Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Bikarmót ÚÍA í sundi

Bikarmót Austurlands í sundi fór fram hér á Djúpavogi síðastliðinn sunnudag. Ríflega 80 keppendur frá sex sunddeildum á Austurlandi mættu til leiks og kepptust við að safna stigum fyrir sitt félag. En mótið er stigamót þar sem stigahæsta liðið hlýtur tiltilinn Bikarmeistari Austurlands.

Neisti tefldi fram fjölmennu og öflugu liði, staðráðnir í að verja tiltilinn þar sem við unnumi mótið í fyrra. Mikil spenna ríkti þegar úrslit voru tilkynnt og fagnaðarlæti heimamanna létu ekki á sér standa þegar ljóst var að Neisti bar sigur úr bítum bæði sem stigahæsta karla- og kvennalið sem og í heildarstigakeppni mótsins. Lið Leiknis varð í öðru sæti í heildarstigakeppni mótsins og Austri í því þriðja.

Framkvæmd mótsins var í höndum sundráðs UÍA og gekk vel, en fjöldi sjálfboðaliða lagði sitt af mörkum. Einn þeirra var Sprettur Sporlangi sem veitti verðlaun og vakti almenna kátínu keppenda og áhorfenda.

Djúpavogshreppur gaf bikarinn þar sem Neisti vann síðasta bikar til eignar á mótinu í fyrra.

Við Neistafólk þökkum öllum sem komu að skipulagningu, undirbúningi og sjálfboðavinnu á mótinu fyrir gott starf. Viljum benda á þá frábæru vinnu krakkana með þjálfara sínum sem skilar inn góðum árangri á hverju móti. Hvetjum krakkana okkar áfram til þátttöku í íþróttum og við uppskerum öll.

26.11.2012

Litluskólamótið í fótbolta

Á morgun laugardag verður haldið litluskólamótið í fótbolta. Neisti og Djúpavogsskóli hafa boðið nemendum annarra smáskóla að taka þátt í þessu móti. Fyrirkomulagið er að í hverju liði spila 5 inná vellinum í einu, hægt er að hafa varamenn og skipta stöðugt inná. Þessir 5 í hverju liði  eru af báðum kynjum og í dreifðri aldursröð. Í yngri hópum spila nemendur í 1. - 5. bekk og eldri hópar samandstanda af nemendum í 6. – 10. bekk.

Við eigum von á þremur liðum frá Brúarási og tveimur liðum frá Stöðvarfirði. Með þeim verða foreldrar og aðrir í klappliði.

Mótið hefst klukkan 10:30 og eru allir hjartanlega velkomnir til að horfa á og hvetja unga fólkið okkar. Foreldrar nemenda í 2. og 3. bekk munu bjóða upp á léttar veitingar á meðan á mótinu stendur.

Allir þátttakendur fá frítt í sund. Athugið reglur um fylgdarmenn barna undir 10 ára aldri.

Stjórn Neista

Haustæfingar Neista

 

Hér að neðan má sjá æfingatöflu Neista á vorönn.Tími 

Mán 

Þri 

Mið 

Fim 

Fös 

 

13:00 – 13:40

 

 

 

Íþróttir

0. og 1.

 Fótbolti

0. og 1.

 

13:00 – 13:40

 

 

 

 

Sund 2. og 3.

 

13:40-14:20 

Frjálsar

1. til  3.

Fótbolti

1. til 3.

Fótbolti 

1. til 3.

Íþróttir

2. og 3. 

Stelpur fótbolti

 

14:20-15:00

Frjálsar

 4. til 10. b.

Fótbolti 

4. til 6.

Fótbolti 

4. til 6.

Íþróttir

4. til 10. 

4. til 10.  fótbolti strákar

 

14:20-15:00

 

 

 

 

Sund 4. til 6.

 

15:00-15:40

Fótbolti

7. til 10.

 

Sund

7. til 10.

Fótbolti

7. til 10.

 

Sund

7. til 10.

 

 

15:00-15:40

Sund

4. – 6.

 

 

 

 

XX

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Líkt og sjá má á fundargerð hér á vefnum hefur verið skipulagt samstarf Neista og leikskóla með þeim hætti að þjálfari sækir börnin á leikskólann þar sem starfsmenn hafa þau tilbúin 10 mínútum fyrir æfingu. Foreldrar sjá svo um að sækja börn sín.

Stjórn Neista.

