Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Ávaxtamót UÍA og Loðnuvinnslunnar

Ávaxtamót UÍA og Loðnuvinnslunnar hf  í frjálsum íþróttum verður haldið í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði Fimmtudaginn 1. maí. Húsið opnar kl.11:30 og keppni hefst kl:12:00.

Mótið er fyrir 10 ára og yngri og er kjörið tækifæri til að kynnast frjálsum íþróttum.

Keppt verður í langstökki án atrennu, boltakasti, spretti og þrautabraut.

Keppnisgjald er 500 kr. óháð greinafjölda.
Allir fá þátttökuverðlaun.

Skráning fer fram á skrifstofu UÍA í síma 471-1353,í tölvupósti á uia@uia.is eða á staðnum áður en keppni hefst.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga að taka þátt.


SÞÞ

 22.04.2014

Sundlaugin opnar á morgun miðvikudag

Vakin er athygli á að sundlaug Djúpavogs verður opnuð aftur á morgun miðvikudag 23. apríl eftir nokkuð umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir og endurbætur.

                                                                                                                   Sjáumst í sundi hress og kát

                                                                                                                       Starfsfólk ÍÞMD

Spurningakeppni Neista, úrslitakvöld

Nú er orðið ljóst hverjir komast í úrslit í spurningakeppni Neista.

Fiskeldi austfjarða var fjórða og síðasta liðið til að tryggja sig áfram en áður höfðum Vísir, Fiskmarkaður Djúpavogs og Stjórn Neista tryggt sér sæti í úrslitum.

Lokakvöldið verður laugardaginn 19. apríl í Hótel Framtíð kl 20.

Aldurstakmark á lokakvöldið er 14 ára nema börnin séu í fylgd með fullorðnum. 

Aðgangseyrir er 500 kr og greiða allir aðgangseyri.

Stjórn Neista.

SÞÞ

10.04.2014

Afhending páskaeggja

Í dag á milli kl 17 og 19 geta þeir sem pöntuðu páskaegg hjá Neista sótt sína pöntun í íþróttamiðstöðina.

Vegna tæknilegra örðuleika þá er ekki hægt að fá reikning fyrir eggjunum í heimabanka en í boði verður að greiða með peningum eða leggja inná reikning félagsins.

Verðskrá

Sambó páskegg    2.990 kr

Sambó fótbolti      2.990 kr

Rís páskaegg        1.990 kr

Drauma páskaegg 1.990 kr

Þeir sem ekki komast á þessu tíma fá eggin keyrð heim. En vill ég biðja alla þá sem hafa möguleika að sækja eggin að gera það því það auðveldar starf sjálfboðaliða okkar verkið til mun.

Með von um frábær viðbrögð :-)

Stjórn Neista

SÞÞ

03.04.2014