Neisti
Aðalfundur Neista í kvöld
Aðalfundur Umf. Neista
Stjórn umf. Neista boðar til aðalfundar í félaginu. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 28. febrúar kl.18 í Löngubúð.
Dagskrá:
1. Venjulega aðalfundarstörf
2. Önnur mál.
Allir félagar eru hvattir til að mæta og nýjir félagar eru velkomnir. Nýtt fólk vantar til starfa fyrir Neista, bæði í aðalstjórn og ráðin. Þeir sem vilja gefa kost á sér til starfa en komast ekki á fundinn geta látið vita af sér hjá Sóleyju í síma 849-3441 eða neisti@djupivogur.is
Á fundinum verður einnig dregið um hvaða lið keppa í spurningakeppni Neista og hvenær.
Stjórn umf. Neista
Spurningakeppni Neista
Spurningakeppni Neista
Þá er komið að hinni árlegu spurningakeppni Neista og því auglýsum við eftir áhugasömum keppnisliðum. Keppnin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, þriggja manna lið etja kappi í æsispennandi spurningakeppni.
Að þessu sinni mun Gauti Jóhannesson stýra keppni og spyrja spurninga.
Þátttökugjald er kr.7000 og eru áhugasöm lið vinsamlegast beðin að skrá sig í síðasta lagi sunnudaginn 27. Febrúar hjá Sóleyju 849-3441 eða á neisti@djupivogur.is
Stjórn umf. Neista
UÍA fatnaður
UÍA maður á stormandi ferð...
er þíns landshluta merki þú berð.
Vertu í rétta dressinu á Unglingalandsmóti á Egilsstöðum 2011...og öllum hinum mótunum líka!
UÍA peysur með hettu kr 5.500.-
UÍA peysur án hettu kr 5.000.-
Íþróttabuxur kr 3.000.-
UÍA stuttermabolir kr 1.500.-
UÍA frjálsíþróttakeppnisbúningar
Hlýrabolur og hjólabuxur 9.500.-
Toppur og hjólabuxur 8.500.-
Hægt að panta í öllum stærðum.
Nánari upplýsingar á skrifstofu UÍA s:4711353 eða uia@uia.is
ÞS
Meistaramót UIA 10 ára og yngri
Þann 5. febrúar sl. fór nokkuð af yngri keppendum Neista á Meistaramót UIA í frjálsum íþróttum sem haldið var á Fáskrúðsfirði. Þetta voru allt keppendur sem voru 10 ára og yngri. Hér má sjá mynd af þessum keppendum sem allir stóðu sig mjög vel að sjálfsögðu enda sannir Neistamenn hér á ferðinni.
ÞS
Frjálsar íþróttir - æfingar
Frjálsar Íþróttir
Frjálsíþróttaæfingar fyrir 11 ára og eldri hefjast í íþróttahúsinu á morgun föstudaginn 11.febrúar kl. 16. Bryndís Reynisdóttir mun sjá um þjálfun. Æft verður alla föstudaga fram að greinamóti sem haldið verður hér þann 2. apríl en þar verður keppt í langstökki án atrennu, þrístökki, kúluvarpi og hástökki. Þessar æfingar verða í boði Neista og opnar öllum 11 ára og eldri sem áhuga hafa á frjálsum.
Sjáumst vonandi sem flest á morgun kl.16 Stjórn Neista
Uppskeruhátíð Neista 2011
Uppskeruhátíð Neista fór fram í Íþróttahúsinu í gær, 9. febrúar. Byrjað var á því að fara í ýmsa skemmtilega leiki með Neistakrökkum og voru bæði börn og foreldrar dugleg að taka þátt. Eftir mikið fjör og skemmtilegheit þá var komið að verðlaunaafhendingu.
Kosið var sundneistinn 2010, mestu framfarir í sundi 2010, fótboltaneistinn 2010 og mestu framfarir í fótbolta 2010. Voru það þjálfarar sundsins og fótboltans sem sáu um þessar viðurkenningar.
Sundneistinn 2010 er Kamilla Marín Björgvinsdóttir en hún hefur unnið allar sínar greinar á þeim mótum sem Neisti hefur sent keppendur á.
Mestur framfarir í sundi 2010 er Anný Mist Snjólfsdóttir en hún hefur bætt....
Fótboltaneistinn 2010 er Bergsveinn Ás Hafliðason .
Mestu framfarir í fótbolta 2010 er Ragnar Sigurður Kristjánsson en hann hefur staðið sig mjög vel í vörninni en líka fær hann þessi verðlaun vegna góðrar hegðunar á æfingum
Einnig var kosinn íþróttamaður Neista árið 2010.
Uppskeruhátíð Neista
Uppskeruhátíð Umf. Neista
Uppskeruhátið Neista verður haldin miðvikudaginn 9. Febrúar í íþróttamiðstöð Djúpavogs. Hátíðin hefst kl.17 og mun standa fram til kl.19. Allir iðkendur Neista eru hvattir til að mæta og taka vini og vandamenn með sér. Farið verður í nokkra létta leiki, viðurkenningar veittar til þeirrra sem þóttu skara fram úr á árinu 2010 og að venju verða veitingar í boði Neista.
Sjáumst hress og til í smá sprell,
Stjórn Neista