Neistatímar haust 2012

Kæru foreldrar Neistabarna

Núna fyrstu tvær vikurnar í skóla og Neistatímum verður fínpússun á tímum svo endanleg tafla verði til. Við viljum bjóða alla krakka velkomna í alla tíma hjá þeirra aldurshóp fyrstu tvær vikurnar. Eftir það festa þau sig í ákveðnum tímum. Engir tímar eru felldir niður þar sem aðsókn í tíma er góð. Við erum hins vegar að reyna eftir fremsta megni að þjappa töflunni svo dagurinn verði styttri.

Þjálfarar í ár eru Ester Sigurásta með sund og íþróttir, Óðinn verður fótboltaþjálfari og einnig með frjálsar íþróttir og Hörður verður með honum í þeim tímum. Albert hefur gefið kost á sér í afleysingar.

Þær breytingar á töflu sem við sjáum strax er á þriðjudögum að sund hjá 7. – 10. bekk færist fram um einn tíma, fara þá nemendur beint úr kennslu í sundþjálfun og er þá skóladagurinn búinn kl. 15.

Samkvæmt skráningum í dag er metþátttaka í stelpu fótbolta, frjálsum íþróttum yngri og íþróttum eldri. Hlökkum við til að vinna með þjálfurum, nemendum og foreldrum í vetur. Foreldrar eru ávallt velkomnir í tíma. Það er mjög hvetjandi fyrir nemendur að fá foreldra í heimsókn.

Stjórn Neista

Fundargerð

Fundargerð

Fundur var haldinn í grunnskólanum  20. ágúst 2012.  Á fundinn voru boðaðir fulltrúar frá Umf. Neista, foreldrafélagi grunnskólans og fræðslunefnd grunnskólans.  Fundurinn hófst klukkan 14:05.

Ástæðan fyrir fundarboðinu var niðurstaða úr sjálfsmati leikskólans en þar kom fram óánægja hjá nokkrum foreldrum með fyrirkomulag Neistatíma - á starfstíma leikskólans.

Á fundinn mættu:  Halldóra Dröfn, Lilja Dögg, Kristborg Ásta og Ester Sigurásta.

1.       Rætt um samstarf Neista og leikskólans .

Halldóra gerði grein fyrir niðurstöðum sjálfsmatsins á leikskólanum.  Fundarmenn ræddu ýmsar útfærslur á þessu og m.a. hvort það ætti yfirhöfuð að bjóða leikskólabörnum uppá að mæta í Neistatímana.

Fundarmenn voru sammála um að það væri mikilvægt fyrir foreldra og börnin að hafa þennan möguleika því oft er kominn ákveðinn þreyta í börn á síðast ári leikskólans og hreyfing því mikilvæg fyrir fjöruga krakka.

Halldóra sagði frá því að hreyfing væri stór hluti af starfinu á leikskólanum og væri mjög vel að því staðið.  Þá sagði hún einnig frá því að stefnt væri að því að bjóða elsta árganginum í leikfimi með 1. bekk annan hvorn mánudag, eins og verið hefði að hluta sl. vetur. 

Fundarmenn samþykktu einróma að mikilvægt væri að foreldrar og börn hefðu þennan möguleika - að mæta í Neistatímana en að gera þyrfti ákveðnar breytingar þannig að um samstarf yrði að ræða.  Fyrirkomulagið í vetur verði þannig:

a)      Starfsmenn leikskólans sjá til þess að börnin séu tilbúin í fataklefanum 10 mín. áður en tíminn hefst.

b)      Starfsmaður / þjálfari Neista, sækir börnin og fylgir þeim upp í íþróttahús

c)       Foreldrar sækja börnin og skila þeim í leikskólann eða taka þau heim (fer eftir vistunartíma barnsins).

2.       Rætt um samstarf Neista og grunnskólans

Fundarmenn gerðu drög að stundatöflu fyrir grunnskólann og Neista.  Erfitt er að pússla þessu öllu saman þar sem taka þarf tillit til ýmissa þátta.

Einnig er ekki búið að ráða þjálfara í allar stöður og er eins víst að einhverjar breytingar þurfi að gera þegar þjálfaramálin eru komin á hreint.

Neistakonur ætla að hittast aftur og fara yfir málið J

3.       Önnur mál

Önnur mál engin.  Fundi slitið 15:50.

Halldóra Dröfn, fundarritari

Þjálfari óskast

Ungmennafélagið Neisti óskar eftir að ráða þjálfara fyrir skólaárið 2012-2013. Samkvæmt skipulagi er um að ræða 6 tíma í sundi, 3 tíma í íþróttum, 2 tíma í frjálsum íþróttum og 9 tíma í fótbolta. Leitað er eftir einstaklingi eða einstaklingum til að taka þessa þjálfun að sér.

