Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Söluvörur frá Neista

Loksins eru vörurnar, sem við hjá Neista vorum að selja, komnar og munum við dreifa þeim seinnipartinn í dag, kvöld og á morgun og vill ég biðja fólk að hafa taka vel á móti okkar fólki og hafa pening kláran.

Viljum við hjá Neista þakka öllum sem tóku þátt í að styrkja okkur í þessari fjáröflun.

SÞÞ

31.10.2013

Æfingagjöld

Nú erum við búin að senda út greiðsluseðla fyrir æfingagjöldum haustannar.

Ekki þarf að greiða allt í einu, hægt er að greiða inná gjöldin í heimabanka.

Það er gert þannig að þú ferð í reikninginn og ýtir á greiða og þá er hægt að breyta upphæðinni og reikningurinn lækkar í samræmi við það.

SÞÞ

18.10.2013

Gamlir Neistagallar

Eftir tiltekt á skrifstofu félagsins núna í ágúst kom í ljós á Umf Neisti á nokkra eldri Jako og Errea galla sem við viljum endilega koma út og ætlum við því að bjóða áhugasömum að kaupa þá á gjafverði aðeins 2500kr (buxur og peysa).

Gallarnir eru aðallega í barnastærðum.

Svo eru einnig til nokkrar stakar buxur, peysur og barna derhúfur (buxur og peysur á 1500kr og derhúfur á 500kr

Ekki láta þetta frábæra tækifæri fram hjá ykkur fara að fá vandaðan íþróttafatnað á fáránlegu verði. 

Hægt er að nálgast gallana í íþróttamiðstöðinni á milli 8:30 og 11 á morgnana eða hafa samband í neisti@djupivogur.is og þá finnum við tíma til að koma og kíkja á úrvalið.

SÞÞ

03.10.2013