Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Öxi 2012 er um helgina

Öxi 2012, hlaupa- og gönguhelgi fjölskyldunnar er um helgina.

Það sem hæst ber er þríþrautarkeppni sem er laugardaginn 30. júní. Tvö lið hafa skráð sig til keppni auk þriggja einstaklega. Ræst verður í fyrstu grein, sem er sjósund, frá Staðareyri, norðan megin í Berufirði kl. 10:00.

Ýmislegt fleira er um að vera um helgina, gúmmískóaganga síðdegis á laugardeginum og tásutölt á sunnudeginum.

Allar nánari upplýsingar um helgina er að finna hér.

Okkur barst skemmtileg gjöf í gær í tilefni af þríþrautarkeppninni. Það er öxi úr hreindýrshorni, sem í er skorið slagorðið "Öxi fyrir alla". Haukur á Starmýri smíðaði Öxina og Jón Friðrik Sigurðsson skar í hana. Við þökkum þeim félögum kærlega fyrir þennan fallega grip.

ÓB

 

 

28.06.2012

Ósóttir Neistagallar

Þeim sem pöntuðu sér Neistagalla er bent á að nálgast þá hjá Hafdísi Reynisdóttur eftir kl. 15:00 í dag, fimmtudag og eftir kl. 16:00 á morgun, föstudag. Gallarnir eru afhentir gegn greiðslu.

UMF Neisti.

28.06.2012

Sumarhátíð ÚÍA

Helgina 6. – 8. júlí verður haldin Sumarhátíð ÚÍA á Egilsstöðum. Keppt verður í fjölmörgum greinum í sundi og frjálsum. Einnig verður keppt í fótbolta.

Við viljum biðja foreldra að hafa sem fyrst samband við þjálfara ef þeir sjá sér fært að fara á Sumarhátíð með börn sín og skrá þau í keppnisgreinar.

Neisti þarf einnig á sjálfboðaliðum í starf á Sumarhátíðinni og þiggjum við alla þá aðstoð sem býðst við mótið. Áhugasamir láti Rabba eða Ester vita.

 

Árið 2010 var keppt í þessum greinum í frjálsum íþróttum.

·          17 ára og eldri karlar, konur/: Langstökk, hástökk, kringlukast, kúluvarp, spjótkast, 100 m hlaup, 800 m hlaup, 4x100 m boðhlaup.

·          15-16 ára sveinar og meyjar: Langstökk, þrístökk,hástökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, 100 m hl, 400 m hlaup (ný grein), 800 m hlaup, 1500 m hlaup og 4x100 m boðhlaup.

·          13-14 ára piltar og telpur: Langstökk, þrístökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, 100 m hlaup, 400 m hlaup, 800 m hlaup, 1500 m hlaup g 4x100 m boðhlaup.

·          11-12 ára strákar og stelpur: Langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, 60 hlaup, 4x 100 m boðhlaup, 600 m hlaup.

·          9-10 ára hnokkar og hnátur: Langstökk, 60 m hlaup, 600 m hlaup og boltakast.

·          8 ára og yngri pollar og pæjur: Langstökk, 60 m hlaup, 400 m hlaup og boltakast.

·          Auk þess verði boðið upp á þrautaboðhlaup í anda Kids Athletics fyrir alla keppendur 10 ára og yngri.

 

LDB

26.06.2012

Félagsgjöld 2012

Nú er sumarstarf Neista komið á fullt og verður það með svipuðu sniði og undanfarin ár, þ.e. leikjanámskeið fyrir yngstu börnin, frjálsar íþróttir, sund og knattspyrna hjá yngri flokkkum. 

Við viljum hvetja sem flesta íbúa að styrkja félagið því eins og allir vita er íþróttaiðkun ungs fólks, ein besta forvörn sem til er. 

Við þökkum stuðninginn síðustu árum og sendum greiðsluseðla fyrir árið 2012.  Þeim sem ekki hafa áhuga á að vera félagar, en vilja samt vera með, er velkomið að vera styrktaraðilar.

Þeir sem greiða teljast félagsmenn.

 Einnig er hægt að styrkja Neista með annarri upphæð en er á seðlinum og er þá lagt beint inn á bók félagsins.

1147-26-4040 kennitalan er 6704840849. Margt smátt gerir eitt stórt.

