Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðum sigurvegari í spurningakeppni Neista

Úrslit í spurningakeppni Neista þetta árið réðust síðastliðinn laugardag á Hótel Framtíð. Að þessu sinni voru úrslitaviðureignirnar með örlítið breyttu sniði frá undankeppnunum og þurftu keppendur m.a. að hlaup og hringja bjöllu í bjölluspurningunum, þekkja tónlist sem spiluð var afturábak, viðra leiklistarhæfileikana og flokka rusl !

Fyrst riðu á vaðið Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðum og Kvenfélagið Vaka. Vöku-konur héldu vel í við Ferðaþjónustuna þar til kom að leiknum atriðum en þá var staðan 19-15 fyrir Ferðaþjónustuna. Segja má að ferðaþjónustumenn hafi unnið sigur í þessari viðureign með góðum töktum í leiklist og næmu eyra fyrir afturábak-leikinni tónlist og varð lokaniðurstaðan 31-22.

Þá stigu næst á stokk Við Voginn og H.B. Grandi. Eftir 20 hraðaspurningar var staðan miður góð fyrir lið Við Voginn því þeir voru undir 10-16 og bjölluspurningar framundan. Egill Egilsson fyrirliði Við Voginn reimaði þá á sig hlaupaskóna og bretti upp ermar, nú skildi sko taka nokkur stig í bjölluspurningunum ! Egill sýndi ansi góð tilþrif og skutlaði sér á bjölluna hvað eftir annað, en réttu svörin létu aðeins á sér standa. Staðan að loknum bjölluspurningum var 15-19 fyrir Granda. Við voginn hélt áfram að saxa á lið Granda í leiknu atriðunum og tónlistinni en því miður dugði það ekki til og lokastaðan var 25-28 fyrir Granda-mönnum.

Úslitakeppnin var æsispennandi og hnífjöfn frá byrjun. Að loknum hraða-og bjölluspurningum var staðan 17-16 fyrir H.B.Granda. Þá voru Granda-menn sendir út úr salnum á meðan Eyjólfsstaðir flokkuðu rusl í kappi við klukkuna. Búið var að útbúa þennan fína flokkunar-vegg með hólfum fyrir hvern flokk og þurftu menn að flokka heimilisrusl úr einum kaupfélagspoka og enda á að flokka pokann. Þetta vafðist nú ekki mikið fyrir Ferðaþjónustu-mönnum sem flokkuðu á fínum tíma og gerðu einungis 2 vitleysur. Þá var komið að H.B.Granda, þeir voru ekki eins vissir á því hvernig átti að flokka og þurftu stundum aðeins að hugsa sig um og ræða málin. Granda-menn tóku heldur lengri tíma í þetta og gerðu 5 vitleysur. Þá var staðan orðin 17-18 fyrir Ferðaþjónustunni. Að loknum tónlistargetraunum og lokaspurningu var staðan jöfn 23-23 og ljóst að draga þurfti fram aukaspurningarnar. Þegar búið var að spyrja 4 aukaspurninga var staðan enn jöfn 25-25 og sýnt að bráðabani var nauðsynlegur til að finna sigurvegara. Í bráðabananum var Ferðaþjónustan á Eyjólfsstöum fljótari á takkanum, náði svarréttinn, svaraði rétt og vann sigur á liði H.B.Granda.
Liðin voru svo leyst út með páskaeggjum og að sjálfsögðu fékk Ferðaþjónustan á Eyjólfsstöðum bikarinn eftirsótta til varðveislu þar til næsta keppni verður háð að ári.

Umf. Neisti vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirrra sem tók þátt, með einum eða öðrum hættti,  í að gera þessa keppni. Þetta er ein af stærstu fjáröflunum Neisti ár hvert og þökkum við keppnisliðum og áhorfendum kærleg fyrir stuðninginn.

Því miður var enginn ljósmyndari á vegum Neista á staðnum, en kunni einhverjir úr salnum að hafa tekið myndir og eru tilbúnir að birta þær á heimasíðunni, mega þeir hafa samband á netfangið djupivogur@djupivogur.is

SDB

28.03.2011

Spurningakeppni Neista 2011 - 3. kvöld

Þriðji og síðasti riðill í spuningakeppni Neista fór fram síðastliðið sunnudagskvöld. Þar áttust við Djúpavogshreppur og Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðuml annars vegar og Kirkjukórinn og Vísir hf hins vegar.
 
Viðureign Djúpavogshrepps og Ferðaþjónustunnar var nokkuð hörð og ljóst að bæði liðin voru staðráðin í að vinna. Fyrir lokahrinuna var staðan 19-16 fyrir Ferðaþjónustunni og enn 7 stig í pottinum. Á lokasprettinum voru Ferðaþjónustumenn eldsnöggir á ljósunum og náðu að svara síðustu spurningunum og unnu 23-16.

