Djúpavogshreppur
A A

Neisti

Ungmennafélagið Neisti sendir fjölmennt lið á sumarhátíð UÍA

Sumarhátíð UÍA fer fram nú um helgina á Egilsstöðum. Að venju tekur Ungmennafélagið Neisti þátt og sendir fjölmennt lið barna, unglinga, fullorðinna og fylgdarmanna á mótið.

Neisti gerði sér lítið fyrir og leigði Kirkjumiðstöð Austurlands á Eiðum undir skarann. Þar er pláss fyrir 50-60 manns og stefnir í að miðstöðin verði fullnýtt. Það þýðir að nærri því 15% íbúa Djúpavogshrepps verða með aðsetur á Eiðum, auk allra þeirra sem munu gista á tjaldsvæðum í kringum Egilsstaði, í heimahúsum eða jafnvel keyra daglega á milli Djúpavogs og Egilsstaða.

Þessa miklu þátttöku og áhuga ungmennafélagsins fannst Hildi Bergsdóttur ástæða til að nefna sérstaklega í samtali við vefmiðilinn Austurfrétt.

Smellið hér til að skoða viðtalið.

Við sjáumst svo hress og kát á Egilsstöðum um helgina og áfram Neisti!

ÓB

 

07.07.2016

Neistafréttir í maí 2016

Dagskrá Neista var yfirtroðin af fjölbreyttum viðburðum og verkefnum í maí og framundan er ekkert minna í júní og júlí.

Eitt af verkefnum mánaðarins var að gera Neista völlinn kláran fyrir sumarið og var því hinn árlegi Tiltekardagur Neista haldinn þann 21. maí í fínasta veðri. Mæting var mjög góð og verkefnunum var rúllað upp á góðum tíma. Það sem nauðsynlegt er að gera fyrir hvert sumar er að raka það sem gæsir og hreindýr skilja eftir sig þar eftir veturinn, sem og laga sandgrifjuna, koma upp auglýsingaskiltum og gera umhverfið fallegra. Neisti bauð öllum sem lögðu hönd á plóg upp á grillaðar pylsur og Hótel Framtíð og Búlandstindur buðu upp á kaffi. Við þökkum þeim og öllum sem komu og aðstoðuðu innilega fyrir.

Hreyfivika UMFÍ fór fram um allt land vikuna 23. – 29. maí. Dagskrá Neista var glæsilega samsett undir stjórn Gretu Mjallar með fjölbreytileikann í fyrirrúmi. Gafst bæjarbúum á öllum aldri tækifæri til að kynna sér badminton, körfubolta, zumba, glímu, fimleika, fjallgöngu, sjósund og fleira. Allt var þetta í boði fyrir íbúa þeim að kostnaðarlausu í boði Neista. Mæting var misgóð en allir viðburðir tókust ofsalega vel og þeir sem mættu voru yfir sig ánægðir. Fjölmargir þjálfar og sjálfboðaliðar lögðu hreyfivikunni lið og kunnum við þeim innilega þakkir fyrir.

Í maí fór líka Vormót Neista í sundi fram. Þetta er eina mótið sem Neisti heldur hér á vorönn á heimavelli/ í heimalaug fyrir öll lið á Austurlandi. Þátttaka var ágæt og komu lið frá nokkrum stöðum á Austurlandi. Var mótið gríðarlega skemmtilegt og vel heppnað í alla staði sem er ekki síst þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum að þakka sem leggja sunddeild Neista, iðkendum og stjórn lið með óeigingjörnu og góðu starfi. Við þökkum þessum sjálfboðaliðum innilega fyrir þeirra mörgu og mismunandi störf og vonum að þeir viti hversu mikils við metum þeirra aðkomu.

Sundiðkendur Neista stóðu sig frábærlega. Keppendur voru allt niður í 1. og 2. bekkinga sem fengu að spreyta sig á sínu fyrsta móti og gekk þeim mjög vel og var dásamlegt að sjá þau synda sín sund, gleðjast og taka þátt. Allir undir 10 ára aldri fengu viðurkenningar pening hengdan um hálsinn og glöddust þau mjög. Eldri en 10 ára stóðu sig einnig frábærlega og unnu margir úr Neista til verðlauna fyrir 1.2. eða 3. sætið í einstaklings- og boðsundi.