Áhugasamir vinsamlegast hafi strax samband við Ester í síma 899-7600, neisti@djupivogur.is eða Lilju í síma 867-9182, lilja@djupivogur.is

Æfingar Neista hefjast eftir helgi.

Stjórn Neista

30.08.2012

Uppræting lúpínu í þéttbýlinu

Hér með eru allir íbúar sem vettlingi geta valdir hvattir til að taka þátt í að uppræta lúpínu hér í þéttbýlinu og á nærsvæði á næstu dögum og vikum.  Samhliða er stefnt að því að sveitarfélagið vinni að því á næstunni að uppræta lúpínuna þar sem hún hefur breitt mest úr sér.

Um þessar mundir er einmitt talið rétti tíminn til að herja á þennan skaðvald sem ógnar m.a. tilveru íslensku flórunnar á stórum svæðum. Íbúum er hér með gefnar frjálsar hendur með að slá þetta illgresi niður, hvort heldur með sláttuorfum eða öðrum brúklegum verkfærum.  Að þessu tilefni er því beint til íbúa í viðkomandi hverfum að einbeita sér fyrst og síðast að þeim svæðum.   

Frábær árangur hjá sundkrökkunum okkar

Sundkrakkarnir hjá Neista bættu enn einni rósinni í hnappagatið á Sumarhátíð UÍA sem haldin var um síðustu helgi.  13 krakkar mættu til leiks en 9 af þeim sem eru líka að æfa komust ekki á mótið.  Voru menn því ekki allt of bjartsýnir á að sigur næðist að þessu sinni en þeir keppendur sem mættu voru komnir til að gera sitt allra besta.

Að venju var vaskur hópur foreldra með í för og er frábært að sjá hversu mikil samheldni er hjá Neistafólkinu og umgjörðin um börnin eins og best verður á kosið. 

Eftir fyrri daginn voru menn farnir að gæla við að kannski næðist nú silfrið, þrátt fyrir að keppendurnir væru með fæsta móti og spennan jókst eftir því sem leið á keppnina á laugardagsmorgninum.  Skemmtilegt var að fylgjast með boðsundunum í lokin og þegar verðlaunaafhendingin hófst mátti finna spennuna magnast.  Fyrst voru veitt þátttökuverðlaun fyrir 10 ára og yngri en síðan stigaverðlaun í hverjum aldursflokki fyrir sig.  Neisti átti þar tvo sigurvegara, þau Kamillu Marín Björgvinsdóttur í flokki 11-12 ára stúlkna og Bjarna Tristan Vilbergsson í flokki 13-14 ára drengja.  Frábær árangur hjá þeim.  Síðan voru lesin upp stig félaga og var byrjað á fimmta sætinu.  Þegar ljóst var að helstu keppinautarnir í Hetti og Þrótti hefðu lent í 2. og 3. sæti upphófust mikil fagnaðarlæti hjá Neistafólkinu þegar ljóst var að fyrsta sætið væri okkar, fjórða árið í röð.

Hér má sjá heildarstigin fyrir þrjú efstu sætin:

1. sæti  Neisti með 424 stig
2. sæti  Höttur með 384 stig
3. sæti  Þróttur með 262 stig

Ég held að við getum öll verið sammála um það að þessi árangur er stórkostlegur, sérstaklega í ljósi þess hversu fá börn standa á bak við árangurinn.  Mikilvægt er nú, sem endranær að hlúa að íþróttafélaginu okkar því við vitum öll hversu frábærar forvarnir íþróttir eru. 

Bjart er framundan í sundinu, fjölmennir árgangar eru að koma inn í grunnskólann og er hugur í þeim börnum.  Ljóst er að ef við fullorðna fólkið höldum áfram að standa okkur þá höfum við alla burði til að skara áfram fram úr á þessu sviði. 

Áfram Neisti.

Myndir frá Dröfn Freysdóttur eru hér.  HDH / HR

11.07.2012

Afleysingar í fótbolta

Okkur vantar vaska foreldra til að leysa af æfingar í fótbolta hjá unglingunum frá kl 18 - 19, miðvikudag og fimmtudag.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Lilju í síma 8679182.

10.07.2012

Sumarhátíð UÍA um helgina

Sumarhátíð UÍA verður haldin á Egilsstöðum um helgina. Hátíðin, sem haldin hefur hvert sumar frá árinu 1975, er stærsta einstaka verkefni sambandsins ár hvert.

Að vanda eru frjálsíþróttir fyrirferðamestar en Nettómótið í frjálsum teygir sig yfir alla keppnisdagana þrjá, föstudag, laugardag og sunnudag. Þá er einnig keppt í sundi á föstudagskvöld og laugardagsmorgun.

