Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Fólk vantar til starfa fyrir Neista

Aðalfundur Neista er fyrirhugaður í lok febrúar og nú þegar ljóst að meirihluti núverandi stjórnar mun ekki gefa kost á sér aftur.  Áhugasömu fólki er því bent á að láta vita af sér við núverandi stjórnarmeðlimi eða á neisti@djupivogur.is.

Starfið innan Neista er ávallt skemmtilegt og gefandi og sérstaklega gaman að taka þátt í að móta íþróttastarf barnanna sem hefur verið í miklum blóma undanfarin ár.

Stjórnin

26.01.2012

Íþróttasprell hjá 0. - 2. bekk

Hefð er fyrir því að elstu nemendur leikskólans heimsæki grunnskólann síðasta árið sitt í leikskólanum.  Mjög gott er að byrja aðlögun barnanna sem fyrst þannig að þau verði búin að kynnast sem flestum þáttum grunnskólans þegar þau hefja skólastarið 6 ára gömul.

Sl. mánudag fóru þau í heimsókn í íþróttatíma með nemendum 1. og 2. bekkjar.  Verður farið annan hvorn mánudag í allan vetur og fylgir starfsmaður af leikskólanum börnunum í íþróttahúsið og aðstoðar við tímann þar. 

Á mánudagsmorguninn mættu börnin mjög spennt í leikskólann, öll tilbúin með íþróttatöskurnar sínar og klár í slaginn.  Eins og sést á meðfylgjandi myndum þá gáfu þau eldri börnunum ekkert eftir í fimi og lipurð og höfum við fengið fregnir af því að foreldarnir hafi fengið íþrótakennslu þegar komið var heim. 

Myndir frá fyrsta íþróttatímanum eru hér.

HDH

Fyrsti sigur Neista í Bólholtsbikarnum

Körfuboltalið Neista gerði góða ferð í Brúarás síðastliðinn laugardag. Þar mættu okkar menn liði Ássins í hörku körfuboltaleik og höfðu sigur 53-47.  Næsti leikur Neista verður hér heima við lið Einherja og að öllum líkindum verður hann háður laugardaginn 28. janúar.

Þá viljum við benda á heimasíðu Bólholtsbikarsins, en þar er hægt að fylgjast með dagsetningum leikja og úrslitum.

SDB16.01.2012