Fótboltinn var á sínum stað í maí og margt um að vera, t.d. voru Fjarðaálsmótin haldin yfir 2 helgar í maí (flokkaskipt). Þótti ritara sérstaklega skemmtilegt að sjá framför yngstu keppenda sem kepptu í fyrsta sinn á fótboltamóti í janúar sl. þegar Greta Mjöll var búin að þjálfa í 2 mánuði og nú aftur eftir 6 mánuði og framfarirnar voru magnaðar. Eldri lið stóðu sig líka vel og allir skemmtu sér vel. Að fara á svona mót er hin mesta fjölskyldu skemmtun og gerir fótboltastarfið fjölbreyttara fyrir iðkendur sem bæði fá þjálfun í að keppa og koma vel fram sem og kynnast öðrum keppendum og hafa gaman.

Þær frábæru fréttir bárust svo í síðustu viku að 5 fótboltaiðkendur Neista voru valin af KSÍ í úrvalshóp fótboltakrakka í 4. flokki á Austurlandi í hæfileikamótun í knattspyrnu. Þarna komast bara þau bestu að og fá einstakt tækifæri til að undirbúa sig fyrir frekari fótboltaferil, fá leiðsögn og fræðslu. Neisti kynnir með miklu stolti okkar iðkendur, en eru þau Þór Albertsson, Diljá Snjólfsdóttir, Hafrún Alexía Ægisdóttir, Ragnar Ingason og Askur Egilsson. Innilega til hamingju, þið eruð vel að þessu komin og fyrirmyndir okkar allra.

Þess má til gamans geta að Neisti borgar öll keppnisgjöld fyrir sína iðkendur á þeim mótum sem farið er á saman. Kostnaðurinn sem að því hlýst er nokkuð stór og er það greitt með innkomu úr ýmisskonar fjáröflunum td. spurningakeppni fyrirtækjanna, yfirsetu á spilavist, sölu á varningi og veitingum á 17. júní, sölu á veitingum á mótum og fleira. Við þökkum öllum sem styðja og styrkja iðkendur Neista með kaupum og aðkomu fjáraflanna.

Framundan eru fjölbreyttir fjölskylduvænir viðburðir, námskeið og fleira:

Ævintýranámskeið og æfingar í fótbolta, frjálsum og sundi í júní og júlí fyrir börn og unglinga fædda 2000-2010. Námskeiðin verða vel auglýst mjög fljótlega.

17. júní. Stjórn Neista, Ferða- og menningamálanefnd og íbúi úr hverju hverfi sameina krafta sína í að skipuleggja og halda glæsilega 17. júní hátíð fyrir alla bæjarbúa. Við hvetjum alla íbúa til að taka virkan þátt og hafa gaman saman og gleðjast. Áhugasamir um aðkomu að skipulagi eða öðru mega gjarnan hafa samband við Ágústu Margréti Arnardóttur síma 863-1475.

18. júní. ÞS mótið í fótbolta 6. 7. og 8. flokkar í Fellabæ. Nánari kynning, skráning og fleira verður kynnt á Facebook.

8. -10. júlí. Sumarmót ÚÍA á Egilsstöðum fyrir 6 ára og eldri. Keppt verður í frjálsum íþróttum, sundi, kvöldvaka, stutt námskeið og fleira frábærlega skemmtilegt og fjölskylduvænt. Einnig hægt að nálgast upplýsingar á Facebook og www.uia.is.


Fyrir hönd Neista
Ágústa Margrét Arnardóttir.

Myndir frá maímánuði má sjá með því að smella hér.

08.06.2016

Afreksfólk Neista 2015

Hér að neðan eru upplýsingar um afreksfólk Neista 2015, sem tilkynnt var um á uppskeruhátíð Neista í Löngubúð um miðjan mars.

Djúpavogshreppur óskar eftirtöldum einstaklingum innilega til hamingju og hvetur þau og aðra áfram til dáða.

 

Íþróttamenn ársins: Jens Albertsson & Bergsveinn Ás Hafliðason

Báðir æfa knattspyrnu af miklum metnaði með Neista og Fjarðarbyggð. Spiluðu síðasta sumar undir formerkjum UÍA og tóku einnig þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ. Þeir mæta gríðarlega vel á æfingar og leggja sig fram í hvert einasta skipti. Þeir eru frábærar fyrirmyndir í einu og öllu og sýna mikinn metnað í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Einnig má til gamans geta að þeir tóku að sér að þjálfa þegar vantaði þjálfara hjá Neista. Óeigingjarnt og göfugt framtak.

 

Fótboltaneistinn 2015: Diljá Ósk Snjólfsdóttir.