Nýjasta keppnisgreinin á Sumarhátíðinni er skák en teflt verður á föstudagskvöld. Strandblak er á dagskránni þriðja árið í röð á sunnudag og á laugardag er knattspyrnumót fyrir tíu ára og yngri.

Skemmtidagskrá er seinni part laugardags þegar íþróttahátíð Spretts Sporlanga fer fram á Vilhjálmsvelli. Keppt verður í boccia, starfshlaupi, haldnir verða fáránleikar og taek-won-doe deild Hattar sýnir nokkur brögð. Sprettur ætlar líka að bjóða upp á tertu til að þakka Austfirðingum fyrir frábærar móttökur fyrsta árið sem hann hefur verið lukkudýr UÍA.

Rúsínan í pylsuendanum verður sýning fimleikahópsins GYS87 sem skipaður er dönskum eldri borgum sem héldu áfram að æfa saman eftir þátttöku á fimleikahátíðinni Gymnastrada árið 1987 en þaðan kemur nafn hópsins GYS87.

Í gegnum árin hafa þau ferðast og sýnt  listir sínar vítt og breitt um heiminn í sex heimsálfum. Fimleikasýningin samanstendur af margskonar æfingum: kvenlegum hreyfingum, karlmannlegum kraftaæfingum, paraæfingum og samvinnu svo eitthvað sé nefnt. Sýningin fær mikinn innblástur af vel valinni tónlist sem gefur mikla upplyftingu og innlifun.

Nánari upplýsingar um Sumarhátíðina er að finna á www.uia.is.


04.07.2012

Neisti á Bónusmóti Hattar

Helgina 23.-24. júní kepptu Neistar á Bónusmóti Hattar á Fellavelli. Mjög góð mæting var hjá Neista, bæði af keppnisfólki, foreldrum og öðrum aðstandendum.

Stóðu krakkarnir sig mjög vel og lærðu mikið af þessari reynslu sinni. Þór og Askur kepptu með liðum Fjarðarbyggðar, stúlknaliðið var fámennt frá Djúpavogi en fengu góðan liðsauka af henni Áslaugu, sem ættuð er frá Starmýri. Neistastúlkur, Eydís, Ísabella, Viktoría, Diljá og Elísa áttu marga mjög góða kafla, sýndu frábær tilþrif í marki, vörn og nokkur glæsimörk voru skoruð. Þær geta gert mjög góða hluti þegar aðrar stúlkur mæta með þeim á völlinn eftir góðar æfingar. Þess má geta að Elísa spilaði flokk upp fyrir sig.

7. flokkur Neista samanstóð af Mark Antony í marki, Viktori, Aldísi og Natalíu auk Hilmis, Björgvins, Haralds og Sigurðar Atla sem allir spiluðu flokk upp fyrir sig. Er okkur sem á horfðum ljóst að sterkt fótboltalið Neista er í uppbyggingu. Kepptu þau í flokki B liða og unnu 7 leiki og gerðu eitt jafntefli. Miklar framfarir mátti sjá á krökkunum frá fyrsta leik fram að þeim síðasta.

Skemmtun, samvera og gott veður er það sem stendur uppúr eftir frábæra helgi með skemmtilegu fólki. Þegar kólnaði í veðri á sunnudeginum var gott að grípa til nýju Neistabúninganna.

Takk fyrir okkur.

Myndir má sjá með því að smella hér.

Stjórn Neista

04.07.2012

Öxi 2012

Öxi 2012, göngu- og hlaupahelgi fjölskyldunnar, fór fram um síðustu helgi. Óhætt er að segja að viðburðir helgarinnar hafi tekist vonum framar en hápunkturinn var þríþrautarkeppnin sem fram fór á laugardeginum.

Helgin hófst með kynnisferð um bæinn á föstudagskvöldinu sem Ferðafélag Djúpavogs stóð fyrir. Góð mæting, um 25 manns og skemmtileg ganga.

Þríþrautarkeppnin fór eins og áður sagði fram á laugardeginum. Alls tóku 9 manns þátt. Tvö þriggja manna lið, annars vegar Demantarnir með Guðjón Viðarsson, Brynjólf Einarsson og Kristján Ingimarsson innanborðs og hins vegar Fatboys, skipað þeim Andrési Skúlasyni, Ólafi Áka Ragnarssyni og Þóri Stefánssyni. Þá tóku þrír einstaklingar þátt; Hafliði Sævarsson, Arnar Páll Gíslason og Sigurbjörn Hjaltason.

