Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Tombóla

Neisti verður með tombólu í grunnskólanum þann 1. des frá kl.17:00. Til sölu verður kaffi/kakó/svali/mjólk og vöfflur og börnin úr samsöng grunnskólans munu syngja nokkur lög. Ágóðinn mun fara í að kaupa skólahreystis æfingartæki. Tækin má skoða á www.skolahreysti.is 

Vonumst til að sjá sem flesta!
Sóley

01.12.2011

Naumt tap í fyrsta körfuboltaleiknum

Í gærkvöldi kl 20:00 var háður skemmtilegur og spennandi körfuboltaleikur í Íþróttamiðstöð Djúpavogs, en þar kepptu lið Neista og Austra í Bólholtsbikarnum sem nú er keppt um annað árið í röð 

Er skemmst frá því að segja að Austri bar naumlega sigur úr býtum 49 - 45 eftir að Neisti hafði haft yfirhöndina í stigaskori stóran hluta leiksins. Leikurinn var prúðmannlega leikinn þrátt fyrir að hart hafi verið barist á köflum. 

Þrátt fyrir tap í fyrsta leik fer Neisti mjög fer vel af stað í þessari fyrstu skipulögðu körfuboltakeppni sem mfl. Neista tekur þátt í.  Ljóst er að þátttaka í þessari keppni af hálfu Neista er kærkomin viðbót við þá viðburði og félagslíf sem þegar er til staðar á Djúpavogi og eru því heimamenn hvattir til að mæta enn betur á næsta heimaleik og hvetja strákana til sigurs.  Sjá meðfylgjandi myndir frá leiknum í gær.    

AS

 

Lið Neista 

Lið Austra

Dómararnir Rikki og Billi voru með fullt vald á leiknum 

Áhorfendur fylgdust spenntir með og hvöttu liðsmenn Neista óspart

Neisti í bullandi sókn 

Vítaskot og allir klárir undir körfunni

Boltinn á leið í körfuna

Vörnin í góðu lagi þarna

Spennuþrungin vítaskot í lokin

03.11.2011

Stórleikur í kvöld

Neisti tekur þátt í Bólholtsbikarnum í körfuknattleik í ár. Fyrsti heimaleikurinn fer fram í íþróttahúsinu í kvöld og hefst kl. 20:00 þegar keppt verður við Austra. Fjölmennum og styðjum okkar menn !

HRG

02.11.2011

Neistadagurinn 2011

Neistadagurinn 2011 fór fram úti á söndum fimmtudaginn 15. september sl.

Þar var ýmislegt brallað, m.a. byggðir sandkastalar og Neisti bauð upp á pylsur og svala.

Meðfylgjandi myndir tóku Sóley Birgisdóttir og Andrés Skúlason.

ÓB

19.09.2011

Neistadagurinn 2011

Neistadagurinn verður haldinn með nýju sniði þetta árið. Núna ætlum við að hittast á söndunum, við enda flugbrautarinnar í dag fimmtudaginn 15. september kl.17:00-19:00.

Fjölskyldur eru hvattar til að koma klæddar eftir veðri, með skóflur og fötur með sér og til í hvað sem er!!

Planið er að leika okkur öll saman við að gera sandkastala, spila strandblak, keppa í strand-KUBB, fara í brennó, fara í stórfiskaleik, o.m.fl.

Að lokum verða svo grillaðar pylsur og svali í boði Neista.
Allir velkomnir.
 
Sjáumst vonandi sem flest,
Stjórn Umf. Neista

15.09.2011

Ungbarnasund á Djúpavogi

Fyrirhugað er að halda ungbarna- og barnasundnámskeið á Djúpavogi helgarnar 23.-25. september 2011, og 21.-23. október 2011.

Síðasti skráningardagur er föstud. 16. september 2011.

Ungbarnasund gengur ekki aðeins út á það að setja barnið í kaf heldur er það stór öryggisþáttur t.d ef barn dettur í vatn  þá veit það að loftið er upp og bakki til baka.
Barnasund er gott til að venja börnin við að umgangast vatnið af öryggi.

NJÓTTU VATNSINS ÁN ÓTTA MEÐ ÖRYGGIÐ Í FYRIRRÚMI

Kennt er laugardaga og sunnudaga.  
Ungabörn 2-12 mánaða.  
Barnasund 1-3 ára, og 4-6 ára, athugið foreldrar eru með ofan í laug í öllum hópum.