Diljá er metnaðarfull íþróttakona á öllum sviðum. Hún æfir knattspyrnu hjá Neista ásamt því að gera sér ferð á Höfn reglulega til að æfa með jafnöldrum hjá Sindra. Hún sótti fótboltamót með Sindra síðasta sumar og fór til dæmis til Vestmanneyja að keppa á einu stærsta móti sumarsins í stúlknafótbolta. Hún er jákvæð og hvetjandi einstaklingur sem er góð fyrirmynd fyrir yngri krakkana hjá Neista sem ætlar sér greinilega stóra hluti í framtíðinni. Við hvetjum Diljá til að halda áfram á sömu braut.

 

Fótboltaástundun & framfarir 2015: Ragnar Björn Ingason.

Ragnar byrjaði að æfa knattspyrnu árið 2015. Framfarirnar hafa aldeilis ekki leynt sér. Hann hefur vaxið gríðarlega sem leikmaður og bætt sig á öllum sviðum knattspyrnu. Hann sýnir einnig mikil tilþrif í markinu og aldrei að vita nema þarna sé framtíðar markmaður á ferð. Ragnar sýnir okkur að það er heilmikið sem getur gerst á einu ári ef krakkar eru dugleg að æfa sig, sýna íþróttinni áhuga og æfa sig aukalega. Við hvetjum Ragnar til að halda áfram að æfa sig og þannig mun hann verða enn betri og betri.

 

Sundneistinn 2015: Þór Albertsson.

Þór átti frábært sundár í fyrra. Hann var stigahæstur í sínum aldursflokki á Sumarhátið UÍA en þar var hann gríðarlega sigursæll. Hann landaði þremur gullverðlaunum á Unglingalandsmóti UMFÍ; í 100m bringusundi, 50m bringusundi og 100m fjórsundi í flokki 11-12 ára. Ásamt því að vera mjög duglegur að æfa hjá Neista. Þór er frábær íþróttamaður, hann leggur hart af sér og mjög duglegur í íþróttasalnum og lauginni. Þór er flott fyrirmynd fyrir yngri Neista krakka og hvetjum við hann til að halda áfram að synda af svona miklu metnaði og áhuga.

 

Sundástundun & framfarir 2015: Diljá Ósk Snjólfsdóttir.

Diljá er metnaðarfull íþróttakona. Hún var gríðarlega sterk í lauginni árið 2015. Hún var stigahæst í sínum aldursflokki UÍA en vann einnig til verðlauna á Unglingalandsmóti UMFÍ. Hún mætir mjög vel allar æfingar sem Neisti býður upp á í sundi og leggur sig samviskusamlega fram á þeim. Við hvetjum Diljá til að synda áfram af kappi.

UMF Neisti

 

Afreksfólk Neista 2015
Frá vinstri: Diljá Ósk Snjólfsdóttir, Ragnar Björn Ingason, Þór Albertsson, Jens Albertsson og Bergsveinn Ás Hafliðason

Myndasýning í Tryggvabúð í dag

Nú ætlum við að halda myndasýningu í Tryggvabúð í dag. 

Sem fyrr byrjum við kl. 17:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.

AS

fghfghfgh

Hér er frétt.

Hún er svona og þú ætlar svo að fara hingað.

Hér undir er mynd.

OG bess

 

odinn@djupivogur.is

ÓB

 

 

 

 

 

09.12.2015

Friðarhlaupið í Djúpavogshreppi

Friðarhlaupið kom við á Djúpavogi mánudaginn 6. júlí sl., á leið sinni hringinn í kringum Ísland.

Meðlimir í Neista hittu friðarhlauparana við afleggjarann inn að Djúpavogi og hlupu með þeim síðasta spölinn inn í þorpið og að friðartrénu sem sveitarfélagið gróðursetti í hittífyrra fyrir utan íþróttamiðstöðina.

Ljósmyndir: Jóhanna Reykjalín

 

 

 

 

 

 

 

Um Friðarhlaupið

Friðarhlaupið – Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run 2015


Dagana 1.-24. júlí fer fram Sri Chinmoy heimseiningar Friðarhlaupið um allt Ísland, en þá mun 12 manna alþjóðlegur hópur hlaupara hlaupa á milli byggða með logandi Friðarkyndilinn. Öllum gefst færi á að taka þátt, en sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og ungmenna. Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum.
Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað.  Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins. Friðarhlaupið hófst árið 1987 með þátttöku rúmlega 40 landa og var haldið annað hvert ár fram undir árþúsundamótin 2000, en síðustu árin hefur hlaupið verið haldið árlega.  Rúmlega 140 lönd hafa tekið þátt frá upphafi og flest löndin taka þátt árlega.
Friðarhlaupið er skipulagt af sjálfboðaliðum, en talsmaður Friðarhlaupsins er Carl Lewis, nífaldur ólympíugullverðlaunahafi.  Meðal 
annarra sem stutt hafa hlaupið má nefna Nelson Mandela, Mikhail Gorbachev, Móður Teresu og Desmond Tutu.
Ísland hefur tekið þátt frá upphafi.  Árið 1987 settu Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson borgarstjóri hlaupið. Mörgum er það í fersku minni þegar Sri Chinmoy, stofnandi Friðarhlaupsins, lyfti Steingrími Hermannssyni, sem hélt á Friðarkyndlinum, en það var í opnunarathöfn íslenska hlaupsins árið 1989. Meðal íslenskra stuðningsmanna hlaupsins má nefna Vigdísi Finnbogadóttur, sem var verndari hlaupsins í forsetatíð sinni, Halldór Blöndal fyrrv. ráðherra og forseta Alþingis, Stefán Karl Stefánsson skemmtikraftur og mannvinur og Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri.

