Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Firmamót í knattspyrnu á Hornafirði

Laugardaginn 28. desember fer fram firmamót í knattspyrnu í Bárunni á Hornafirði, mótið hefst kl 14:00.

Spilað verður á fjórum litlum völlum og er fimm inná í einu, einn markmaður og fjórir útileikmenn. Keppt er í fjóru flokkum, karla flokk, kvenna flokk og svo lávarðaflokkum (35+)

Þátttökugjald er 25.000 kr en yfirleitt ná heimamenn að fá fyrirtæki til að sponsa liðin.

Hægt er að hafa samband við Óla Stefán í oli@umfsindri.is eða í síma 8651531 til að skrá lið eða fá frekari upplýsingar.

Sþþ

18.12.2013

BINGÓ!!

Sunnudaginn 1. des fór fram árlegt jólabingó Neista.

Fjörið hófst kl 12 með barnabingói og þar var svaka stuð. 

Um kvöldið hófst svo alvaran þegar fullorðinsbingóið var. Þar var tekist vel á en eins og oftast

þá geta ekki allir unnið en langflestir fóru sáttir heim eftir góða kvöldstund.


Viljum við í stjórn Umf. Neista nota tækifærið og þakka þeim sem studdu okkur.

Hótel FramtíðHúsasmiðjan, S.G vélar, N1, Rafstöð Djúpavogs, Lakkrísgerðin Freyja,  Fellabakarí

Perlusól, Sentrum, Skógar, Klassík, Við voginn, Jón Friðrik, ArfleifðVeiðiflugan

Sérleyfisferðir Hauks Kálkur, Hótel StaðarborgMúsík og SportStjörnuhárHeimilistæki

Byko, Sundlaug Djúpavogs, Sena, Hárgreiðslustofa Sigríðar Reyðarfirði, Samkaup Strax

Nói Sírius, Hlíf Bryndís Herbjörnsdóttir, Icelandair Hótel, Egilsstöðum

Sesam brauðhús, Reyðarfirði, Papeyjarferðir, JómfrúinHótel HallormsstaðurTærgesen Reyðarfirði, Alda Jónsdóttir,

Nettó EgilsstöðumSparisjóðurinn, Bakkabúð, Lindarbrekka, Ósnes, Skógrækt Djúpavogs,

Flugfélagið Ernir, Hornafirði, Bragðavellir.

SÞÞ

10.12.2013

Sigur á bikarmóti UÍA í sundi

Laugardaginn síðastliðin fór Bikarmót UÍA í sundi fram hérna á Djúpavogi.

Það voru um 35 krakkar sem tóku þátt undir merkjum Neista en ásamt Neista mættu Sindri, Leiknir, Höttur, Austri,  og Þróttur til leiks.

Á bikarmóti eru ekki veit einstaklingsverðlaun heldur er þetta stigakeppni á milli liða.

Neisti hefur haldið bikarmeistaratitlinum síðustu fjögur ár og varð engin breyting á því og unnu Neistamenn bæði stigabikarinn í karla og kvennaflokki.

Frábær árangur hjá krökkunum.

Vill ég nota tækifærið og þakka öllum sem gáfu sér tíma til að starfa á mótinu.

Ég er búinn að setja inn myndir frá mótinu sem Magnús Kristjánsson tók

SÞÞ

28.11.2013

Jólabingó Neista

Hið árlega Jólabingó Neista verður sunnudaginn 1. desember á Hótel Framtíð og að venju verða glæsilegir vinningar í boði.

Barnabingóið hefst kl:12 og fullorðins-bingóið (miðað við fermingu) hefst kl:20:00.

SÞÞ

27.11.2013

Bikarmót Uía í sundi

Á laugardaginn fer fram bikarmót Uía í sundi hérna á Djúpavogi.

Mótið hefst um kl 10 og mun standa til 14-15 það.

Viljum við hvetja fólk að koma og kíkja og styðja við bakið á þeim sem keppa fyrir hönd Neista svo við getum tryggt okkur bikarmeistaratitilinn en eitt árið.

Athugið að sundlaugin er lokuð þennan dag.