Námskeiðið er 8. skipti og kostar 15.000.
Sistkynaafsláttur 20%
Upplýsingar og skráning hjá
Sóleyju Einars. Íþrótta og ungbarnasundkennara  í síma 898-1496
www.sundskoli.is

Og ef þið hafið áhuga á gistingu á Djúpavogi þá hafið samband við Heiðu í síma 861-8470.

15.09.2011

Splitt og spíkat!

Vaskur hópur kvenna ætlar að hittast tvisvar í viku í vetur og svitna saman í íþróttahúsinu.  

Allir velkomnir að bætast í hópinn, byrjendur sérstaklega velkomnir !

Tímarnir eru á mánudögum kl. 18:00 og fimmtudögum kl.17:00.

Sjáumst vonandi !

12.09.2011

Fótboltaleikir á Djúpavogsvelli í dag

Fótboltaáhugamenn á Djúpavogi eru líklegir til þess að gleðjast við lestur þessarar fréttar en hvorki fleiri né færri en tveir fótboltaleikir verða spilaðir á Djúpavogsvellinum í dag.

Fyrst eru það KAH og UMFB sem spila kl. 18:00 og svo strax að þeim leik loknum eða kl. 20:00 ætla KAH - menn að keppa á móti Þristi. 

Allir á völlinn !

UMF Neisti

BR

26.07.2011

Hrafnkell/Neisti - Spyrnir á Neistavelli í kvöld

Sameinað lið Hrafnkels Freygoða og Neista tekur á móti Spyrni á Neistavelli kl. 20:00 í kvöld.

ÓB

24.07.2011

Unglingalandsmót UMFÍ

 

Unglingalandsmóti UMFÍ, sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina
Allir krakkar á aldrinum 11-18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni mótsins. 
 
Mun Neisti keppa undir merki UÍA.
 Keppendur UÍA njóta sérkjara á mótið.
Öll skráning fer fram á www.ulm.is. Mótsgjaldið er 6.000 krónur. Keppendur UÍA greiða aðeins 2.000 krónur og fá óvæntan glaðing frá sambandinu. Skráningargjaldið er ýmist hægt að greiða á netinu eða þegar keppnisgögn eru sótt.
Skráningarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 24. Júlí
Heimasíða mótsins er www.ulm.is. Á henni er að finna ýmsar upplýsingar um mótið sjálft, keppnisgreinar og aðstöðu. Fleiri og fleiri upplýsingar koma inn á síðuna þegar nær dregur og þar verður einnig hægt að skrá keppendur á mótið.

Unglingalandsmóti UMFÍ, sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina

Allir krakkar á aldrinum 11-18 ára geta tekið þátt í íþróttakeppni mótsins.  Mun Neisti keppa undir merki UÍA. Keppendur UÍA njóta sérkjara á mótið.Öll skráning fer fram á www.ulm.is. Mótsgjaldið er 6.000 krónur. Keppendur UÍA greiða aðeins 2.000 krónur og fá óvæntan glaðing frá sambandinu. Skráningargjaldið er ýmist hægt að greiða á netinu eða þegar keppnisgögn eru sótt.

Skráningarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 24. júlí

Heimasíða mótsins er www.ulm.is. Á henni er að finna ýmsar upplýsingar um mótið sjálft, keppnisgreinar og aðstöðu.

Fleiri og fleiri upplýsingar koma inn á síðuna þegar nær dregur og þar verður einnig hægt að skrá keppendur á mótið.

UMF Neisti

BR

 

20.07.2011

Golfklúbbur Djúpavogs auglýsir

 

Hrafn Guðlaugsson verður með golfnámskeið hér á Djúpavogi dagana  4. og 5. ágúst. Fyrirkomulag  og verð á námskeiðinu fer eftir fjölda þátttakenda. Kennslan verður fyrir alla, byrjendur sem lengra komna, börn og fullorðna. 
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt en eiga ekki kylfur geta fengið lánað hjá Golfklúbbi Djúpavogs. 
Frekari upplýsingar og skráningar fara fram hjá Óðni Sævari í síma 848-5600.  

Hrafn Guðlaugsson verður með golfnámskeið hér á Djúpavogi dagana  4. og 5. ágúst. Fyrirkomulag  og verð á námskeiðinu fer eftir fjölda þátttakenda. Kennslan verður fyrir alla, byrjendur sem lengra komna, börn og fullorðna. 

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt en eiga ekki kylfur geta fengið lánað hjá Golfklúbbi Djúpavogs. 

