Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Sigur á bikarmóti UÍA í sundi

Laugardaginn síðastliðin fór Bikarmót UÍA í sundi fram hérna á Djúpavogi.

Það voru um 35 krakkar sem tóku þátt undir merkjum Neista en ásamt Neista mættu Sindri, Leiknir, Höttur, Austri,  og Þróttur til leiks.

Á bikarmóti eru ekki veit einstaklingsverðlaun heldur er þetta stigakeppni á milli liða.

Neisti hefur haldið bikarmeistaratitlinum síðustu fjögur ár og varð engin breyting á því og unnu Neistamenn bæði stigabikarinn í karla og kvennaflokki.

Frábær árangur hjá krökkunum.

Vill ég nota tækifærið og þakka öllum sem gáfu sér tíma til að starfa á mótinu.

Ég er búinn að setja inn myndir frá mótinu sem Magnús Kristjánsson tók

SÞÞ

28.11.2013

Jólabingó Neista

Hið árlega Jólabingó Neista verður sunnudaginn 1. desember á Hótel Framtíð og að venju verða glæsilegir vinningar í boði.

Barnabingóið hefst kl:12 og fullorðins-bingóið (miðað við fermingu) hefst kl:20:00.

SÞÞ

27.11.2013

Bikarmót Uía í sundi

Á laugardaginn fer fram bikarmót Uía í sundi hérna á Djúpavogi.

Mótið hefst um kl 10 og mun standa til 14-15 það.

Viljum við hvetja fólk að koma og kíkja og styðja við bakið á þeim sem keppa fyrir hönd Neista svo við getum tryggt okkur bikarmeistaratitilinn en eitt árið.

Athugið að sundlaugin er lokuð þennan dag.

SÞÞ

21.11.2013

Mikið um að vera hjá Neista

Í næstu viku verður mikið að gera hjá Neista.

Ballið byrjar á mánudagskvöld kl. 20:00 í grunnskólanum þar sem verður fundur um samstarf Neista og Sindra á Höfn í knattspyrnu og jafnvel öðrum greinum.

Forsaga málsins er að yfirþjálfari Sindra í knattspyrnu hafði samband við Neist og lýsti yfir áhuga að hefja samstarf milli félaganna.

Hvet ég alla til að mæta.

Laugardaginn 23. nóvember er svo árlegt bikarmót UÍA í sund hér á Djúpavogi. Við erum núverandi bikarmeistarar og ætlum okkur að verja titilinn :-)

Á svona móti þarf mikið af starfsfólki, kynnir, ræsir, tímaverði og önnur tilfallandi störf. Ef einhver hefur áhuga að aðstoða okkur og starfa á þessu móti þá má senda tölvupóst á neisti@djupivogur.is eða koma í íþróttamiðstöðina í næstu viku og tala við Svein íþrótta og æskulýðsfulltrúa.

SÞÞ

 

15.11.2013

Samstarfssamningur Neista og Vísis hf

Núna á haustmánuðum gerði  Neisti og Vísir hf með sér samning þar sem Vísir hf styður vel við starfið hjá Neista og mun gera það næstu þrjú árin.

Með þessum samning verður Vísir hf aðalstyrktaraðili félagsins.

Þessi samningur er gríðarlega mikilvægur fyrir starfið hjá umf Neista og mun gera okkur kleift að bæta aðbúnað og starf félagsins til muna.

Viljum við hjá Neist þakka Vísismönnum hversu vel var tekið á móti beiðni okkar og hversu fljótt og vel þeir unnu þetta.

Stjórn Neista með aðstoð yngriflokkaráðs og sund og frjálsíþróttaráðs erum búin og erum að leita til fyrirtækja um styrki og hefur það gengið mjög vel.

Enn bíðum við eftir svörum frá fyrirtækjum en þau fyrirtæki og einstaklingar sem hafa nú þegar styrkt starf okkar eru

Hótel Framtíð, Fiskmarkaður Djúpavogs, Við Voginn, Djúp ehf, Einhamar ehf, Kálkur,  Flytjandi,  Nykur ehf, Snjólfur Gunnarsson, Emil Karlsson, Ívar Björgvinsson, Hringur Arason, Stefán Arnórsson.

 

Ómar Enoksson hjá Vísi og Pálmi Fannar Smárason formaður Neista handsala samninginn

 

14.11.2013

Skemmtihelgi í Grímsnesi

Langar þig að prófa eitthvað

nýtt og skemmtilegt?

Hvernig væri að skella sér aðeins burt yfir helgina 15.-17. nóvember með hressu ungu fólki og prófa eitthvað öðruvísi og skemmtilegt?

Helgina 15.-17. nóvember hefur Ungmennaráð UMFÍ skipulagt skemmtihelgi á Sólheimum á Grímsnesi

sem verður uppfull af skemmtun.

Öll ungmenni á aldrinum 16-30 ára sem vilja hittast og skemmta sér án vímuefna eru velkomin.

Dagskráin hefst föstudagskvöldið kl 20:00 á Sólheimum. Hópurinn hefur undanfari ár sameinast í bíla og ekið saman á skemmtihelgina ;)

Helgin kostar litlar 1500.kr á mann – gisting og matur. Greiða þarf það gjald inn á reikning UMFÍ sem er 130-26-100006 og senda kvittun á sabina@umfi.is til að skrá sig ;)

Til að kynna sér málin frekar er einnig hægt að hafa samband við: Sabínu í síma 568 2929 eða á sabina@umfi.is

Hlökkum til að heyra í þér,
Ungmennaráð UMFÍ

SÞÞ

01.11.2013