 

Heilbrigð sál í hraustum líkama!

Með fyrirfram þökk,

Umf. Neisti.

LDB

26.06.2012

Leikjanámskeið

 

Í sumar verður boðið uppá leikjanámskeið fyrir börn fædd 2005-2008. Þau verða tvisvar í sumar, 4 dagar í senn. Hvort námskeið kostar 2000-kr, 50 % afsláttur fyrir systkyni.
Námskeiðin verða frá kl:10:00-11:00 mánud-fimmtud. 
Leikskólabörn verða sótt og skilað í leikskólann.
Þau leikskólabörn sem taka þátt í námskeiðinu skila skráningablöðum í leikskólann en önnur mæta með skráningablöð upp á sparkvöll þar sem námskeiðið verður haldið.
 
1. Námskeið
2.-5. júlí 2. Námskeið
23.- 26.júlí  

 

Í sumar verður boðið uppá leikjanámskeið fyrir börn fædd 2005-2008. Þau verða tvisvar í sumar, 4 dagar í senn. Hvort námskeið kostar 2000-kr, 50 % afsláttur fyrir systkyni.

Námskeiðin verða frá kl:10:00-11:00 mánud-fimmtud. Leikskólabörn verða sótt og skilað í leikskólann.

Þau leikskólabörn sem taka þátt í námskeiðinu skila skráningablöðum í leikskólann en önnur mæta með skráningablöð upp á sparkvöll þar sem námskeiðið verður haldið.


1. Námskeið  2.-5. júlí.

 2. Námskeið  23.- 26.júlí.

 

 

26.06.2012

Bónusmót Hattar

Nú um helgina 23. og 24. júní verður haldið Bónusmót Hattar. Þetta mót er fótboltamót fyrir 6. , 7. og 8. flokk.

Neisti mun senda tvö lið á mótið, 6. flokk kvenna og 7. flokk, blandað lið.

Vonumst við til að sjá sem flesta í nýju göllunum sínum á því móti, góð upphitun fyrir ÚÍA mótið sem verður helgina 6., 7. og 8. júlí.

ÁFRAM NEISTI

LDB

21.06.2012

Nýir Neistabúningar komnir í hús

Langþráður dagur er upp runninn því nýju Neistagallarnir komu flestir í gærkveldi. Þeir eru mjög fallegir með ísaumuðu merki.

Hægt verður að nálgast gallana heima hjá Hafdísi Reynisdóttur frá og með núna til kl. 17 föstudaginn 22. júní. Aftur verður svo hægt að nálgast þá eftir helgi á sama stað. Við viljum biðja fólk að sækja þá sem fyrst og helst fyrir Sumarhátíð ÚÍA.

Gallarnir verða afhentir gegn peningagreiðslu eða kvittun úr heimabanka fyrir fullri greiddri upphæð.

Innleggsreikningur Neista er 1147-26-4040 og kennitalan er 670484-0849.

Verð á barnagöllum (þeim sem voru í grunnskóla – eða yngri – síðasta vetur) er 6000.

Verð á fullorðinsgöllum er 10.000 og 11.000.

Verið velkomin að sækja gallana ykkar.

Við viljum vekja athygli Neistamanna á því að fréttir Neista birtast ekki alltaf á aðalvef Djúpavogshrepps svo verið dugleg að smella á Neistaflipann.

LDB

21.06.2012

Hátíðardagskrá á 17. júní

Hátíðardagskrá á 17. júní hófst við grunnskólann með skrúðgöngu þar sem drottningarnar fóru fyrir sínum hverfum með miklum myndarbrag, en gengið var að íþróttavellinum. Þar flutti fjallkonan, Anný Mist Snjólfsdóttir, ávarp og síðan hófst skemmtidagskrá, þar sem m.a. var reiptog, fótbolti, eiginkvennaburður o.fl.

Að lokinni skemmtidagskrá voru úrslitin í hverfakeppninni kunngjörð en í þetta sinn var það appelsínugula hverfið sem hafði sigur og óskar heimasíðan þeim innilega til hamingju.

Við bendum á frétt um hverfakeppnina, sem birtist fyrr í dag.

Myndir frá hátíðardagskránni má sjá með því að smella hér.