Frekari upplýsingar og skráningar fara fram hjá Óðni Sævari í síma 848-5600.  

UMF Neisti

BR

20.07.2011

Frá UMF Neista

 

Kæru Neistamenn og -konur, 
Eins og áður hefur komið fram fékk umf. Neisti úthlutað sölutjaldi á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum sem fram fer um verslunarmannahelgina.  Tjaldið okkar verður staðsett í tjarnargarðinum þar sem barnadagskráin fer fram, auk þess er okkur heimilt að fara með varning og selja á Vilhjálmsvelli.  Opnunartími í tjaldinu hjá okkur miðast því við auglýsta dagskrá í tjarnargarðinum og á Vilhjálmsvelli, þ.e. föstud. 13-18, laugard. 10-17 og 20-22 og sunnud. 10-17 og 20-22.
Nú styttist óðum í landsmótið og komið að því að fara að undirbúa söluvarning til að selja í tjaldinu og finna starfsfólk í tjaldið.  Búið er að ákveða að selja heimabakstur, sælgæti, samlokur, beyglur, pitsur, ávexti, drykki  ofl.  Flest af þessu verður keypt tilbúið, kemur frosið og þarf einungis að hita áður en það er selt.  Til stendur þó að baka kleinur, ástarpunga og orkubita. Við höfum fengið leyfi til að baka á Helgafelli, því allt sem við seljum þarf að vera bakað og útbúið í vottuðu/löglegu eldhúsi. 
Til þess að Neisti geti nýtt sér þetta sem góða fjáröflun þurfa allir foreldrar sem eiga börn sem stunda æfingar hjá Neista að hjálpa til. 
Því eru hér með allir foreldrar og aðrir sem vilja rétta hjálparhönd boðaðir á fund á morgun fimmtudaginn 14. Júlí kl.20 í Grunnskólanum. Þar verður bakstur og vaktaplan skipulagt.
Fyrir þá sem ekki eru klárir á því hvað er í boði á landsmóti fylgir hér með að gamni brot af dagskránni á landsmótinu.  Börn á aldrinum 11-18 ára geta keppt í  Dansi, fimleikum, frjálsum íþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, motocrossi, knattspyrnu, körfubolta, skák og sundi.  Tekið skal fram að hægt er að skrá einstaklinga í hópíþróttirnar, skráningargjald er 2000 kr (UÍA niðurgreiðir fyrir sína félagsmenn). Fyrir aðra er ýmislegt við að vera eins og sjá má hér fyrir neðan: frekari upplýsingar má einnig finna inná  www.ulm.is 
 
Fimmtudagur 28. júlí
20:30-22:00 Risatjald við sundlaug Kvöldvaka- DJ.Sveppz
22:00-23:00 Brennustæði (við tjaldsvæði) Varðeldur og söngur
Föstudagur 29. júlí
10:00-11:00 Sundlaugin Sundleikar UMFÍ -  fyrir krakka 10 ára og yngri
12:00-18:00 Bjarnadalur Kynningargrein: Strandblak
13:00 Tjarnargarðurinn Tónlist: Vigdís Diljá Óskarsdóttir
13:00-17:00 Risatjald við sundlaug Markaður
13:00-17:00 Tjarnargarðurinn Leiktæki fyrir 12 ára og yngri
13:30 Valaskjálf Gönguferð með leiðsögn um Selskóg
14:00 Tjarnargarðurinn Tónlist: Krakkar af Austurlandi
15:00 Tjarnargarðurinn Tónlist: Krakkar af Austurlandi
15:00 Valaskjálf Sögustund fyrir yngstu börnin
16:00 Tjarnargarðurinn Bogomil Font og félagar bregða á leik
21:30-23:30 Risatjald við sundlaug Kvöldvaka
Jón Jónsson
DJ. Ívar Pétur Kjartansson
Laugardagur 30. júlí
13:00 Tjarnargarðurinn Hæfileikakeppni
13:00-17:00 Risatjald við sundlaug Markaður
13:00-17:00 Tjarnargarðurinn Leiktæki fyrir 12 ára og yngri
13:30 Landsbankinn Gönguferð með leiðsögn um bæinn
14:00 Tjarnargarðurinn Brot úr Kardemommubænum
14:00 Valaskjálf Taekwondo kynning
15:00 Tjarnargarðurinn Tónlist úr Litlu hryllingsbúðinni
15:30 Tjarnargarðurinn Klappstýruhópur frá Vík í Mýrdal
16:00 Tjarnargarðurinn Tónlist: Vigdís Diljá Óskarsdóttir 
17:15 Vilhjálmsvöllur Vilhjálmsleikar 
18:00 Vilhjálmsvöllur KSÍ knattþrautir
20:00-22:00 Valaskjálf Innsvar.  Fjölskylduleikur.
20:00-22:00 Tjarnargarðurinn Öll leiktækin opin
20:30-23:30 Risatjald við sundlaug Kvöldvaka 
Creedence Travellin‘ Band
Í Svörtum fötum
Sunnudagur 31.júlí
13:00 Tjarnargarðurinn Hæfileikakeppni
13:00-15:00 Valaskjálf Danskennsla fyrir alla fjölskylduna
13:00-17:00 Risatjald  við sundlaug Markaður
13:00-17:00 Tjarnargarðurinn Leiktæki fyrir 12 ára og yngri
13:30 Valaskjálf Gönguferð með leiðsögn um Selskóg
(Skógarpúkarnir slást í för) 
14:00 Tjarnargarðurinn Tónlist: Krakkar af Austurlandi
15:00 Valaskjálf Sögustund fyrir yngstu börnin
15:00 Tjarnargarðurinn Tónlist: Krakkar af Austurlandi
16:00 Tjarnargarðurinn Skógarpúkarnir
16:00-18:00 Valaskálf Danskennsla fyrir alla fjölskylduna
18:00-19:00 Vilhjálmsvöllur Skotkeppni í körfubolta (KKÍ)
20:00-22:00 Tjarnargarðurinn Öll leiktækin opin
20:30-23:30 Risatjald við sundlaug Kvöldvaka
Bjartmar Guðlaugsson
Ingó og Veðurguðirnir 
 