SÞÞ

21.11.2013

Mikið um að vera hjá Neista

Í næstu viku verður mikið að gera hjá Neista.

Ballið byrjar á mánudagskvöld kl. 20:00 í grunnskólanum þar sem verður fundur um samstarf Neista og Sindra á Höfn í knattspyrnu og jafnvel öðrum greinum.

Forsaga málsins er að yfirþjálfari Sindra í knattspyrnu hafði samband við Neist og lýsti yfir áhuga að hefja samstarf milli félaganna.

Hvet ég alla til að mæta.

Laugardaginn 23. nóvember er svo árlegt bikarmót UÍA í sund hér á Djúpavogi. Við erum núverandi bikarmeistarar og ætlum okkur að verja titilinn :-)

Á svona móti þarf mikið af starfsfólki, kynnir, ræsir, tímaverði og önnur tilfallandi störf. Ef einhver hefur áhuga að aðstoða okkur og starfa á þessu móti þá má senda tölvupóst á neisti@djupivogur.is eða koma í íþróttamiðstöðina í næstu viku og tala við Svein íþrótta og æskulýðsfulltrúa.

SÞÞ

 

15.11.2013

Samstarfssamningur Neista og Vísis hf

Núna á haustmánuðum gerði  Neisti og Vísir hf með sér samning þar sem Vísir hf styður vel við starfið hjá Neista og mun gera það næstu þrjú árin.

Með þessum samning verður Vísir hf aðalstyrktaraðili félagsins.

Þessi samningur er gríðarlega mikilvægur fyrir starfið hjá umf Neista og mun gera okkur kleift að bæta aðbúnað og starf félagsins til muna.

Viljum við hjá Neist þakka Vísismönnum hversu vel var tekið á móti beiðni okkar og hversu fljótt og vel þeir unnu þetta.

Stjórn Neista með aðstoð yngriflokkaráðs og sund og frjálsíþróttaráðs erum búin og erum að leita til fyrirtækja um styrki og hefur það gengið mjög vel.

Enn bíðum við eftir svörum frá fyrirtækjum en þau fyrirtæki og einstaklingar sem hafa nú þegar styrkt starf okkar eru

Hótel Framtíð, Fiskmarkaður Djúpavogs, Við Voginn, Djúp ehf, Einhamar ehf, Kálkur,  Flytjandi,  Nykur ehf, Snjólfur Gunnarsson, Emil Karlsson, Ívar Björgvinsson, Hringur Arason, Stefán Arnórsson.

 

Ómar Enoksson hjá Vísi og Pálmi Fannar Smárason formaður Neista handsala samninginn

 

14.11.2013

Skemmtihelgi í Grímsnesi

Langar þig að prófa eitthvað

nýtt og skemmtilegt?

Hvernig væri að skella sér aðeins burt yfir helgina 15.-17. nóvember með hressu ungu fólki og prófa eitthvað öðruvísi og skemmtilegt?

Helgina 15.-17. nóvember hefur Ungmennaráð UMFÍ skipulagt skemmtihelgi á Sólheimum á Grímsnesi

sem verður uppfull af skemmtun.

Öll ungmenni á aldrinum 16-30 ára sem vilja hittast og skemmta sér án vímuefna eru velkomin.

Dagskráin hefst föstudagskvöldið kl 20:00 á Sólheimum. Hópurinn hefur undanfari ár sameinast í bíla og ekið saman á skemmtihelgina ;)

Helgin kostar litlar 1500.kr á mann – gisting og matur. Greiða þarf það gjald inn á reikning UMFÍ sem er 130-26-100006 og senda kvittun á sabina@umfi.is til að skrá sig ;)

Til að kynna sér málin frekar er einnig hægt að hafa samband við: Sabínu í síma 568 2929 eða á sabina@umfi.is

Hlökkum til að heyra í þér,
Ungmennaráð UMFÍ

SÞÞ

01.11.2013

Söluvörur frá Neista

Loksins eru vörurnar, sem við hjá Neista vorum að selja, komnar og munum við dreifa þeim seinnipartinn í dag, kvöld og á morgun og vill ég biðja fólk að hafa taka vel á móti okkar fólki og hafa pening kláran.