08.07.2015

Mátun á Neistagöllum föstudaginn 19.júní

Áður auglýst mátun á göllum frá Neista sem átti að vera í dag hefur verið frestað fram á morgundaginn kl 17:30-18:30 í Íþróttamiðstöðinni. Þá verður kominn galli í minnstu stærð (116) sem og kvennasniði. 
Vonandi koma sem flestir og festa kaup á frábærum göllum á ótrúlegu verði.

 

18.06.2015

Síðbúið myndband frá sjómannadeginum

Hér má sjá síðbúið myndband frá sjómannadeginum - https://vimeo.com/130934660

                                                                                                          AS 

 

17. júní í Djúpavogshreppi

Hátíðardagskrá 17. júní

 

12:30 – andlitsmálun við íþróttahús

13:00 – skrúðganga frá ÍÞMD niður á Neistavöll

14:00 – dagskrá á Neistavellinum

            Ávarp fjallkonu

            Úrslit úr hverfakeppnum

            Leikir og sprell fyrir börnin – gleði og hamingja!

                        Á staðnum verða skóflur og fötur ásamt
                        sápurennibraut! J

18:00 Grillað á Neistavellinum – allir mæta með gómsætt á grillið og meðlæti. Kveikt upp í Neistagrillinu og öllum frjálst að nota það.

19:00 Fótboltaleikur – fyrsti fótboltaleikur meistaraflokks Neista í 8 ár!!

Neisti vs. Umf.B. (Borgarfjörður Eystri)

 

Umf. Neisti verður með sjoppu bæði á hátíðarhöldunum yfir daginn sem og á fótboltaleiknum um kvöldið.
Enginn posi – bara peningar!  (:

15.06.2015

Frí eftir hádegi 19. júní vegna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

Starfsmönnum Djúpavogshrepps verður gefið frí eftir hádegi föstudaginn 19. júní til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 

Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri langþráðan kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Baráttan hafði þá staðið yfir frá árinu 1885 en þá skrifaði Valdimar Ásmundsson grein um stjórnmálaréttindi kvenna í blað sitt Fjallkonuna og sömuleiðis Bríet Bjarnhéðinsdóttir, og Páll Briem hélt opinberan fyrirlestur um kosningarétt og önnur réttindi kvenna.

Árið 1894 var stofnað í Reykjavík Hið íslenska kvenfélag og hafði það jafnrétti kynjanna og þátttöku kvenna í opinberum málum á stefnuskrá sinni. Félagið safnaði 2000 undirskriftum með áskorun til Alþingis um að veita konum kosningarétt árið 1895. Þetta var fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna sem skipulögð samtök kvenna lögðu fram.

Allar stofnanir sveitarfélagsins verða því lokaðar frá hádegi 19. júní.

Tengt efni:
Kvennasögusafn Íslands
Kosningaréttur í 100 ár
Konur og stjórnmál
Wikipedia
Vísindavefurinn

Undirbúningur fyrir 17. júní

Hér koma upplýsingar til að skýra aðeins línurnar fyrir 17. júní.

  • Hverfin halda sínum lit og velja sér eitt svæði innan sinna litamarka og skreyta það svæði extra vel.
  • Hver litur ákveður tvo kónga (18 ára+) og láti vita fyrir 15.júní (láta Hönnu vita: neisti@djupivogur.is )
  • Tveir aðilar frá hverjum lit til að sjá um dagskrá á Neistavellinum ásamt stjórn Neista. Þessir aðilar þurfa að vera einn fullorðinn og einn 14+. LÁTIÐ VITA SEM FYRST hvaða aðilar þetta eru sem ætla að aðstoða.
  • Byrjað að skreyta sunnudaginn 14. júní og tekið niður síðasta lagi sunnudaginn 21. júní
  • Eftir að ljóst er hver vinnur farandbikarinn verður farið með Neistagrillið á hverfasvæði sigurvegaranna og hvetjum við öll liðin til að mæta og grilla saman.