Sjáumst vonandi sem flest, 
Stjórn umf. Neista

Kæru Neistamenn og -konur

Eins og áður hefur komið fram fékk umf. Neisti úthlutað sölutjaldi á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum sem fram fer um verslunarmannahelgina.  Tjaldið okkar verður staðsett í tjarnargarðinum þar sem barnadagskráin fer fram, auk þess er okkur heimilt að fara með varning og selja á Vilhjálmsvelli. Opnunartími í tjaldinu hjá okkur miðast því við auglýsta dagskrá í tjarnargarðinum og á Vilhjálmsvelli, þ.e. föstud. 13:00-18:00 laugard. 10:00-17:00 og 20:00-22:00 og sunnud. 10:00-17:00 og 20:00-22:00.

Nú styttist óðum í landsmótið og komið að því að fara að undirbúa söluvarning til að selja í tjaldinu og finna starfsfólk í tjaldið.  Búið er að ákveða að selja heimabakstur, sælgæti, samlokur, beyglur, pitsur, ávexti, drykki  ofl.  Flest af þessu verður keypt tilbúið, kemur frosið og þarf einungis að hita áður en það er selt.  Til stendur þó að baka kleinur, ástarpunga og orkubita. Við höfum fengið leyfi til að baka á Helgafelli, því allt sem við seljum þarf að vera bakað og útbúið í vottuðu/löglegu eldhúsi. 

Til þess að Neisti geti nýtt sér þetta sem góða fjáröflun þurfa allir foreldrar sem eiga börn sem stunda æfingar hjá Neista að hjálpa til. Því eru hér með allir foreldrar og aðrir sem vilja rétta hjálparhönd boðaðir á fund á morgun fimmtudaginn 14. júlí kl.20:00 í Grunnskólanum. Þar verður bakstur og vaktaplan skipulagt.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér glæsilega og fjölbreytta dagskrá mótsins geta smellt hér

Sjáumst vonandi sem flest

Stjórn umf. Neista

13.07.2011

Frá UMF Neista

Sumarhátíð ÚÍA var haldin á Egilsstöðum um helgina og að vanda mætti vaskur hópur af Neistakrökkum til keppni á mótinu. Neistakrakkarnir stóðu sig með glæsibrag og unnu stigabikarinn í sundinu og lentu í öðru sæti í stigakeppninni í frjálsum íþróttum, 14 ára og yngri.

Þá varð Kamilla Marín Björgvinsdóttir stigahæst í flokki stelpna 11-12 ára og Ásmundur Ólafsson stigahæstur í flokki 11-12 ára í sundinu.

Við óskum Neistakrökkunum til hamingju með þennan glæsilega árangur.