Þá mættust Kirkjukórinn og Vísir hf. Í byrjun virtist Vísir hf. ætlað að fara nokkuð létt með Kórinn, því eftir hraðaspurningar var staðan 13-7 fyrir Vísi.  Þá setti lið Kórsins í fluggírinn og fyrir lokahrinuna var staðan 14-15 fyrir Vísi. Þegar Gauti hafði spurt lokaspurningarinnar var ljóst að það þurfti framlengingu til fá fram sigurvegara því staðan var 17-17. Í framlengingunni hafði Kórinn betur og vann Vísi með 19 stigum gegn 18.
 
Í úrslitaviðureigninni mættust því Kórinn og Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðum. Nokkuð ljóst var frá upphafi þeirrar viðureignar að ferðaþjónustumenn voru ákveðnir að vinna, þeir höfðu nokkuð örugga yfirhönd allan tímann og lönduðu öruggum sigur 23-15.

Að þessum síðasta riðli afloknum er ljóst hvaða lið taka þátt í lokakeppni spurningakeppninnar, en það eru lið; Við Voginn, H.B. Granda, Ferðaþjónustunnar á Eyjólfsstöðum og Kvenfélagsins Vöku, sem kemur inn sem stigahæsta tapliðið.
 
Sigurvegarar 3. riðils, Ferðaþjónustan, fékk svo að draga sér mótherja til að kljást við á lokakvöldinu og drógu þeir Kvenfélagið. Það er því ljóst að laugardaginn 26. mars kl. 20:00 á Hótel Framtíð munu eigast við:

Ferðaþjónustan á Eyjólfsstöðum - Kvenfélagið Vaka   
HB-Grandi - Við Voginn

Búist er við líflegri keppni og eins og venja er verður lokakeppnin örlítið frábrugðin undanförnum keppnum og óhætta að segja að keppendur fái að reyna á ýmsa hæfileika...

Hótel Framtíð verður með ýmislegt gott á boðstólnum og að venju kostar 500 kr. inn, frítt fyrir ófermda.

Myndir frá þriðja kvöldinu má sjá með því að smella hér.

Texti: SDB
Myndir: ÓB

24.03.2011

Stigamót ÚÍA í frjálsum íþróttum á Djúpavogi

 

Stigamót UÍA fer fram í íþróttahúsinu á Djúpavogi sunnudaginn 27. mars og hefst kl 11. Keppt verður í kúluvarpi, langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu og hástökki í flokkum 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17 ára og eldri.
Allir þátttakendur fá lítið páskaegg í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna.
Mótið er það síðara í stigamótatvennu vetrarins og fá stigahæstu einstaklingar í hverjum flokki stórt páskaegg í verðlaun.
Að móti loknu verður sundlaugapartý í sundlauginni á Djúpavogi.
Skráningargjald 500 kr á keppenda, óháð greinafjölda.
Skráningar berist í uia@uia.is, eða í síma 4711353 í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 24. mars.
 

 

 

Stigamót UÍA fer fram í íþróttahúsinu á Djúpavogi sunnudaginn 27. mars og hefst kl 11.

Keppt verður í kúluvarpi, langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu og hástökki í flokkum 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17 ára og eldri.

Allir þátttakendur fá lítið páskaegg í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna.

Mótið er það síðara í stigamótatvennu vetrarins og fá stigahæstu einstaklingar í hverjum flokki stórt páskaegg í verðlaun.Að móti loknu verður sundlaugapartý í sundlauginni á Djúpavogi.

Skráningargjald 500 kr á keppenda, óháð greinafjölda.Skráningar berist í uia@uia.is, eða í síma 4711353 í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 24. mars.

 ÚÍA

BR

23.03.2011

Spurningakeppni Neista 2011 - 2. kvöld

Í gærkvöldi fór fram annar riðill í spurningakeppni Neista. Langabúð var þétt setin og góð stemmning í salnum.

Fyrst öttu kappi kennarar Grunnskólans gegn nemendum sínum. Eftir hraðaspurningar voru nemendur tveimur stigum yfir og ljóst að börnin fá góða kennslu í skólanum okkar. Kennurum tókst þó með herkjum að hafa betur gegn nemendum sínum með góðum lokaspretti og sigruðu 20-19.

Þá mættust Samkaup og H.B.Grandi og má segja að úrslitin þar hafi endurspeglast i skyráti liðanna, Billi át eins og vindurinn en Heiða var öllu settlegri í þessu og tók sér sinn tíma. Úrslitin í þessari viðureign urðu 21-8 fyrir H.B.Granda.

Í úrslitarimmunni þetta kvöldið mættust því kennarar og H.B. Grandi. Ljóst var frá upphafi að Granda-menn voru ákveðnari og hungraðri í sigurinn. Því það fór svo að H.B. Grandi vann kennara nokkuð örugglega 29-17.

Það er þá orðið ljóst að H.B. Grandi og Við Voginn eru komin með öruggt sæti á úrslitakvöldi keppninnar.

Síðasta riðlakeppnin fer svo fram sunnudaginn 20. mars, þar sem mætast Djúpavogshreppur og Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðum annarsvegar og Kirkjukórinn og Vísir hf hinsvegar. Að venju byrjum við kl. 20:00 í Löngubúð, 500 kr. inn og frítt fyrir ófermda. 

