Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Uppskeruhátíð Neista

Í dag var haldin Uppskeruhátíð Neista. Sú tilbreytni var að hátíðn var haldin snemma dags eftir skólatíma og komu iðkendur saman í Löngubúð þar sem veittar voru viðurkenningar. Metmæting var og fengu allir Neistakrakkar köku og drykk með. Að því loknu voru íþróttamenn Neista fyrir árið 2013 valdir.

Geta má þess að samkvæmt stefnu Íþróttasambands Íslands eru iðkendum, 10 ára og yngri ekki veitt einstaklingsverðlaun heldur jafna viðurkenningu fyrir þátttöku.

Íþróttamaður ársins 2014

Bjarni Tristan Vilbergsson

Sundneistinn

Kamilla Marín 
Björgvinsdóttir

Sundástundun

Ísabella Nótt Ómarsdóttir

Fótboltaneistinn

Bjarni Tristan Vilbergsson

Fótboltaástundun

Bergsveinn Ás Hafliðason.

Við þökkum öllum iðkendum Neista fyrir frábært iðkendaár 2013 og stefnum á að minnsta kosti jafn frábært ár 2014.

Hér má sjá myndir af þessari skemmtilegu stund í dag.

Stjórn UMF Neista

LDB

21.03.2014

Aðalfundur Neista

Aðalfundur Neista verður haldin fimmtudaginn 20.mars í Löngubúð kl 18:00.

Á fundinum langar stjórninni að breyta uppsetningu á stjórn og ráðum hjá félaginu. 

Breytningarnar sem okkur langar að gera er að leggja ráðin niður en að fjölga meðlimum í stjórn úr 5 í 7.

Innan stjórnarinnar væru svo 2 sem færu með þau mál sem voru á höndum yngriflokkaráðs og 2 með mál sund og frjálsíþróttaráðs.

Vegna Skólahreystis hjá grunnskólabörnum þennan sama dag höfum við ákveðið að fresta Uppskeruhátið iðkenda Neista til föstudagsins 21. mars kl 14:00 í Löngubúð.

 Stjórn Neista 

17.03.2014

UÍA þingið á Djúpavogi

30. mars næstkomandi verður UÍA þingið haldið á Hótel Framtíð. Dagskráin verður auglýst síðar.

UÍA óskar eftir framboðum til stjórnar og varastjórnar. Tillögur sendist á skrifstofu UÍA, uia@uia.is fyrir 24. mars.

SÞÞ

 

17.03.2014

Síðustu forvöð að skrá lið í Spurningakeppni Neista

Í dag er síðasti dagur til að skrá lið til þátttöku í Spurningakeppni Neista.

Hægt er að skrá lið á netfangið neisti@djupivogur.is eða í síma 867-1477.

Þátttökugjaldið er kr 10.000 á lið. Hægt er að greiða þátttökugjald og vera styrktaraðili án þess að senda lið til keppni.

Umf. Neisti

14.03.2014

Sundæfingabúðir og sundnámskeið

Helgina 8-9 mars verður Guðmunda Bára með sundæfingarbúðir fyrir krakka á aldrinum 8-16 ára.

Einnig verður boðið uppá sundnámskeið fyrir yngstu börnin 6-7 ára.
Vinsamlegast skráið börnin ykkar á gbemilsdottir@gmail.com fyrir miðvikudagskvöld.

Nákvæmar tímasetningar verða auglýstar á fimmtudaginn og verða námskeiðin í boði Neista.

 

Stjórn Neista

 

 

Aðalfundur UMF Neista

Aðalfundur Umf. Neista

 

Stjórn umf. Neista boðar til aðalfundar í félaginu. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 20. mars kl. 18:00 í Löngubúð

Dagskrá

  1. Venjuleg aðalfundarstörf.
  2. Önnur mál.

Allir félagar eru hvattir til að mæta og nýjir félagar eru velkomnir. Nýtt fólk vantar í aðalstjórn Neista. Þeir sem vilja gefa kost á sér til starfa en komast ekki á fundinn geta látið vita af sér hjá Sveini í síma 8671477 eða í neisti@djúpivogur.is

Iðkendur Neista eru boðnir velkomnir í Löngubúð kl. 17 þar sem verðlaun fyrir þá sem þóttu standa sig best og þá sem voru með bestu ástundun á síðasta ári.

Veitingar verða í boði.

Stjórn Umf. Neista

SÞÞ

04.03.2014