UMF Neisti

BR

11.07.2011

Íslandsmót hnáta 2011

6. flokkur Neista keppir á Íslandsmóti hnáta á morgun, 7. júlí á Neistavelli kl. 13:00.

Mætum á völlinn og styðjum stelpurnar okkar.

Sala veitinga verður á staðnum.

UMF Neisti

06.07.2011

Neisti/Hrafnkell leikur í kvöld gegn KAH

Sameinað lið Neista/Hrafnkels Freysgoða tekur á móti KAH í Launaflsbikarnum á Staðarborgarvelli í kvöld kl. 20:00.

Veðurspáin er góð og grasið grænt og því tilvalið að taka rúnt yfir í Breiðdalinn og styðja okkur menn.

ÓB

05.07.2011

Neisti/Hrafnkell - Þristur á Neistavelli - Breytt tímasetning

Sameinað lið Neista/Hrafnkels Freysgoða mætir hinu fornfræga félagi, Þristinum á Neistavelli mánudaginn 27. júní kl. 20:00.

Mætum og styðjum okkar menn.

ÓB

27.06.2011

Leikjanámskeið Neista 20.-23.júní

 

Leikjanámskeið vikuna 20. Júní – 23. Júní.
Þessa viku var að klárast fyrsta af tveimur leikjanámskeiðum fyrir börn fædd 2004-2007. Næsta námskeið verður 11.-15. júlí frá kl: 09:30-10:30.  Og eru námskeiðin frá mánudags - fimmtudags.
Börnin eru sótt og þeim skilað í leikskólann.
Á þessum fjórum dögum  fengum við að nota íþróttahúsið í einn tíma til að vera með hreyfingu með tónlist. Markmið námskeiða er að efla hreyfiþroska, þjálfa samæfingu og kenna börnum að fylgja fyrirmælum, sýna tillitsemi og efla samvinnu. Farið er í stöðvarþjálfun, boltaleikji, hreyfing með tónlist, þrautarbrautir og fl. Hér eru nokkrar myndir frá námskeiði.
ESS

Þessa viku var að klárast annað af tveimur leikjanámskeiðum fyrir börn fædd 2004-2007. Næsta námskeið verður 11.-15. júlí frá kl: 09:30-10:30  og eru námskeiðin frá mánudegi - fimmtudags. Börnin eru sótt og þeim skilað í leikskólann.

Á þessum fjórum dögum  fengum við að nota íþróttahúsið í einn tíma til að vera með hreyfingu með tónlist. Markmið námskeiðanna er að efla hreyfiþroska, þjálfa samæfingu og kenna börnum að fylgja fyrirmælum, sýna tillitsemi og efla samvinnu. Farið er í stöðvarþjálfun, boltaleiki, hreyfingu með tónlist, þrautarbrautir og fl. Hér eru nokkrar myndir frá fyrsta námskeiðinu
ESS

 

 

 

24.06.2011

17. júní 2011 á Djúpavogi

Óhætt er að segja að gamla góða 17. júní stemmningin hafi verið endurvakin þegar sá ágæti dagur var haldinn hátíðlegur hér á Djúpavogi í ár. Farið var þá leið að efna til hverfakeppni, eins og þekkist víða á landinu, og var Djúpavogshreppi skipt í 4 hverfi. Það er skemmst frá því að segja að þessi tilhögun tókst einstaklega vel og var þátttaka hreppsbúa algerlega til fyrirmyndar. Strax í vikunni fyrir 17. júní var byrjuð að myndast stemmning og hverfin farin að leggja drög að skreytingum, en formlegur skreytingardagur var 16. júní.

Hverfunum var þannig skipt að í rauða hverfinu voru Hammersminni, Eyjaland, Varða, Vogaland, Mörk og dreifbýli í Hamarsfirði og Áltafirði. Bláa hverfið var skipað Markarlandi, Kambi, Brekku, Víkurlandi og dreifbýli í Berufirði. Appelsínugula hverfið skipuðu Búland, Steinar, Hraun og Hamrar. Gula hverfið var síðan skipað Borgargarði, Borgarlandi og Hlíð.

Það var mikið fjör í bænum seinni part 16. júní og fyrri part þess 17. þegar hverfin kepptust um að hrúga upp skreytingum, en á hádegi 17. júní fór dómnefnd um bæinn og valdi það hverfi sem henni þótti best skreytt.

