Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Vinnudagur Neista vel heppnaður

Skorað var á bæði framboðin hér á Djúpavogi að mæta á vinnudag Neista niður í Blá og taka til hendinni. Allflestir frambjóðendur mættu ásamt tryggum vinnumönnum Neista á öllum aldri og áttum við góðan dag saman. Völlurinn var rakaður, skipt var um sand í langstökksgryfju, mörkin bætt, hreinsað rusl út úr kofanum, auglýsingaskylti hengd upp, grillað og leikið.

Frábær dagur í alla staði eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Svo munum við að mæta á kjörstað á laugardaginn og kjósa.

LDB

29.05.2014

Fínn árangur á Meistaramóti ÚÍA í sundi

Síðastliðin laugardag fór fram Meistaramót ÚÍA í sundi á Eskifiriði.

Það voru 10 keppendur sem kepptu fyrir hönd Neista og stóðu þau sig með prýði.

Alls kræktu keppendur frá Neista í 18 verðlaun, 7 gull, 8 silfur og 3 brons.

Kamilla Marín Björgvinsdóttir var einnig verðlaunuð fyrir að vera stigahæsti keppandinn í sínum flokki.

SÞÞ

 

26.05.2014

Ráspallar við sundlaugina

Í haust tók stjórn Umf Neista að reyna bæta aðstöðu sundiðkenda félagsins og kaupa ráspalla við sundlaugina.

Farið var af stað og leitað til fyrirtækja til að aðstoða okkur að fjármagna þetta og gekk það rosalega vel.

Eftir miklar pælingar, vesen og bras var ákveðið að láta Launafl á Reyðarfirð smíða palla fyrir okkur sem við gátum svo loksins vígt á Vormóti Vísis og Neista sem fór fram 10. maí.

Viljum við hjá Umf Neista þakka eftirtöldum fyrirtækjum kærlega fyrir að gera okkur kleift að fá ráspalla.

Djúp ehf

Fiskmarkaður Djúpavogs

Hótel Framtíð

Við Voginn

Vísir hf

SÞÞ

 

 

23.05.2014

Æfingabúðir í frjálsum íþróttum

Frjálsíþróttadeild Hattar og Frjálsíþróttaráð UÍA standa fyrir æfingabúðum fyrir frjálsíþróttakrakka á Austurlandi helgina 16.-18.  maí. Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari ÍR heimsækir okkur og sér um æfingar auk þjálfara héðan af svæðinu. Þráinn er einn af fremstu frjálsíþróttaþjáflurum landsins og hefur átt sinn þátt í afrekum margra af þekktustu frjálsíþróttamanna og -kvenna landsins.

 Þátttakendur gista saman í Nýung og verður séð fyrir mat. Dagskrá æfingabúðanna er tvískipt annars vegar fyrir 14 ára og eldri sem mæta til leiks strax á föstudagsseinnipart og hinsvegar fyrir 11-13 ára en þeirra dagskrá hefst á laugardagsmorgunn.

Vert er að vekja sérstaka athygli á að kl 20:30 á föstudagskvöld verður Þráinn með áhugaverðan fyrirlestur um frjálsíþróttaþjálfun barna og unglinga og uppbyggingu frjálsíþróttastarfs innan félaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn.

Þátttökugjald æfingabúðanna er 2500 kr. Skráning er hafin og skulu skráningar berast á skrifstofu UÍA á netfangið uia@uia.is eða í síma 4711353.

Dagskrá æfingabúða 14 ára og eldri:

Föstudagur

18:00-20:00Æfing   

Spretthlaupstækni, grindahlaupstækni, boðhlaupstækni,

tíðniæfingar, styrkjandi æfingar fyrir spretthlaup,

hoppæfingar.  Áfangaþjálfun fyrir millilengdahlaup.

 

20:30-22:30Fræðilegur fyrirlestur og umræður. Opinn fundur fyrir foreldra og alla sem hafa áhuga.

Frjálsíþróttaþjálfun barna og unglinga

Vöxtur og þroski

Grunnreglur þjálfunar

Að byggja upp og leiða frjálsíþróttastarf í félagi

Laugardagur

10:00-12:00Æfing

Kúluvarpstækni, kringlukaststækni, spjótkaststækni,

sleggjukaststækni.

Tækniæfing í spretthlaupum, grindahlaupum og boðhlaupi

 

13:00-16:00Fræðilegur fyrirlestur og umræður

Spretthlaupsþjálfun, grindahlaupsþjálfun, boðhlaup

Millilengda og langhlaupaþjálfun barna og unglinga

Þjálfun kastgreina

 

17:00-19:00Æfing

Hástökkstækni, langstökkstækni, þrístökkstækni,

stangarstökkstækni.

Áfangaþjálfun fyrir spretthlaup

Þrekæfing (allir saman)

20:00-22:00

Spjall með Úrvalshópnum frá 20 – 21. Um hugarþjálfun, hvað þau geta gert til að ná sem bestu árangri og annað sem þau hafa áhuga á að spyrja um.  Aðrir í Nýjun og svo bíó í Nýjung eftir 21.