Viljum við hjá Neista þakka öllum sem tóku þátt í að styrkja okkur í þessari fjáröflun.

SÞÞ

31.10.2013

Æfingagjöld

Nú erum við búin að senda út greiðsluseðla fyrir æfingagjöldum haustannar.

Ekki þarf að greiða allt í einu, hægt er að greiða inná gjöldin í heimabanka.

Það er gert þannig að þú ferð í reikninginn og ýtir á greiða og þá er hægt að breyta upphæðinni og reikningurinn lækkar í samræmi við það.

SÞÞ

18.10.2013

Gamlir Neistagallar

Eftir tiltekt á skrifstofu félagsins núna í ágúst kom í ljós á Umf Neisti á nokkra eldri Jako og Errea galla sem við viljum endilega koma út og ætlum við því að bjóða áhugasömum að kaupa þá á gjafverði aðeins 2500kr (buxur og peysa).

Gallarnir eru aðallega í barnastærðum.

Svo eru einnig til nokkrar stakar buxur, peysur og barna derhúfur (buxur og peysur á 1500kr og derhúfur á 500kr

Ekki láta þetta frábæra tækifæri fram hjá ykkur fara að fá vandaðan íþróttafatnað á fáránlegu verði. 

Hægt er að nálgast gallana í íþróttamiðstöðinni á milli 8:30 og 11 á morgnana eða hafa samband í neisti@djupivogur.is og þá finnum við tíma til að koma og kíkja á úrvalið.

SÞÞ

03.10.2013

Würth Iceland - football&fun

Við vorum að fá póst varðandi þetta fótboltamót og langar mig að koma þessu á framfæri ef það eru einhverjir þarna úti sem vilja taka þátt þá á að hafa samband við min@fb.is

SÞÞ

Würth Iceland

- football&fun

 15. og 16. nóvember 2013

 Keppt er í fimm flokkum; flokki karla 30 ára og eldri, 40 ára og eldri og 50 ára og eldri. Síðan eru tveir kvennaflokkar, fyrir konur 25 ára og eldri og 35 ára og eldri.

 Leikið er á ¼ knattspyrnuvelli og eru 6 leikmenn inni á vellinum hverju sinni; markvörður og 5 útileikmenn.

 Föstudagskvöldið 15. nóvember verður sérstök móttaka fyrir keppnislið, laugardaginn 16. nóvember fer mótið sjálft svo fram í Egilshöll frá kl. 9:00 til 16:00. Um kvöldið verður svo sérstakt lokahóf í Fylkishöll þar sem m.a. verður boðið upp á glæsilegan þriggja rétta hátíðarkvöldverð, verðlaunaafhendingu, skemmtiatriði og dúndrandi dans fram eftir nóttu.

 Fjórða árið í röð er þátttökugjald aðeins 6 þúsund krónur á hvern leikmann, en innifalið í því er aðgangur í móttöku á föstudagskvöld, þátttaka í knattspyrnumótinu og aðgangur í lokahófið á laugardagskvöldinu.

 Ekki missa af þessu stórskemmtilega knattspyrnumóti!

 

PS. Við getum boðið utanbæjarliðum hótelgistingu á hlægilegu verði. Tengiliður getur svarað spurningum þess efnis.

20.09.2013

Myndir úr starfinu 2013

Átt þú myndir úr starfi Neista á þessu ári?

Okkur langar að setja myndir úr starfi Neista árið 2013 á heimasíðu félagsins og leita því til ykkar.

Ef einhver á myndir og er tilbúin að láta okkur hafa þær þá má endilega senda þær á neisti@djupivogur.is eða koma þeim til íþrótta og æskulýðsfulltrúa í íþróttarmiðstöðina.

SÞÞ

 

17.09.2013

Neistatímar

Nú er komin endanleg tímatafla fyrir Neistatímana.

Skráning í tímana var mjög góð og eru lang flest börn og unglingar sem taka þátt hjá okkur.

Hafdís Reynisdóttir mun sjá um stelpufótboltan.