Skrúðganga var farin kl. 14:00 frá Grunnskólanum. Það eru sennilega nokkuð mörg ár síðan að skrúðganga á Djúpavogi hefur verið svo fjölmenn, því um 150 manns þrömmuðu sem leið lá á íþróttavöllinn þar sem hátíðardagskrá skyldi fara fram. Sem varð sannarlega raunin.

Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg. Margrét Vilborg Steinsdóttir, fjallkona, flutti ávarp og fulltrúar hverfanna tóku þátt í hinum ýmsu þrautum, allt frá kappáti til fótboltasparks.

Að lokinni dagskrá var komið að því að telja saman stigin til að sjá hvaða hverfi myndi hljóta farandbikarinn þetta árið. Gefin voru stig fyrir bestu skreytingu, fyrir sigur í Pub-Quiz að kvöldi 16. júní, bestu mætingu á keppnissvæði og fyrir þær þrautir sem keppt var í á íþróttavellinum.

Það varð úr að Gula liðið stóð uppi sem sigurvegari en það fékk bæði stig fyrir bestu skreytingu og bestu mætingu. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út meðal þeirra gulklæddu, enda keppnin búin að vera einstaklega hörð og tvísýn. Stefán Kjartansson og Egill Egilsson, kóngar Gula hverfisins lyftu því, fyrstir konunga, farandbikarnum sem smíðaður var af Vilmundi í Hvarfi.

Ljóst er að þessi hverfakeppni er komin til að vera og íbúar sumir hverjir strax farnir að huga að skreytingum fyrir næsta ár.

17. júní nefndin vill koma á framfæri þökkum til Vilmundar í Hvarfi fyrir farandbikarinn og svo fær Við Voginn þakkir fyrir kjötsúpuna dásamlegu.

Myndir má sjá með því að smella hér.

Texti: ÓB
Myndir: ÓB/AS/PFS/UMJ

22.06.2011

Leikur á Neistavellinum

Í dag, sunnudaginn 19.júní kl. 18:00 fer fram leikur Spyrnis og KAH á Nestavellinum

Hrafnkell/Neisti spilar einnig á móti UMFB á Borgarfirði í dag og hefst sá leikur kl. 18:00

Allir á völlinn

BR

19.06.2011

Hrafnkell Freysgoði / Neisti í Launaflsbikarnum 2011

Hrafnkell Freysgoði  / Neisti verða með sameiginlegt lið í Launaflsbirkanum í sumar. 

Átta lið eru skráð til leiks og leika í tveimur riðlum tvöfalda umferð. Riðlakeppnin stendur fram að verslunarmannahelgi en eftir hana fer úrslitakeppnin í gang. Reglum keppninnar hefur verið breytt á þann veg að leikmenn sem leikið hafa í byrjunarliðum í Íslandsmóti karla í annarri deild eða ofar teljast ógjaldgengir.

Gera má ráð fyrir því að minnsta kosti einn leikur verði spilaður hér á Neistavellinum en ekki liggur fyrir hvaða dagsetning verður fyrir valinu en það verður auglýst hér á heimasíðunni. 

Fyrsti leikur liðsins er á sunnudaginn á Neskaupsstað þar sem liðið mætir BN og hefst leikurinn kl. 18:00

Leikjaplan sumarsins má sjá á heimasíðu UÍA www.uia.is

Áfram Hrafnkell Freysgoði/Neisti

BR

10.06.2011

Tilkynning frá ÍÞMD

Íþróttamiðstöð Djúpavogs verður lokuð eftirtalda hátíðisdaga í júní .

Uppstigningardagur - fimmtudagur  2. júní.
Sjómannadagurinn - sunnudagur  5. júní.
Hvítasunnudagur - sunnudagur 12. júní.
Annar í Hvítasunnu - mánudagur 13. júní.
17. júní - föstudagur.

AS

ÍÞMD lokuð mánudaginn 30. maí

Íþróttamiðstöð Djúpavogs verður lokið mánudaginn 30. maí nk. vegna námskeiðs starfsmanna.

ÓB

28.05.2011

Til sölu hjá UMF Neista

Verðum með til sölu stuttbuxur, boli og bakpoka í Neistalitunum. Tilvalinn keppnisklæðnaður fyrir sumarið. Hægt verður að máta og panta í íþrótta-húsinu föstudaginn 6. maí frá kl.16:00-19:00 og þriðjudaginn 10. maí frá 16:00-19:00. 

Aðeins þessa daga.