 

 

Sunnudagur

10:00-12:00Æfing   

Tækniæfing allar greinar.  Farið yfir atriði sem æfð voru

á föstudag og laugardag

 

 

13:00-15:00Fræðilegur fyrirlestur og umræður

Þjálfun stökkgreina

Lyftingaþjálfun fyrir frjálsíþróttir

Sprengikraftsþjálfun

 

 

Dagskrá æfingabúða fyrir 11-13 ára.

Laugardagur

13-15 Æfing á velli – stökk.

15-16:30 Kaffi í nýjung og smá slökun.

16:30 – 18:30Æfing á velli – köst.

19 Nýjung með eldri hópnum

Sunnudagur

10 -12Æfing á velli –hlaup.

12-13 Hádegismatur.

13 – 15 Sund.

SÞÞ

13.05.2014

Skráning í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ 2014

Skráning í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ 2014

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður starfræktur í sjötta sinn á fimm stöðum um landið í sumar en skólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára. Skólinn verður á Egilsstöðum 10. – 14. júní, Laugum í Reykjadal 10. – 13. júní, Borgarnesi 23. – 27. júní, Selfossi 14. – 18. júlí og á Sauðárkróki 21. – 25. júlí. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Ungmennin borga þáttökugjald 20.000 kr. en innifalið í því er kennsla, fæði og gisting. Ungmennafélag Íslands hefur yfirumsjón með framkvæmd skólans og annast sameiginlega kynningu á starfseminni. Skólinn er í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands.Sambandsaðilar á því svæði sem skólinn er haldinn á hverju sinni sjá um að finna kennara og aðstoðarmenn til starfa við skólann. Lagt er upp með að fagmenntaðir kennarar sjái um kennsluna á hverjum stað til að tryggja sem besta kennslu fyrir ungmennin.

Í lok námskeiðsins fá öll ungmennin viðurkenningarskjal til staðfestingar um þátttökuna. Einnig er lagður fyrir þá stuttur spurningarlisti til að athuga hug þeirra til skólans almennt. Skólinn hefur fengið eindæmum góð viðbrögð og ungmennin hafa farið sátt heim eftir lærdómsríka, krefjandi en umfram allt skemmtilega viku. Þátttaka ungmenna hefur aukist umtalsvert milli ára. Góð þátttaka undirstrikar að skólinn er ákjósanlegur vettvangur til að kynna og breiða út frjálsar íþróttir á Íslandi.

Þannig gegnir skólinn mikilvægu hlutverki í að opna augu ungmenna fyrir ágæti íþróttaiðkunar og styðja fjölmargar rannsóknir þá fullyrðingu að ungmenni sem stunda íþróttir leiðast síður út í óreglu síðar á lífsleiðinni. Síðast en ekki síst öðlast ungmennin tækifæri til að kynnast hvert öðru og mynda tengslanet og auka hæfni sína í mannlegum samskiptum.

Hægt er að skrá sig hér.

Nánari upplýsingar gefur Sigurður Guðmundsson og hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið sigurdur@umfi.is

 

13.05.2014

Vormót Vísis og Neista

Á morgun, laugarda,g fer fram Vormót Vísis og Neista í sundi í sundlauginni á Djúpavogi.

Á mótinu keppa sveitir frá Austra, Þrótti, Hetti, Leikni, Sindra og Neista og ætti keppnin að verða hörð.

Keppendur sem eru 10 ára og yngri fá öll þátttökupening en veitt eru verðlaun fyrir 1., 2., og 3. hjá 11 ára og eldri.

Mótið hefst kl 10 og vill ég hvetja alla að koma að kíkja.

Ánægjulegt er að segja frá því að loksins eru komnir ráspallar við laugina hjá okkur og verða þeir vígðir á morgun.

SÞÞ

09.05.2014

Sundþjálfaranámskeið

Helgina 9.-11. maí kemur Brian Marshall frá Sundsambandi Íslands og heldur þjálfaranámskeið hérna á Djúpavogi.

Námskeiðið er frá kl 17:30 - 21:00 á föstudaginn,  14:00 - 17:00 á laugardaginn og 10:00 - 11:30 á sunnudeginum.

Farið yfir öll helstu atrið fyrir þá sem vilja fara að þjálfa ásamt því að það verður nægur tími til að ræða við Brian ef það er einhvað sérstakt.

Viljum hvetja alla til að nota þetta tækifæri og ná sér í grunn í þjálfun.

Ástæðan fyrir því að við bjóðum uppá þetta er sú að í gegnum tíðina höfum við hjá Neista verið oft á tíðum í miklum vandræðum að útvega sundþjálfara og viljum því reyna finna áhugasama aðila sem geta tekið að sér þjálfun í lengri eða skemmri tíma og verið afleysing fyrir starfandi sundþjálfara.

Hægt er að skrá sig í neisti@djupivogur.is eða hjá Sveini í síma 8671477

Stjórn Neista

02.05.2014