ÓB
Myndir: AS/BTÁ

18.06.2012

Hverfaskreytingar á 17. júní

Eftir vel heppnaða hverfakeppni í tengslum við 17. júní í fyrra var ákveðið að halda henni áfram í ár og er þetta skemmtilega fyrirkomulag því vonandi komið til að vera.

Sú breyting varð frá fyrra ári að rauða og bláa hverfið var sameinað í bleika hverfið og voru því þrjú hverfi, bleikt, gult og appelsínugult. Ein og ein skreyting var farin að týnast upp á miðvikudegi fyrir 17. júní og nokkrar í viðbót sáustu á fimmtudegi. Það má svo segja að föstudaginn 15. júní hafi allt farið á fullt og íbúar sveitarfélagsins stóðu í skreytingum fram eftir föstudagskvöldi, allan laugardaginn og fram að hádegi 17. júní en þá ók dómnefndin um bæinn og tók út hverfin.

Eðlilega voru fleiri skreytingar uppi nú en í fyrra, en hverfin áttu að sjálfsögðu mikið af skreytingunum frá fyrra ári og því hægt að bæta við þær. Margar mjög skemmtilegar skreytingar litu dagsins ljós og var algerlega frábært að fylgjast með bæjarbúum hjálpast að við að gera hverfin sín sem litskrúðugust. Ljóst er að þeir eru ófáir listamennirnir sem leynast á meðal okkar og fengu þeir svo sannarlega að fá útrás fyrir sköpunargáfunni í tengslum við skreytingarnar.

Það var svo appelsínugula hverfið sem bar sigur úr býtum enda var það prýtt afskaplega fjölbreyttum, skemmtilegum og umfram allt stílhreinum skreytingum og íbúar hverfisins eiga hrós skilið fyrir.

Úrval frá hverfaskreytingunum má sjá með því að smella hér.

Myndir frá hátíðardagskrá á íþróttavellinum eru væntanlegar.

ÓB

18.06.2012

Dagskrá 17. júní 2012

Föstudagur 15. júní

Hverfis-PubQuiz í Löngubúðinni. Hefst kl. 21:00 (ath. 18. ára aldurstakmark).

Sunnudagur 17. júní

13:00   Andlitsmálning og fánasala við grunnskólann

14:30   Dagskrá hefst á íþróttavellinum með ávarpi fjallkonu.
   
Hverfakeppnin þar sem keppt verður í ýmsum þrautum þar sem reynir heldur betur á útsjónarsemi, snerpu, úthald og keppnisskap keppenda.
 
 Gefin verða stig fyrir eftirfarandi:
 - Sigur í Pubquizi Löngubúðar að kvöldi 15. júní.
 - Hverfið sem best er skreytt sínum lit.
 - Besta mæting á hátíðarsvæði (íklædd viðeigandi litum að sjálfsögðu)
 - Reiptog
 - Þrautabraut
 - Fótbolti
 - Hæsti meðalaldur keppenda í fótbolta
 - Eiginkvennaburður
 
Í lok dags verða úrslit hverfakeppninnar tilkynnt og afhentur farandbikar.

Ekki er gerð athugasemd ef sveitabæir fara í önnur lið.

Ekki verður sala á veitingum á íþróttavellinum.  Fólk er hvatt  til að koma með sitt eigið nesti að þessu sinni.

Íbúar eru hvattir til þess að flagga íslenska fánanum á þjóðhátíðardegi okkar.

Hjálpumst að við að gera 17. júní að fjölskylduskemmtun fyrir unga jafnt sem aldna !

17. júní nefndin

15.06.2012

Hverfa-Pub Quiz í Löngubúð

Nú er komið að því.

Hverfin takast á í Pub Quiz í Löngubúð föstudaginn 15. júní kl. 21:00.

Komið og hvetjið ykkar lið.

Stjórn Neista.

13.06.2012

Sjálfboðaliðar óskast fyrir 17. júní nefnd og vinnudag Neista

17. júní

Neisti óskar eftir sjálfboðaliðum í 17. júní nefnd 2012. Áhugasamir láti Ester vita í síma 899-7600 fyrir 8. júní nk.


Vinnudagur Neista


Neisti óskar einnig eftir sjálfboðaliðum á vinnudegi Neista sem verður miðvikudaginn 6. júní. Mæting er við Neistavöllinn kl. 17:00. Boðið verður upp á bláan ópal.

UMF. Neisti

01.06.2012