UMF Neisti

05.05.2011

Fótboltaþjálfari óskast

Umf. Neisti óskar eftir fótboltaþjálfara fyrir sumarið.  Gert er ráð fyrir að æfingar standi frá byrjun júní fram að verslunarmannahelgi.  Frekari upplýsingar má fá hjá Klöru 897-0509 og/eða Sóleyju 849-3441.

UMF Neisti

13.04.2011

Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðum sigurvegari í spurningakeppni Neista

Úrslit í spurningakeppni Neista þetta árið réðust síðastliðinn laugardag á Hótel Framtíð. Að þessu sinni voru úrslitaviðureignirnar með örlítið breyttu sniði frá undankeppnunum og þurftu keppendur m.a. að hlaup og hringja bjöllu í bjölluspurningunum, þekkja tónlist sem spiluð var afturábak, viðra leiklistarhæfileikana og flokka rusl !

Fyrst riðu á vaðið Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðum og Kvenfélagið Vaka. Vöku-konur héldu vel í við Ferðaþjónustuna þar til kom að leiknum atriðum en þá var staðan 19-15 fyrir Ferðaþjónustuna. Segja má að ferðaþjónustumenn hafi unnið sigur í þessari viðureign með góðum töktum í leiklist og næmu eyra fyrir afturábak-leikinni tónlist og varð lokaniðurstaðan 31-22.

Þá stigu næst á stokk Við Voginn og H.B. Grandi. Eftir 20 hraðaspurningar var staðan miður góð fyrir lið Við Voginn því þeir voru undir 10-16 og bjölluspurningar framundan. Egill Egilsson fyrirliði Við Voginn reimaði þá á sig hlaupaskóna og bretti upp ermar, nú skildi sko taka nokkur stig í bjölluspurningunum ! Egill sýndi ansi góð tilþrif og skutlaði sér á bjölluna hvað eftir annað, en réttu svörin létu aðeins á sér standa. Staðan að loknum bjölluspurningum var 15-19 fyrir Granda. Við voginn hélt áfram að saxa á lið Granda í leiknu atriðunum og tónlistinni en því miður dugði það ekki til og lokastaðan var 25-28 fyrir Granda-mönnum.

Úslitakeppnin var æsispennandi og hnífjöfn frá byrjun. Að loknum hraða-og bjölluspurningum var staðan 17-16 fyrir H.B.Granda. Þá voru Granda-menn sendir út úr salnum á meðan Eyjólfsstaðir flokkuðu rusl í kappi við klukkuna. Búið var að útbúa þennan fína flokkunar-vegg með hólfum fyrir hvern flokk og þurftu menn að flokka heimilisrusl úr einum kaupfélagspoka og enda á að flokka pokann. Þetta vafðist nú ekki mikið fyrir Ferðaþjónustu-mönnum sem flokkuðu á fínum tíma og gerðu einungis 2 vitleysur. Þá var komið að H.B.Granda, þeir voru ekki eins vissir á því hvernig átti að flokka og þurftu stundum aðeins að hugsa sig um og ræða málin. Granda-menn tóku heldur lengri tíma í þetta og gerðu 5 vitleysur. Þá var staðan orðin 17-18 fyrir Ferðaþjónustunni. Að loknum tónlistargetraunum og lokaspurningu var staðan jöfn 23-23 og ljóst að draga þurfti fram aukaspurningarnar. Þegar búið var að spyrja 4 aukaspurninga var staðan enn jöfn 25-25 og sýnt að bráðabani var nauðsynlegur til að finna sigurvegara. Í bráðabananum var Ferðaþjónustan á Eyjólfsstöum fljótari á takkanum, náði svarréttinn, svaraði rétt og vann sigur á liði H.B.Granda.
Liðin voru svo leyst út með páskaeggjum og að sjálfsögðu fékk Ferðaþjónustan á Eyjólfsstöðum bikarinn eftirsótta til varðveislu þar til næsta keppni verður háð að ári.

Umf. Neisti vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirrra sem tók þátt, með einum eða öðrum hættti,  í að gera þessa keppni. Þetta er ein af stærstu fjáröflunum Neisti ár hvert og þökkum við keppnisliðum og áhorfendum kærleg fyrir stuðninginn.

