Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Íþróttamiðstöðin lokuð vegna viðhaldsverkefna

Vegna viðhaldsverkefna verður Íþróttamiðstöðin lokuð mánudaginn 13. maí og þriðjudaginn 14. maí. 

                                                                                                                     Forstöðum. ÍÞMD

Frá yngri flokka ráði Neista

 

Auglýsingar á Neistabúninga til sölu. Um er að ræða langerma keppnistreyju og stuttbuxur sem hvor um sig getur borið eina litla auglýsingu og að auki eina stærri framan á treyjunni. Hver treyja verður að auki merkt barni og númeri ásamt Neistamerki.

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Lilju í síma 8679182 eða á netfangið lilja@djupivogur.is fyrir 16. maí.

08.05.2013

Vormót sunddeildar Neista

Á laugardaginn kemur, 4. maí, verður hið árlega vormót sunddeildar Neista haldið. Við eigum von á mörgum gestum héðan af Austurlandi sem munu keppa í hinum fjölbreyttu sundgreinum. Mótið byrjar klukkan 10:00 en húsið opnar 9:15.

Fjöldi sjálfboðaliða heldur utan um mótið með vinnu sinni og þeir sem eru lausir þennan dag og vilja vinna fyrir Ungmennafélagið sem tímaverðir eða við annað sem til fellur láti vita af sér hið fyrsta, annað hvort til Lilju í síma 867-9182 eða þegar mætt er á mót á laugardaginn.

Í fjáröflunarskyni sunddeildarinnar verða léttar veitingar seldar á staðnum bæði fyrir keppendur og hvetjendur.

Áfram Neisti.

01.05.2013