Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Neistadagurinn 2011

Neistadagurinn 2011 fór fram úti á söndum fimmtudaginn 15. september sl.

Þar var ýmislegt brallað, m.a. byggðir sandkastalar og Neisti bauð upp á pylsur og svala.

Meðfylgjandi myndir tóku Sóley Birgisdóttir og Andrés Skúlason.

ÓB

19.09.2011

Neistadagurinn 2011

Neistadagurinn verður haldinn með nýju sniði þetta árið. Núna ætlum við að hittast á söndunum, við enda flugbrautarinnar í dag fimmtudaginn 15. september kl.17:00-19:00.

Fjölskyldur eru hvattar til að koma klæddar eftir veðri, með skóflur og fötur með sér og til í hvað sem er!!

Planið er að leika okkur öll saman við að gera sandkastala, spila strandblak, keppa í strand-KUBB, fara í brennó, fara í stórfiskaleik, o.m.fl.

Að lokum verða svo grillaðar pylsur og svali í boði Neista.
Allir velkomnir.
 
Sjáumst vonandi sem flest,
Stjórn Umf. Neista

15.09.2011

Ungbarnasund á Djúpavogi

Fyrirhugað er að halda ungbarna- og barnasundnámskeið á Djúpavogi helgarnar 23.-25. september 2011, og 21.-23. október 2011.

Síðasti skráningardagur er föstud. 16. september 2011.

Ungbarnasund gengur ekki aðeins út á það að setja barnið í kaf heldur er það stór öryggisþáttur t.d ef barn dettur í vatn  þá veit það að loftið er upp og bakki til baka.
Barnasund er gott til að venja börnin við að umgangast vatnið af öryggi.

NJÓTTU VATNSINS ÁN ÓTTA MEÐ ÖRYGGIÐ Í FYRIRRÚMI

Kennt er laugardaga og sunnudaga.  
Ungabörn 2-12 mánaða.  
Barnasund 1-3 ára, og 4-6 ára, athugið foreldrar eru með ofan í laug í öllum hópum.

Námskeiðið er 8. skipti og kostar 15.000.
Sistkynaafsláttur 20%
Upplýsingar og skráning hjá
Sóleyju Einars. Íþrótta og ungbarnasundkennara  í síma 898-1496
www.sundskoli.is

Og ef þið hafið áhuga á gistingu á Djúpavogi þá hafið samband við Heiðu í síma 861-8470.

15.09.2011

Splitt og spíkat!

Vaskur hópur kvenna ætlar að hittast tvisvar í viku í vetur og svitna saman í íþróttahúsinu.  

Allir velkomnir að bætast í hópinn, byrjendur sérstaklega velkomnir !

Tímarnir eru á mánudögum kl. 18:00 og fimmtudögum kl.17:00.

Sjáumst vonandi !

12.09.2011