Ræst var í fyrstu grein, sjósund (700 m), kl. 10:00 frá Staðareyri (neðan við Hvannabrekku). Að því loknu var hjólað upp Öxi að Merkjahrygg (13 km) þaðan sem hlaupið var niður í Fossárdal (19 km) og síðan hjólað út á Djúpavog (18 km).

Gaman var að sjá hversu margir áhorfendur voru, en þeir hafa sennilega verið í heildina hátt í 50.

Keppnin fór svo þannig að Hafliði Sævarsson kom langfyrstur í mark og vann þar með einstaklingskeppnina en heildartíminn hjá honum var 03:39:01. Næstur á eftir honum var Sigurbjörn Hjaltason á tímanum 04:43:44 og loks Arnar Páll Gíslason á tímanum 04:46:00.

Í liðakeppninni höfðu Demantarnir sigur á tímanum 04:24:04 en Fatboys kláruðu á tímanum 04:55:19.

Allt í allt frábær keppni og einstaklega vel lukkuð. Mótshaldarar vilja þakka öllum sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir sitt framlag og gerðu keppnina mögulega.

Seinni part laugardags var svo gúmmískóaganga um Útlandið. Í hana mættu um 30 manns í blíðskaparveðri.

Þá var svokallað tásutölt á söndunum að morgni sunnudags, sami fjöldi og í gúmmískóagöngunni og sama blíðskaparveðrið.

Myndir frá þríþrautinni má sjá með því að smella hér.

ÓB

02.07.2012

Öxi 2012 er um helgina

Öxi 2012, hlaupa- og gönguhelgi fjölskyldunnar er um helgina.

Það sem hæst ber er þríþrautarkeppni sem er laugardaginn 30. júní. Tvö lið hafa skráð sig til keppni auk þriggja einstaklega. Ræst verður í fyrstu grein, sem er sjósund, frá Staðareyri, norðan megin í Berufirði kl. 10:00.

Ýmislegt fleira er um að vera um helgina, gúmmískóaganga síðdegis á laugardeginum og tásutölt á sunnudeginum.

Allar nánari upplýsingar um helgina er að finna hér.

Okkur barst skemmtileg gjöf í gær í tilefni af þríþrautarkeppninni. Það er öxi úr hreindýrshorni, sem í er skorið slagorðið "Öxi fyrir alla". Haukur á Starmýri smíðaði Öxina og Jón Friðrik Sigurðsson skar í hana. Við þökkum þeim félögum kærlega fyrir þennan fallega grip.

ÓB

 

 

28.06.2012

Ósóttir Neistagallar

Þeim sem pöntuðu sér Neistagalla er bent á að nálgast þá hjá Hafdísi Reynisdóttur eftir kl. 15:00 í dag, fimmtudag og eftir kl. 16:00 á morgun, föstudag. Gallarnir eru afhentir gegn greiðslu.

UMF Neisti.

28.06.2012

Sumarhátíð ÚÍA

Helgina 6. – 8. júlí verður haldin Sumarhátíð ÚÍA á Egilsstöðum. Keppt verður í fjölmörgum greinum í sundi og frjálsum. Einnig verður keppt í fótbolta.

Við viljum biðja foreldra að hafa sem fyrst samband við þjálfara ef þeir sjá sér fært að fara á Sumarhátíð með börn sín og skrá þau í keppnisgreinar.

Neisti þarf einnig á sjálfboðaliðum í starf á Sumarhátíðinni og þiggjum við alla þá aðstoð sem býðst við mótið. Áhugasamir láti Rabba eða Ester vita.

 

Árið 2010 var keppt í þessum greinum í frjálsum íþróttum.

·          17 ára og eldri karlar, konur/: Langstökk, hástökk, kringlukast, kúluvarp, spjótkast, 100 m hlaup, 800 m hlaup, 4x100 m boðhlaup.

·          15-16 ára sveinar og meyjar: Langstökk, þrístökk,hástökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, 100 m hl, 400 m hlaup (ný grein), 800 m hlaup, 1500 m hlaup og 4x100 m boðhlaup.

·          13-14 ára piltar og telpur: Langstökk, þrístökk, hástökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, 100 m hlaup, 400 m hlaup, 800 m hlaup, 1500 m hlaup g 4x100 m boðhlaup.

·          11-12 ára strákar og stelpur: Langstökk, hástökk, kúluvarp, spjótkast, 60 hlaup, 4x 100 m boðhlaup, 600 m hlaup.

·          9-10 ára hnokkar og hnátur: Langstökk, 60 m hlaup, 600 m hlaup og boltakast.

·          8 ára og yngri pollar og pæjur: Langstökk, 60 m hlaup, 400 m hlaup og boltakast.

