Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Meistaramót UÍA í frjálsum

Meistaramót UÍA ífrjálsum íþróttum verður haldið í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði Laugardaginn 5. febrúar.
Húsið opnar kl.10:15 og keppni hefst kl:11:00.
Keppt verður í langstökki án atrennu, boltakasti, spretti og þrautabraut.
Keppnisgjald er 1000 kr. óháð greinafjölda.
Allir fá verðlaun fyrir þátttöku.
Skráning fer fram á skrifstofu UÍA í
síma 471-1353 eða í tölvupósti á uia@uia.is.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga að taka þátt

 

Sjá má auglýsinguna stóra hér

ÞS

31.01.2011

Heimasíða Neista

Á hádegi í dag opnar ný heimasíða Ungmennafélagsins Neista.  Heimasíðan er partur af Djúpavossíðunni sem flipi efst til hægri.  Síðan á að geyma helstu upplýsingar og fróðleik sem tengist starfi ungmennafélagsins sem og ágrip af sögu félagsins.  Settar verða inn fréttir og myndir út starfinu en Ungmennafélagið heldur uppi öflugu íþróttastarfi allan ársins hring.  Þetta starf hefur skilað sér í góðri þátttöku nemenda úr leik- og grunnskóla en af 55 nemendum eru 52 iðkendur íþrótta innan Neista þá ýmist í sundi, fótbolta eða íþróttum og sumir í öllu þessu.  Það er von okkar í Neista að þessi síðan muni veita áhugasömum ánægju og innsýn inn í íþróttalíf Djúpavogs. 

Stjórn UMF Neista.

21.01.2011

Ullmax ullarvörurnar

  • Neisti selur Ullmax, hlýju ullarvörurnar frá Noregi. Ullmax sérhæfir sig í ullar-nærfatnaði sem er hægt að fá á alla fjölskylduna á frábæru verði. Hægt er að skoða vörurnar á ullmax.is en einnig eru bæklingar frá Ullmax til sýnis í íþróttahúsinu. Pantanir má senda á neisti@djupivogur.is eða hringja í Sóley í 551-1032/849- 3441.
19.01.2011