Neisti
Würth Iceland - football&fun
Við vorum að fá póst varðandi þetta fótboltamót og langar mig að koma þessu á framfæri ef það eru einhverjir þarna úti sem vilja taka þátt þá á að hafa samband við min@fb.is
SÞÞ
Würth Iceland
- football&fun
15. og 16. nóvember 2013
Keppt er í fimm flokkum; flokki karla 30 ára og eldri, 40 ára og eldri og 50 ára og eldri. Síðan eru tveir kvennaflokkar, fyrir konur 25 ára og eldri og 35 ára og eldri.
Leikið er á ¼ knattspyrnuvelli og eru 6 leikmenn inni á vellinum hverju sinni; markvörður og 5 útileikmenn.
Föstudagskvöldið 15. nóvember verður sérstök móttaka fyrir keppnislið, laugardaginn 16. nóvember fer mótið sjálft svo fram í Egilshöll frá kl. 9:00 til 16:00. Um kvöldið verður svo sérstakt lokahóf í Fylkishöll þar sem m.a. verður boðið upp á glæsilegan þriggja rétta hátíðarkvöldverð, verðlaunaafhendingu, skemmtiatriði og dúndrandi dans fram eftir nóttu.
Fjórða árið í röð er þátttökugjald aðeins 6 þúsund krónur á hvern leikmann, en innifalið í því er aðgangur í móttöku á föstudagskvöld, þátttaka í knattspyrnumótinu og aðgangur í lokahófið á laugardagskvöldinu.
Ekki missa af þessu stórskemmtilega knattspyrnumóti!
PS. Við getum boðið utanbæjarliðum hótelgistingu á hlægilegu verði. Tengiliður getur svarað spurningum þess efnis.
Myndir úr starfinu 2013
Átt þú myndir úr starfi Neista á þessu ári?
Okkur langar að setja myndir úr starfi Neista árið 2013 á heimasíðu félagsins og leita því til ykkar.
Ef einhver á myndir og er tilbúin að láta okkur hafa þær þá má endilega senda þær á neisti@djupivogur.is eða koma þeim til íþrótta og æskulýðsfulltrúa í íþróttarmiðstöðina.
SÞÞ
Neistatímar
Nú eru Neistatímarnir að fara á fullt. Skráningarnar voru mjög góðar og erum við á fullu að fara yfir þær til að geta gert endanlega tímatöflu.
Hér fyrir neðan sjáið þið töfluna eins og við höfum hana fyrstu dagana en við munum þurfa að gera breytingar og munum við birta endanlega töflu eins fljótt og mögulegt er. Þið getið smellt á töfluna til að stækka hana.
Svo vill ég hvetja foreldra og aðra að kíkja á okkur í Neistatímana og sjá hvað við erum að gera.
SÞÞ