·          Auk þess verði boðið upp á þrautaboðhlaup í anda Kids Athletics fyrir alla keppendur 10 ára og yngri.

 

LDB

26.06.2012

Félagsgjöld 2012

Nú er sumarstarf Neista komið á fullt og verður það með svipuðu sniði og undanfarin ár, þ.e. leikjanámskeið fyrir yngstu börnin, frjálsar íþróttir, sund og knattspyrna hjá yngri flokkkum. 

Við viljum hvetja sem flesta íbúa að styrkja félagið því eins og allir vita er íþróttaiðkun ungs fólks, ein besta forvörn sem til er. 

Við þökkum stuðninginn síðustu árum og sendum greiðsluseðla fyrir árið 2012.  Þeim sem ekki hafa áhuga á að vera félagar, en vilja samt vera með, er velkomið að vera styrktaraðilar.

Þeir sem greiða teljast félagsmenn.

 Einnig er hægt að styrkja Neista með annarri upphæð en er á seðlinum og er þá lagt beint inn á bók félagsins.

1147-26-4040 kennitalan er 6704840849. Margt smátt gerir eitt stórt.

 

Heilbrigð sál í hraustum líkama!

Með fyrirfram þökk,

Umf. Neisti.

LDB

26.06.2012

Leikjanámskeið

 

Í sumar verður boðið uppá leikjanámskeið fyrir börn fædd 2005-2008. Þau verða tvisvar í sumar, 4 dagar í senn. Hvort námskeið kostar 2000-kr, 50 % afsláttur fyrir systkyni.
Námskeiðin verða frá kl:10:00-11:00 mánud-fimmtud. 
Leikskólabörn verða sótt og skilað í leikskólann.
Þau leikskólabörn sem taka þátt í námskeiðinu skila skráningablöðum í leikskólann en önnur mæta með skráningablöð upp á sparkvöll þar sem námskeiðið verður haldið.
 
1. Námskeið
2.-5. júlí 2. Námskeið
23.- 26.júlí  

 

Í sumar verður boðið uppá leikjanámskeið fyrir börn fædd 2005-2008. Þau verða tvisvar í sumar, 4 dagar í senn. Hvort námskeið kostar 2000-kr, 50 % afsláttur fyrir systkyni.

Námskeiðin verða frá kl:10:00-11:00 mánud-fimmtud. Leikskólabörn verða sótt og skilað í leikskólann.

Þau leikskólabörn sem taka þátt í námskeiðinu skila skráningablöðum í leikskólann en önnur mæta með skráningablöð upp á sparkvöll þar sem námskeiðið verður haldið.


1. Námskeið  2.-5. júlí.

 2. Námskeið  23.- 26.júlí.

 

 

26.06.2012

Bónusmót Hattar

Nú um helgina 23. og 24. júní verður haldið Bónusmót Hattar. Þetta mót er fótboltamót fyrir 6. , 7. og 8. flokk.

Neisti mun senda tvö lið á mótið, 6. flokk kvenna og 7. flokk, blandað lið.

Vonumst við til að sjá sem flesta í nýju göllunum sínum á því móti, góð upphitun fyrir ÚÍA mótið sem verður helgina 6., 7. og 8. júlí.

ÁFRAM NEISTI

LDB

21.06.2012

Nýir Neistabúningar komnir í hús

Langþráður dagur er upp runninn því nýju Neistagallarnir komu flestir í gærkveldi. Þeir eru mjög fallegir með ísaumuðu merki.

Hægt verður að nálgast gallana heima hjá Hafdísi Reynisdóttur frá og með núna til kl. 17 föstudaginn 22. júní. Aftur verður svo hægt að nálgast þá eftir helgi á sama stað. Við viljum biðja fólk að sækja þá sem fyrst og helst fyrir Sumarhátíð ÚÍA.

Gallarnir verða afhentir gegn peningagreiðslu eða kvittun úr heimabanka fyrir fullri greiddri upphæð.

Innleggsreikningur Neista er 1147-26-4040 og kennitalan er 670484-0849.

Verð á barnagöllum (þeim sem voru í grunnskóla – eða yngri – síðasta vetur) er 6000.

Verð á fullorðinsgöllum er 10.000 og 11.000.

Verið velkomin að sækja gallana ykkar.

Við viljum vekja athygli Neistamanna á því að fréttir Neista birtast ekki alltaf á aðalvef Djúpavogshrepps svo verið dugleg að smella á Neistaflipann.

