Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Uppskeruhátíð Neista

Uppskeruhátíð Neista var haldin í gær, 17. febrúar. Mikill fjöldi iðkenda mætti á svæðið og einnig þó nokkrir foreldrar. Veitt voru iðkendaverðlaun og var Bjarni Tristan Vilbergsson kosinn íþróttamaður ársins. Þykir hann vel að þeim titli kominn þar sem hann er mjög duglegur og hæfileikaríkur ungur íþróttamaður. Var hann einnig Fótboltaneistinn og Anný Mist Snjólfsdóttir var Sundneistinn. Fyrir fyrirmyndaástundun í sinni grein fengu þeir Kristófer Dan Stefánsson, fyrir fótbolta og Davíð Örn Sigurðarson, fyrir sund, bikar.

Við viljum þakka öllum iðkendum kærlega fyrir komuna og samveruna í gær og Ómari fyrir myndirnar sem fylgja þessari frétt.

Myndir frá uppskeruhátíðinni má sjá með því að smella hér.

Aðalfundur Neista var haldinn kl. 16:00 í gær. Sex félagar fyrir utan stjórn mættu og hefur enginn gefið kost á sér í stjórn. Var ákveðið að fresta kosningum um einn mánuð þar sem þrír stjórnarmeðlimir gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Á meðan verður einungis grunnrekstur félagsins starfræktur, þ.e. íþróttatímar fyrir börnin og almennur rekstur. Engar fjáraflanir eða skemmtanir verða þennan mánuðinn.

Kosning í stjórn Neista verður því 17. mars kl. 16:00 í Löngubúð. Við munum auglýsa það aftur þegar nær dregur.

Óstjórn Neista.

18.02.2013

Aðalfundur UMF Neista

Aðalfundur Umf. Neista

 

Stjórn umf. Neista boðar til aðalfundar í félaginu. Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 17. febrúar  kl.16 í Löngubúð.

Dagskrá:      

  1.  Venjulega aðalfundarstörf                                                                                 

2.  Önnur mál.

Allir félagar eru hvattir til að mæta og nýjir félagar eru velkomnir. Nýtt fólk vantar til starfa fyrir Neista, bæði í aðalstjórn og ráðin. Þeir sem vilja gefa kost á sér til starfa en komast ekki á fundinn geta látið vita af sér hjá Kristborgu Ástu í síma 862-1667 eða neisti@djupivogur.is       

Iðkendur Neista eru boðnir velkomnir í Löngubúð kl. 14 þar sem verðlaun fyrir iðkun síðasta árs verða veitt og boðið verður upp á veitingar. Krakkar komið sem flest.                                                                                              

Stjórn umf. Neista

13.02.2013