Því miður var enginn ljósmyndari á vegum Neista á staðnum, en kunni einhverjir úr salnum að hafa tekið myndir og eru tilbúnir að birta þær á heimasíðunni, mega þeir hafa samband á netfangið djupivogur@djupivogur.is

SDB

28.03.2011

Spurningakeppni Neista 2011 - 3. kvöld

Þriðji og síðasti riðill í spuningakeppni Neista fór fram síðastliðið sunnudagskvöld. Þar áttust við Djúpavogshreppur og Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðuml annars vegar og Kirkjukórinn og Vísir hf hins vegar.
 
Viðureign Djúpavogshrepps og Ferðaþjónustunnar var nokkuð hörð og ljóst að bæði liðin voru staðráðin í að vinna. Fyrir lokahrinuna var staðan 19-16 fyrir Ferðaþjónustunni og enn 7 stig í pottinum. Á lokasprettinum voru Ferðaþjónustumenn eldsnöggir á ljósunum og náðu að svara síðustu spurningunum og unnu 23-16.

Þá mættust Kirkjukórinn og Vísir hf. Í byrjun virtist Vísir hf. ætlað að fara nokkuð létt með Kórinn, því eftir hraðaspurningar var staðan 13-7 fyrir Vísi.  Þá setti lið Kórsins í fluggírinn og fyrir lokahrinuna var staðan 14-15 fyrir Vísi. Þegar Gauti hafði spurt lokaspurningarinnar var ljóst að það þurfti framlengingu til fá fram sigurvegara því staðan var 17-17. Í framlengingunni hafði Kórinn betur og vann Vísi með 19 stigum gegn 18.
 
Í úrslitaviðureigninni mættust því Kórinn og Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðum. Nokkuð ljóst var frá upphafi þeirrar viðureignar að ferðaþjónustumenn voru ákveðnir að vinna, þeir höfðu nokkuð örugga yfirhönd allan tímann og lönduðu öruggum sigur 23-15.

Að þessum síðasta riðli afloknum er ljóst hvaða lið taka þátt í lokakeppni spurningakeppninnar, en það eru lið; Við Voginn, H.B. Granda, Ferðaþjónustunnar á Eyjólfsstöðum og Kvenfélagsins Vöku, sem kemur inn sem stigahæsta tapliðið.
 
Sigurvegarar 3. riðils, Ferðaþjónustan, fékk svo að draga sér mótherja til að kljást við á lokakvöldinu og drógu þeir Kvenfélagið. Það er því ljóst að laugardaginn 26. mars kl. 20:00 á Hótel Framtíð munu eigast við:

Ferðaþjónustan á Eyjólfsstöðum - Kvenfélagið Vaka   
HB-Grandi - Við Voginn

Búist er við líflegri keppni og eins og venja er verður lokakeppnin örlítið frábrugðin undanförnum keppnum og óhætta að segja að keppendur fái að reyna á ýmsa hæfileika...

Hótel Framtíð verður með ýmislegt gott á boðstólnum og að venju kostar 500 kr. inn, frítt fyrir ófermda.

Myndir frá þriðja kvöldinu má sjá með því að smella hér.

Texti: SDB
Myndir: ÓB

24.03.2011

Stigamót ÚÍA í frjálsum íþróttum á Djúpavogi

 

Stigamót UÍA fer fram í íþróttahúsinu á Djúpavogi sunnudaginn 27. mars og hefst kl 11. Keppt verður í kúluvarpi, langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu og hástökki í flokkum 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17 ára og eldri.
Allir þátttakendur fá lítið páskaegg í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna.
Mótið er það síðara í stigamótatvennu vetrarins og fá stigahæstu einstaklingar í hverjum flokki stórt páskaegg í verðlaun.
Að móti loknu verður sundlaugapartý í sundlauginni á Djúpavogi.
Skráningargjald 500 kr á keppenda, óháð greinafjölda.
Skráningar berist í uia@uia.is, eða í síma 4711353 í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 24. mars.
 

 

 

Stigamót UÍA fer fram í íþróttahúsinu á Djúpavogi sunnudaginn 27. mars og hefst kl 11.

Keppt verður í kúluvarpi, langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu og hástökki í flokkum 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17 ára og eldri.

Allir þátttakendur fá lítið páskaegg í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna.

Mótið er það síðara í stigamótatvennu vetrarins og fá stigahæstu einstaklingar í hverjum flokki stórt páskaegg í verðlaun.Að móti loknu verður sundlaugapartý í sundlauginni á Djúpavogi.

Skráningargjald 500 kr á keppenda, óháð greinafjölda.Skráningar berist í uia@uia.is, eða í síma 4711353 í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 24. mars.

 ÚÍA

BR

23.03.2011