Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Neisti/Hrafnkell - Þristur á Neistavelli - Breytt tímasetning

Sameinað lið Neista/Hrafnkels Freysgoða mætir hinu fornfræga félagi, Þristinum á Neistavelli mánudaginn 27. júní kl. 20:00.

Mætum og styðjum okkar menn.

ÓB

27.06.2011

Leikjanámskeið Neista 20.-23.júní

 

Leikjanámskeið vikuna 20. Júní – 23. Júní.
Þessa viku var að klárast fyrsta af tveimur leikjanámskeiðum fyrir börn fædd 2004-2007. Næsta námskeið verður 11.-15. júlí frá kl: 09:30-10:30.  Og eru námskeiðin frá mánudags - fimmtudags.
Börnin eru sótt og þeim skilað í leikskólann.
Á þessum fjórum dögum  fengum við að nota íþróttahúsið í einn tíma til að vera með hreyfingu með tónlist. Markmið námskeiða er að efla hreyfiþroska, þjálfa samæfingu og kenna börnum að fylgja fyrirmælum, sýna tillitsemi og efla samvinnu. Farið er í stöðvarþjálfun, boltaleikji, hreyfing með tónlist, þrautarbrautir og fl. Hér eru nokkrar myndir frá námskeiði.
ESS

Þessa viku var að klárast annað af tveimur leikjanámskeiðum fyrir börn fædd 2004-2007. Næsta námskeið verður 11.-15. júlí frá kl: 09:30-10:30  og eru námskeiðin frá mánudegi - fimmtudags. Börnin eru sótt og þeim skilað í leikskólann.

Á þessum fjórum dögum  fengum við að nota íþróttahúsið í einn tíma til að vera með hreyfingu með tónlist. Markmið námskeiðanna er að efla hreyfiþroska, þjálfa samæfingu og kenna börnum að fylgja fyrirmælum, sýna tillitsemi og efla samvinnu. Farið er í stöðvarþjálfun, boltaleiki, hreyfingu með tónlist, þrautarbrautir og fl. Hér eru nokkrar myndir frá fyrsta námskeiðinu
ESS

 

 

 

24.06.2011

17. júní 2011 á Djúpavogi

Óhætt er að segja að gamla góða 17. júní stemmningin hafi verið endurvakin þegar sá ágæti dagur var haldinn hátíðlegur hér á Djúpavogi í ár. Farið var þá leið að efna til hverfakeppni, eins og þekkist víða á landinu, og var Djúpavogshreppi skipt í 4 hverfi. Það er skemmst frá því að segja að þessi tilhögun tókst einstaklega vel og var þátttaka hreppsbúa algerlega til fyrirmyndar. Strax í vikunni fyrir 17. júní var byrjuð að myndast stemmning og hverfin farin að leggja drög að skreytingum, en formlegur skreytingardagur var 16. júní.

Hverfunum var þannig skipt að í rauða hverfinu voru Hammersminni, Eyjaland, Varða, Vogaland, Mörk og dreifbýli í Hamarsfirði og Áltafirði. Bláa hverfið var skipað Markarlandi, Kambi, Brekku, Víkurlandi og dreifbýli í Berufirði. Appelsínugula hverfið skipuðu Búland, Steinar, Hraun og Hamrar. Gula hverfið var síðan skipað Borgargarði, Borgarlandi og Hlíð.

Það var mikið fjör í bænum seinni part 16. júní og fyrri part þess 17. þegar hverfin kepptust um að hrúga upp skreytingum, en á hádegi 17. júní fór dómnefnd um bæinn og valdi það hverfi sem henni þótti best skreytt.

Skrúðganga var farin kl. 14:00 frá Grunnskólanum. Það eru sennilega nokkuð mörg ár síðan að skrúðganga á Djúpavogi hefur verið svo fjölmenn, því um 150 manns þrömmuðu sem leið lá á íþróttavöllinn þar sem hátíðardagskrá skyldi fara fram. Sem varð sannarlega raunin.

Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg. Margrét Vilborg Steinsdóttir, fjallkona, flutti ávarp og fulltrúar hverfanna tóku þátt í hinum ýmsu þrautum, allt frá kappáti til fótboltasparks.

Að lokinni dagskrá var komið að því að telja saman stigin til að sjá hvaða hverfi myndi hljóta farandbikarinn þetta árið. Gefin voru stig fyrir bestu skreytingu, fyrir sigur í Pub-Quiz að kvöldi 16. júní, bestu mætingu á keppnissvæði og fyrir þær þrautir sem keppt var í á íþróttavellinum.

Það varð úr að Gula liðið stóð uppi sem sigurvegari en það fékk bæði stig fyrir bestu skreytingu og bestu mætingu. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út meðal þeirra gulklæddu, enda keppnin búin að vera einstaklega hörð og tvísýn. Stefán Kjartansson og Egill Egilsson, kóngar Gula hverfisins lyftu því, fyrstir konunga, farandbikarnum sem smíðaður var af Vilmundi í Hvarfi.

Ljóst er að þessi hverfakeppni er komin til að vera og íbúar sumir hverjir strax farnir að huga að skreytingum fyrir næsta ár.

17. júní nefndin vill koma á framfæri þökkum til Vilmundar í Hvarfi fyrir farandbikarinn og svo fær Við Voginn þakkir fyrir kjötsúpuna dásamlegu.

Myndir má sjá með því að smella hér.

Texti: ÓB
Myndir: ÓB/AS/PFS/UMJ

22.06.2011

Leikur á Neistavellinum

Í dag, sunnudaginn 19.júní kl. 18:00 fer fram leikur Spyrnis og KAH á Nestavellinum

Hrafnkell/Neisti spilar einnig á móti UMFB á Borgarfirði í dag og hefst sá leikur kl. 18:00

Allir á völlinn

BR

19.06.2011

Hrafnkell Freysgoði / Neisti í Launaflsbikarnum 2011

Hrafnkell Freysgoði  / Neisti verða með sameiginlegt lið í Launaflsbirkanum í sumar. 

Átta lið eru skráð til leiks og leika í tveimur riðlum tvöfalda umferð. Riðlakeppnin stendur fram að verslunarmannahelgi en eftir hana fer úrslitakeppnin í gang. Reglum keppninnar hefur verið breytt á þann veg að leikmenn sem leikið hafa í byrjunarliðum í Íslandsmóti karla í annarri deild eða ofar teljast ógjaldgengir.

Gera má ráð fyrir því að minnsta kosti einn leikur verði spilaður hér á Neistavellinum en ekki liggur fyrir hvaða dagsetning verður fyrir valinu en það verður auglýst hér á heimasíðunni. 

Fyrsti leikur liðsins er á sunnudaginn á Neskaupsstað þar sem liðið mætir BN og hefst leikurinn kl. 18:00

Leikjaplan sumarsins má sjá á heimasíðu UÍA www.uia.is

Áfram Hrafnkell Freysgoði/Neisti

BR

10.06.2011

Tilkynning frá ÍÞMD

Íþróttamiðstöð Djúpavogs verður lokuð eftirtalda hátíðisdaga í júní .

Uppstigningardagur - fimmtudagur  2. júní.
Sjómannadagurinn - sunnudagur  5. júní.
Hvítasunnudagur - sunnudagur 12. júní.
Annar í Hvítasunnu - mánudagur 13. júní.
17. júní - föstudagur.

AS