegum vetri undir þeirra leiðsögn.

30.08.2014

Fótboltaæfing með Sindra

Í dag, 14. ágúst, kl. 16 - 17:30 verður fótboltaæfing á Neistavellinum. Allir krakkar sem hafa áhuga á að æfa og keppa í fótbolta eru hvattir til að mæta. Rabbi og Sævar, þjálfari hjá Sindra, sjá um æfinguna og drengir í 6. og 7. flokk Sindra æfa með okkar fólki. Við hvetjum stelpur og stráka í 8. - 4. flokk að mæta á skemmtilega æfingu. 

Stjórn Neista.

14.08.2014