Myndir má sjá hér.

Texti: SDB
Myndir: ÓB

16.03.2011

Spurningakeppni Neista 2011 - 1. kvöld

Húsfyllir var í Löngubúð í gærkvöldi þegar 1. kvöld í spurningakeppni Neista fór fram.

Kvöldið byrjaði með keppni Kvenfélagsins Vöku og Hótels Framtíðar, þar sigruðu kvenfélagskonur með góðum endaspretti 18-15. Þá tók við keppni Við Voginn og Eyfreyjunes, þar sem sjóararnir urðu að játa sig sigraða 24-16.

Það var því ljóst að Kvenfélagið Vaka og Við Voginn myndu berjast til sigurs þetta fyrsta kvöld. Óhætt er að segja úrslitaviðureignin hafi verið æsispennandi, því í loka spurningunni náðu Vöku-konur að vinna upp 2 stiga forskot Við Voginn. Þá voru aukaspurningar dregnar upp til að ná fram úrslitum en ekki dugði það til því staðan var enn jöfn eftir 4 aukaspurningar og ljóst að stefndi í bráðabana. Í bráðabananum höfðu Egill, Steinunn og Kristján hjá Við voginn betur og unnu 19-18.

Því miður var myndatökumaður heimasíðunnar fjarri góðu gamni og því engar myndir til frá keppni gærkvöldsins.

Næstu viðureignir verða annað kvöld (þriðjudaginn 15. mars) en þá eigast við; Nemendur grunnskólans og Kennarar grunnskólans annarsvegar og Samkaup og H.B. Grandi hinsvegar. Ljóst er að þetta verða skemmtilegar viðureignir og að venju verðum við í Löngubúð kl. 20:00 og 500 kr. inn, frítt fyrir ófermda.

14.03.2011

Spurningakeppnin fer að hefjast

Spurningakeppni Neista

Spurningakeppni Ungmennafélagsins er nú að hefjast og má búast við skemmtilegri og spennandi keppni eins og undanfarin ár. Á aðalfundi Neista var dregið um hvaða lið mætast  og var drátturinn svohljóðandi:

1. kvöld -sunnudaginn 13. mars:    Kvenfélagið Vaka – Hótel Framtíð                    Við Voginn - Eyfreyjunes

2. kvöld - þriðjudaginn 15. mars:   Gr.sk. Nemendur – Gr.sk. Kennarar                      Samkaup – H.B. Grandi

3. kvöld - sunnudaginn 20. mars:     Djúpavogshr. – Ferðaþj. Eyjólfsstöðum            Kirkjukór – Vísir hf.                             

Viðureignirnar eru í Löngubúð kl. 20:00.  500 krónur inn. Frítt fyrir ófermda. Stefnt er að því að úrslitin ráðist svo laugardagskvöldið 26. Mars á Hótel Framtíð en það verður nánar auglýst þegar nær dregur.

Stjórn Neista

10.03.2011

Litla skólamótið í fótbolta

Fyrirhugað var að halda litla skólamótið í fótbolta þann 9. apríl nk. en flýta varð því um viku og verður það því 2. apríl. 

Takið daginn frá og sjáið litlu skólanna hér á Austurlandi keppa í fótbolta, skólarnir eru Grunnskóli Djúpavogs, Grunnskóli Breiðdalshrepps, Grunnskólinn á Stöðvarfirði og Grunnskólinn á Hallormsstað.

ÞS

04.03.2011

Stjórnarseta í UIA

Nýtt fólk óskast í stjórn UÍA
Sambandsþing UÍA á er haldið næstkomandi laugardaginn á Eskifirði. Nokkrir úr núverandi stjórn og varastjórn UÍA láta þá af störfum. Ef að þú hefur tök og áhuga á að gefa kost á þér í þeirra stað má hafa sambandi á uia@uia.is eða við Hildi Bergsdóttur framkvæmdastjóra UÍA í síma 471-1353


04.03.2011

Aðalfundur Neista

Á aðalfundi Neista í gær var kosið í nýja stjórn Neista en tveir úr stjórninni hættu og þurfti því að kjósa nýja aðalmenn í stað þeirra.  Núverandi stjórn Neista er Sóley Dögg, Hlíf, Klara og Kristborg Ásta.  Þess má geta að það vantar einn stjórnarmann í viðbót sem einnig yrði fulltrúi í sundráði. 

 

Þá var kosið í Yngri flokka ráð og í sundráð en í yngri flokka ráði eru: Klara, Guðný Gréta og Snjólfur. 

Í sundráð vantar tvo fulltrúa en Svala er ein úr fyrra ráði sem mun starfa áfram. 

 

Við hvetjum alla þá sem eiga börn og vilja halda uppi öflugu íþróttastarfi í sveitarfélaginu um að hafa samband við einhverja ofangreinda aðila og bjóða sig fram í sundráð og/eða stjórn Neista.  Einnig er hægt er að senda tölvupóst á neisti@djupivogur.is og bjóða fram krafta sína.

Stjórn Neista/ÞS 

 

01.03.2011