Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Spurningakeppni Neista

Þá er komið að hinni árlegu spurningakeppni Neista og við auglýsum eftir áhugasömum keppnisliðum.

Keppnin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár þar sem þriggja manna lið etja kappi, hægt er að skrá varamann.
Við viljum hvetja til fjölbreyttra liða og vonumst til að fá saumaklúbba, körfuboltalið, kafarafélaga, burtflutta, göngufélaga, matarklúbba, Suzukiklúbbinn, námsfélaga og vinnufélaga í keppnislið.

Þátttökugjald er kr. 8.000 og eru áhugasöm lið vinsamlegast beðin að skrá sig í síðasta lagi miðvikudaginn 28. mars  hjá Lilju í síma 867 9182 eða á neisti@djupivogur.is.

Meðf. mynd er af Ferðaþjónustunni Eyjólfsstöðum, ríkjandi meisturum spurningakeppni Neista.

Stjórn umf. Neista

20.03.2012

Páskaeggjamót UÍA og Fjarðasports

Kæru Neistar fæddir 2001 og fyrr. Þetta mót er fyrir ykkur og er hægt að skrá sig á mótið á netfangið neisti@djupivogur.is. Íþróttatímar Neista í þessari viku fara í tækniæfingar fyrir þetta mót og hvetjum við alla til að taka þátt. Foreldrar sem fara með börn sín og hafa laus pláss í bíl eru hvattir til að láta vita svo sem flestir komist með. Neisti greiðir þátttökugjöld.

Stjórn Neista

Páskaeggjamót UÍA og Fjarðasports í frjálsum íþróttum.
24. mars kl 13:00 í íþróttahúsinu á Neskaupstað.

Keppt verður í hástökki, langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu, kúluvarpi og 100 m hlaupi.
Keppt verður í flokkum stráka og stelpna; 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri.
Keppendur í 6.-7. bekk geta fengið árangur sinn á mótinu metinn inn í skólaþríþraut FRÍ.
Keppendur safna stigum fyrir árangur í hverri grein sem lögð vera saman í lok móts.

Stigahæsti keppandi í hverjum flokki fær stórt páskaegg í verðlaun!
Allir keppendur fá lítil páskaegg í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna.
Heppnir þátttakendur fá útdráttarverðlaun.

Frítt í sund fyrir keppendur að móti loknu.

Þátttökugjöld 300 kr á keppenda óháð greinafjölda.
Skráningar berist á netfangið uia@uia.is eða í síma 4711353.
Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum.

Allir velkomnir, þarft ekki að hafa æft frjálsar  til að geta verið með.

20.03.2012

Fæðubótarefni til sölu hjá Sævari Þór

Ég er með til sölu SCITEC fæðubótarefni, sem er ein þau bestu á landinu í dag.

Prótein milli mála, brennsluefni og allt sem þig vantar til að ná betri árangri. Allar tegundir af bragði eru í boði og eru þeir þekktir fyrir að búa til prótein sem er gott fyrir bragðlaukana.

Á heimasíðu SCITEC á Íslandi er hægt að skoða það sem er í boði.

Þið getið síðan lagt inn pöntun hjá mér á netfangið saevar.rafns@gmail.com.

ATH. þið þurfið ekki að borga neinn sendingarkostnað.

Ég hvet áhugasama til að kynna sér þessi frábæru fæðubótarefni og hafa samband.

Með kveðju;
Sævar Þór Rafnsson

15.03.2012

Aðalfundur Neista

Aðalfundur Neista var haldinn síðastliðinn sunnudag í Löngubúð. Fundurinn var góður þó mæting foreldra á fundinn hefði mátt vera betri. Á fundinum kom fram að mikill kraftur er í starfi félagsins og nánast öll börn (6-16 ára) á staðnum taka þátt í starfi á vegum Neista. Fyrir fundinn var ljóst að mikil mannaskipti þyrftu að eiga sér stað í stjórn og ráðum félagsins. Út úr stjórn gengu: Sóley Dögg, Klara, Hlíf og Albert.

Í nýja stjórn Neista voru kosin: Kristborg Ásta Reynisdóttir, Ester Sigurásta Sigurðardóttir, Lilja Dögg Björgvinsdóttir, Pálmi Fannar Smárason og Óðinn Sævar Gunnlaugsson.

Í nýtt sundráð voru kosin: Snjólfur Gunnarsson, Elísabet Guðmundsdóttir og Dröfn Freysdóttir.

Yngriflokkaráð á eftir að fullskipa og eru þeir sem áhuga hafa á fótboltaiðkunn barnanna beðnir um að gefa sig fram við nýja stjórn eða á neisti@djupivogur.is.

Fráfarandi stjórn vill þakka öllu Neista-fólki kærlega fyrir samstarfið á undanförnum árum og óskar nýrri stjórn velfarnaðar. 

Íþróttamenn Neista 2011

Á aðalfundi Neista voru þau börn verðlaunuð sem höfðu staðið sig sérstaklega vel á síðastliðnu ári. Venja er fyrir því að veita verðlaun fyrir mestu framfarir í sundi og fótbolta, sund-Neistann, fótbolta-Neistann og Íþróttamaður ársins.

Að þessu sinni fengu eftirfarandi verðlaun:
Sund-Neistinn: Ásmundur Ólafsson
Mestu framfarir í sundi: Ísak Elísson
Fótbolta-Neistinn: Kristófer Dan Stefánsson
Mestu framfarir í fótbolta: Þór Albertsson
Bikarinn fyrir íþróttamann ársins fengu krakkarnir í sunddeild Neista, sem þriðja árið í röð stóðu sig eins og hetjur og unnu öll mót sem þau fóru á.  

Eftirfarandi eru myndir frá aðalfundi:

Fundurinn.

 

Formaður flytur tölu.

 

Fundarstjóri og stjórn Neista.

 

Halldóra fer með tölu fyrir sunddeild.

 

Kristborg fer með tölu fyrir yngri flokka.

 

Sund-Neistinn:                                            Mestu framfarir í sundi:

 

 

Fótbolta-Neistinn:                                       Mestu framfarir í fótbolta:

 

 

Verðlaunahafar:

 

Íþróttamenn ársins:

02.03.2012