Neisti
Sundmót Neista
Tilkynning Vomóti Neista er frestað til 4. maí.
Nánar auglýst síðar.
Djúpavogshreppur auglýsir: Æskulýðs- og íþróttafulltrúi
Djúpavogshreppur í samvinnu við Ungmennafélagið Neista auglýsir nýtt starf æskulýðs og íþróttafulltrúa.
Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að stýra metnaðarfullu og lifandi æskulýðs- og íþróttastarfi í samvinnu Ungmennafélagsins Neista, Djúpavogssskóla og sveitarfélagsins.
Starfssvið:
Yfirumsjón með starfi Umf. Neista s.s. þjálfun, foreldra- og sjálfboðaliðastarfi, fjármálum, heimasíðu, mótshaldi og öðru sem lýtur að starfsemi félagsins í samvinnu við stjórn þess.
Yfirumsjón með æskulýðsstarfi í sveitarfélaginu í samvinnu við Djúpavogsskóla og sveitarstjórn.
Um er að ræða 75-100% starf frá og með 15. ágúst.
Hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla og þekking á æskulýðs- og íþróttamálum
• Góð framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum
• Reynsla af stjórnun og stefnumótun
Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Umsóknum ásamt meðmælum og ferilskrá skal skila á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1, 765 Djúpavogi og á netfangið djupivogur@djupivogur.is