 

                                                                                                                     SÞÞ

09.09.2013

Neistatímar

Nú eru Neistatímarnir að fara á fullt. Skráningarnar voru mjög góðar og erum við á fullu að fara yfir þær til að geta gert endanlega tímatöflu.

Hér fyrir neðan sjáið þið töfluna eins og við höfum hana fyrstu dagana en við munum þurfa að gera breytingar og munum við birta endanlega töflu eins fljótt og mögulegt er. Þið getið smellt á töfluna til að stækka hana.

Svo vill ég hvetja foreldra og aðra að kíkja á okkur í Neistatímana og sjá hvað við erum að gera.

SÞÞ

 

04.09.2013

Aukafundur í sveitarstjórn

Aukafundur verður haldinn í sveitarstjórn í Geysi miðvikudaginn 14.ágúst kl 16:00.
Eina dagskrármálið  

1.  Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 -2020 ásamt umhverfisskýrslu
  vegna Axarvegar milli  Háabrekku og Reiðeyri.  

                                                                                                               Sveitarstjóri

Fimleikanámskeið á Djúpavogi vikuna 15. – 19. júlí 2013

Námskeiðið verður haldið í íþróttahúsinu. Farið verður í helstu grunnæfingar í fimleikum, þrek, teygjur og leiki.

Skráningu þarf að senda á sjofnkrist@gmail.com.
Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 4. júlí 2013.

Hér að neðan má sjá tíma- og dagafjölda fyrir hvern aldurshóp fyrir sig ásamt verði.

Systkinaafsláttur er 50% fyrir annað barn.

Ég vonast til að sjá sem flesta í sumar!
Fimleikakveðja,
Sjöfn

27.06.2013

17. júní 2013

Djúpavogsbúar héldu upp á 17. júní með hátíðardagskrá á Neistavelli. Skrúðganga var farin frá grunnskólanum og mættu allir í sínum litum að sjálfsögðu en hverfakeppni var nú viðhöfð þriðja árið í röð á Djúpavogi. Hverfin höfðu alla helgina til þess að skreyta en dómnefnd, skipuð kongungum hverfanna valdi síðan best skreytta hverfið.

Það má segja að dagskráin hafi byrjað á föstudaginn með hverfa-Pub Quiz í Löngubúð. Hvert hverfi sendi tvö fjögurra manna lið. Þar hafði gula hverfið sigur eftir hatramma baráttu.

Á Neistavelli var farið í ýmsa leiki fyrir börn og fullorðna og úr varð hin besta skemmtun. Mætingin var mjög góð og fín stemmning, enda veður gott þrátt fyrir smá strekking. Auður Gautadóttir var fjallkona í ár.

Sú nýbreytni var í ár að dómnefnd kaus best skreytta húsið og það var samdóma álit, þrátt fyrir mörg vel skreytt hús, að Bergholt þeirra Jóns og Steinunnar væri best skreytt.

Þá var gula hverfið valið best skreytta hverfið og fögnuðu íbúar þess vel og innilega.

Meðfylgjandi eru þrjú myndasöfn. Eitt úr hverfa-Pub Quizinu, eitt frá skrúðgöngunni og hátíðardagskránni og í lokin eitt sem sýnir brot af þeim skreytingum sem íbúar hverfanna gerðu í ár.


Myndir úr Hverfa-Pub Quiz

Myndir frá skrúðgöngu og hátíðardagskrá
Myndir af hverfaskreytingum

ÓB

18.06.2013

Dagskrá 17. júní 2013

Svona lítur dagskráin út á Þjóðhátíðardag íslendinga, 17. júní:

13:30 - mæting hjá Grunnskóla.
14:00 - skrúðganga niður á fótboltavöll þar sem við tekur hátíðardagskrá:

Ávarp Fjallkonu.
Sprell og leikir fyrir börn og fullorðna.
Hoppukastali – sumokappar

Sápukúlur og fánar verða seldir við Grunnskólann.
Yngri flokkaráð Neista selur svala,prinspolo og kaffi á vellinum.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

UMF Neisti.