LDB

21.06.2012

Hátíðardagskrá á 17. júní

Hátíðardagskrá á 17. júní hófst við grunnskólann með skrúðgöngu þar sem drottningarnar fóru fyrir sínum hverfum með miklum myndarbrag, en gengið var að íþróttavellinum. Þar flutti fjallkonan, Anný Mist Snjólfsdóttir, ávarp og síðan hófst skemmtidagskrá, þar sem m.a. var reiptog, fótbolti, eiginkvennaburður o.fl.

Að lokinni skemmtidagskrá voru úrslitin í hverfakeppninni kunngjörð en í þetta sinn var það appelsínugula hverfið sem hafði sigur og óskar heimasíðan þeim innilega til hamingju.

Við bendum á frétt um hverfakeppnina, sem birtist fyrr í dag.

Myndir frá hátíðardagskránni má sjá með því að smella hér.

ÓB
Myndir: AS/BTÁ

18.06.2012

Hverfaskreytingar á 17. júní

Eftir vel heppnaða hverfakeppni í tengslum við 17. júní í fyrra var ákveðið að halda henni áfram í ár og er þetta skemmtilega fyrirkomulag því vonandi komið til að vera.

Sú breyting varð frá fyrra ári að rauða og bláa hverfið var sameinað í bleika hverfið og voru því þrjú hverfi, bleikt, gult og appelsínugult. Ein og ein skreyting var farin að týnast upp á miðvikudegi fyrir 17. júní og nokkrar í viðbót sáustu á fimmtudegi. Það má svo segja að föstudaginn 15. júní hafi allt farið á fullt og íbúar sveitarfélagsins stóðu í skreytingum fram eftir föstudagskvöldi, allan laugardaginn og fram að hádegi 17. júní en þá ók dómnefndin um bæinn og tók út hverfin.

Eðlilega voru fleiri skreytingar uppi nú en í fyrra, en hverfin áttu að sjálfsögðu mikið af skreytingunum frá fyrra ári og því hægt að bæta við þær. Margar mjög skemmtilegar skreytingar litu dagsins ljós og var algerlega frábært að fylgjast með bæjarbúum hjálpast að við að gera hverfin sín sem litskrúðugust. Ljóst er að þeir eru ófáir listamennirnir sem leynast á meðal okkar og fengu þeir svo sannarlega að fá útrás fyrir sköpunargáfunni í tengslum við skreytingarnar.

Það var svo appelsínugula hverfið sem bar sigur úr býtum enda var það prýtt afskaplega fjölbreyttum, skemmtilegum og umfram allt stílhreinum skreytingum og íbúar hverfisins eiga hrós skilið fyrir.

Úrval frá hverfaskreytingunum má sjá með því að smella hér.

Myndir frá hátíðardagskrá á íþróttavellinum eru væntanlegar.

ÓB

18.06.2012

Dagskrá 17. júní 2012

Föstudagur 15. júní

Hverfis-PubQuiz í Löngubúðinni. Hefst kl. 21:00 (ath. 18. ára aldurstakmark).

Sunnudagur 17. júní

13:00   Andlitsmálning og fánasala við grunnskólann

14:30   Dagskrá hefst á íþróttavellinum með ávarpi fjallkonu.
   
Hverfakeppnin þar sem keppt verður í ýmsum þrautum þar sem reynir heldur betur á útsjónarsemi, snerpu, úthald og keppnisskap keppenda.
 
 Gefin verða stig fyrir eftirfarandi:
 - Sigur í Pubquizi Löngubúðar að kvöldi 15. júní.
 - Hverfið sem best er skreytt sínum lit.
 - Besta mæting á hátíðarsvæði (íklædd viðeigandi litum að sjálfsögðu)
 - Reiptog
 - Þrautabraut
 - Fótbolti
 - Hæsti meðalaldur keppenda í fótbolta
 - Eiginkvennaburður
 
Í lok dags verða úrslit hverfakeppninnar tilkynnt og afhentur farandbikar.

Ekki er gerð athugasemd ef sveitabæir fara í önnur lið.

Ekki verður sala á veitingum á íþróttavellinum.  Fólk er hvatt  til að koma með sitt eigið nesti að þessu sinni.

Íbúar eru hvattir til þess að flagga íslenska fánanum á þjóðhátíðardegi okkar.

Hjálpumst að við að gera 17. júní að fjölskylduskemmtun fyrir unga jafnt sem aldna !

17. júní nefndin

15.06.2012

Hverfa-Pub Quiz í Löngubúð

Nú er komið að því.

Hverfin takast á í Pub Quiz í Löngubúð föstudaginn 15. júní kl. 21:00.

Komið og hvetjið ykkar lið.

Stjórn Neista.