14.06.2013

Hverfa Pub Quiz

Jæja þá er komið að því.

Hverfapubquiz verður haldið í aðdraganda 17. júní í Löngubúð, föstudaginn 14. júní.

Hvert hverfi má mæta með 2 lið og eru 4 í hverju liði.

Húsið opnar kl. 20:00 og keppnin hefst á slaginu 21:00. Aldurstakmark er ekkert, en börn 12 ára og yngri verða að mæta í fylgd fullorðinna.

Umf. Neisti

14.06.2013

Öxi 2013

Öxi 2013, göngu- og hlauphelgi fjölskyldunnar fer fram helgina 28. - 30. júní næstkomandi.

Búið er opna fyrir skráningar í þríþrautarkeppnina en hægt er að skrá bæði lið og einstaklinga í gegnum netfangið oxi2013@djupivogur.is.

Allar upplýsingar um Öxi 2013 og aðra viðburði þessa helgi er að finna hér.

Fylgist líka með á Facebook-síðu Öxi 2013.

ÓB

10.06.2013

Frá UMF. Neista - Þjálfara vantar

Enginn hefur enn sótt um að þjálfarastarf á frjálsíþrótta- og fótboltanámskeiðinu í sumar.

Neisti leitar nú logandi ljósi að þjálfara fyrir sumarið en það gengur hvorki né rekur.

Við biðlum því til allra að láta þetta berast og eru áhugasamir beðnir að hafa samband við Pálma í síma 847-3216.

UMF Neista

05.06.2013

Frá Neista vegna 17. júní

Eru ekki ábyggilega allir búnir að kjósa kónga?

Föstudaginn 14. júní má byrja að skreyta hverfin og um kvöldið verður Pub-Quiz í Löngubúð.

Farandhverfabikarinn stóri verður veittur fyrir best skreytta hverfið og í ár verða líka bikarar veittir fyrir best skreytta húsið og fyrir sigur í Pub-Quiz.

Skrúðgangan er á sínum stað á 17. júní og svo verður farið í leiki og þrautir með börnunum á Neistavelli.

Dagskráin verður auglýst betur síðar.

UMF. Neisti

04.06.2013

Upptaka af Músik Festivali

Nú er hægt að panta DVD diska með upptöku af hinu frábæra Músik Festivali 2013.
Áhugasamir sendi póst á skolastjori@djupivogur.is eða hringi í síma 478-8836.
Diskarnir verða afhentir um 20. júní.

Skólastjóri 

Íþróttamiðstöðin lokuð vegna viðhaldsverkefna

Vegna viðhaldsverkefna verður Íþróttamiðstöðin lokuð mánudaginn 13. maí og þriðjudaginn 14. maí. 

                                                                                                                     Forstöðum. ÍÞMD

Frá yngri flokka ráði Neista

 

Auglýsingar á Neistabúninga til sölu. Um er að ræða langerma keppnistreyju og stuttbuxur sem hvor um sig getur borið eina litla auglýsingu og að auki eina stærri framan á treyjunni. Hver treyja verður að auki merkt barni og númeri ásamt Neistamerki.

Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Lilju í síma 8679182 eða á netfangið lilja@djupivogur.is fyrir 16. maí.

08.05.2013

Vormót sunddeildar Neista

Á laugardaginn kemur, 4. maí, verður hið árlega vormót sunddeildar Neista haldið. Við eigum von á mörgum gestum héðan af Austurlandi sem munu keppa í hinum fjölbreyttu sundgreinum. Mótið byrjar klukkan 10:00 en húsið opnar 9:15.

Fjöldi sjálfboðaliða heldur utan um mótið með vinnu sinni og þeir sem eru lausir þennan dag og vilja vinna fyrir Ungmennafélagið sem tímaverðir eða við annað sem til fellur láti vita af sér hið fyrsta, annað hvort til Lilju í síma 867-9182 eða þegar mætt er á mót á laugardaginn.

Í fjáröflunarskyni sunddeildarinnar verða léttar veitingar seldar á staðnum bæði fyrir keppendur og hvetjendur.

Áfram Neisti.

01.05.2013