13.06.2012

Sjálfboðaliðar óskast fyrir 17. júní nefnd og vinnudag Neista

17. júní

Neisti óskar eftir sjálfboðaliðum í 17. júní nefnd 2012. Áhugasamir láti Ester vita í síma 899-7600 fyrir 8. júní nk.


Vinnudagur Neista


Neisti óskar einnig eftir sjálfboðaliðum á vinnudegi Neista sem verður miðvikudaginn 6. júní. Mæting er við Neistavöllinn kl. 17:00. Boðið verður upp á bláan ópal.

UMF. Neisti

01.06.2012

Mótaröð UÍA og HEF í frjálsum íþróttum hefst 30. maí.

Fjögur mót eru í mótaröðinni en á þeim reynda keppendur með sér í all flestum greinum frjálsra íþrótta og safna stigum í gegnum alla mótaröðina. Sex stig eru veitt fyrir 1. sæti, 5 stig fyrir annað sæti og þannig koll af kolli. Þeir hlutskörpustu í hverjum flokki voru verðlaunaðir í lok sumars. Öll mótin fara fram á Vilhjálmsvelli og hefjast öll kl 17:00. Keppt er í flokkum stúlkna og pilta 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri.

Mót í mótaröðinni verða:
30. maí. Kúluvarp, 200 m hlaup, þrístökk.
26. júní. 80/100/110 m grindahlaup, hástökk, spjótkast og 1500 m hlaup.
25. júlí. Langstökk, 80/100 m hlaup, kringlukast og 800 m hlaup.
22. ágúst. Sleggjukast, langstökk, 400 m hlaup og frjálsíþróttaflipp!

Þátttökugjöld á hvert mót er 500 kr óháð greinafjölda. Skráningar berist á uia@uia.is

Neisti vill hvetja unglinga til að taka þátt í þessum mótum því líkur eru á góðum æfingum í frjálsum í sumar.

Nánar auglýst innan skamms.

Stjórn Neista.

30.05.2012

Úrslit í spurningakeppni Neista

Úrslit í spurningakeppni Neista fóru fram miðvikudaginn 16. maí.

Til úrslita kepptu Vísir hf., Djúpavogshreppur, Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðum og Hótel Framtíð.

Vísir og Djúpavogshreppur höfðu tryggt sér þátttökurétt eftir sigur á sitthvoru undankeppniskvöldinu, Hótel Framtíð tók þátt sem stigahæsta tapliðið og Ferðaþjónustan á Eyjólfsstöðum átti sjálfkrafa þátttökurétt sem sigurvegari síðasta árs.

Í fyrstu umferð mættust lið Vísis hf. og Ferðaþjónustunnar á Eyjólfsstöðum þar sem Vísir hafði nauman sigur eftir harða keppni. Í annarri umferð mættust Djúpavogshreppur og Hótel Framtíð. Djúpavogshreppur fór með sigur af hólmi úr þeirri umferð.

Í fyrstu tveimur umferðunum var brugðið á leik þar sem einn keppandi úr hvoru liði, hverju sinni, átti að klæða sig í froskalappir og reyna að vippa af þeim svokallaðri tortillaköku upp á hausinn á sér en á hann var búið að festa plastlok. Keppendur sýndu ótrúleg tilþrif í þessari keppni en sú eina sem náði að klára verkefnið var Snjófríður Kristín Magnúsdóttir úr liði Vísis hf.

Í úrslitum mættust því Vísir og Djúpavogshreppur. Að loknum hraðaspurningum var staðan 16-14, Djúpavogshreppi í vil en áður en að síðustu spurningu kvöldsins kom hafði Vísir hf. jafnað. Ótrúleg þekking Skúla Benediktssonar á Bastilludeginum í Frakklandi tryggði Djúpavogshreppi 2 stig og þar með sigur í keppninni 27-25.

Skemmtilegri keppni lokið og óskum við Djúpavogshreppi til hamingju með sigurinn.

Smellið hér til að sjá myndir frá kvöldinu.

Stjórn UMF Neista

18.05.2012

Úrslit í spurningakeppni Neista í kvöld

Í kvöld kl. 20:00 á Hótel Framtíð verður hörkuspennandi lokaspurningakeppni Neista. Á svið munu stíga sigurvegarar undan-keppninnar, stigahæsta tapliðið og sigur-vegarar síðasta árs.

Þessi lið munu sjá okkur fyrir skemmtun kvöldsins ásamt hinum geðþekka sveitastjóra sem er spyrill kvöldsins.

Aðgangseyrir 500 kr. sem rennur óskiptur til Ungmennafélagsins.

Fjölmennum kæru Djúpavogsbúar og hvetjum áfram okkar lið og styrkjum starf félagsins.

Stjórn Neista.

16.05.2012