Nánari dagskrá auglýst síðar

09.06.2015

Sumardagskrá

Undir liðnum "tímatafla" hér til vinstri er búið að setja inn tímatöflu sumarsins ásamt gjaldskrá.

Í boði er fjölmargt skemmtilegt fyrir krakkana og vonandi verða þau dugleg að nýta sér það sem er í boði.

Hér er beinn hlekkur á stundatöfluna04.06.2015

Sprettur Sporlangi heimsótti sunddeild Neista

Þann 26. mars síðastliðinn heimsótti sjálfur Sprettur Sporlangi krakkana í sunddeild Neista.

Nú hefur UÍA sett saman myndband frá heimsókninni sem sjá má hér að neðan.

ÓB

 

 

 

 

 

26.05.2015

Frjálsíþróttaskóli á Egilsstöðum í sumar

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður haldinn á Egilsstöðum 22.-26. júní 2015

Eins og undanfarin ár sér UÍA um skólann í samstarfi við UMFÍ og FRÍ. Um nokkurs konar íþróttasumarbúðir er að ræða þar sem þátttakendur eru saman allan tímann og gisting og matur innifalið í pakkanum. Þátttakendur koma saman um hádegi á mánudegi og skólanum lýkur með pompi og prakt á föstudegi.


Skólinn er ætlaður fyrir 11 og eldri og hentar hvoru tveggja byrjendum sem og þrautreyndum frjálsíþróttakrökkum. Í skólanum gefst þátttakendum kostur á að æfa við bestu aðstæður og undir leiðsögn reyndra þjálfara.


Þó frjálsar íþróttir skipi veglegan sess í dagskrá skólans þá er fjölbreytinin engu að síður í fyrirrúmi.


Í gegnum tíðina hefur verið farið í strandblak, taekwondo, glímu, forníþróttir, á hestbak, í bátsferð, fjallgöngu, skylmingar, golf og fleira og fleira.


Þátttökugjald er 20.000 kr og innifalið í því er kennsla, fæði, gisting og allar ferðir sem farið verður í.


Hildur Bergsdóttir verður skólastjóri í skólanum, og fær til liðs við sig ýmsa þjálfara, bæði í frjálsum íþróttum og öðrum greinum.


Tekið við skráningum og nánari upplýsingar veittar á skrifstofu UÍA í síma 4711353 eða á netfangið 
uia@uia.is.

Viðburður var stofnaður á facebook þar sem hægt er að nálgast frekari upplýsingar:

https://www.facebook.com/events/744107235707744/

18.05.2015

Íþróttahelgi á Djúpavogi

Næstkomandi helgi (15-17maí) stendur umf. Neisti fyrir íþróttahelgi hérna á Djúpavogi.

Við hjá Neista erum búin að fá fjóra frábæra þjálfara til að vera með námskeið og bjóðum við börnum frá Breiðdalsvík og Stöðvarfirði, fæddum árin 1999-2009 að vera með (0.bekkur-10.bekkur).

 
Hallur Ásgeirs kemur og verður með fótboltaakademíu, Hjörtur og Ásmundur koma frá Reyðarfirði og kenna börnum í 4.-10.bekk glímu en hún er því miður ekki kennd yngri börnum en 10 ára og María Anna ætlar að koma og kenna körfubolta og þangað geta allir mætt 2009-1999.

Skráning er rafræn og fer fram hérna og það þarf að skrá fyrir miðnætti í kvöld (miðvikudag 13.maí):

http://goo.gl/forms/DjqPJONZdL

Hægt að greiða í afgreiðslu íþróttahússins föstudag eða laugardag en verðið er eftirfarandi: 

Körfubolti 1000kr
Glíma 1000kr
Fótbolti 5000kr
 
Ætlunin er að enda á sunnudaginn á litlu-fótboltamóti þar sem allir fá að njóta sín í blönduðum flokkaskiptum liðum.
 
Hvetjum við alla til að nýta tækifærið og vera með
 
12.05.2015

Íþróttamaður ársins

Fimmtudaginn 19.mars voru veittar viðurkenningar á vegum Umf. Neista. Voru veittar fimm viðurkenningar til metnaðarfullra og duglegra ungmenna. 

Íþróttamaður ársins var valinn Bergsveinn Ás Hafliðason. FótboltaNeisti var Jens Albertsson og SundNeisti var Þór Albertsson. Sérstök verðlaun fyrir ástundun og framfarir fengu þau Kristófer Dan og Diljá Snjólfsdóttir. Óskum við þeim innilega til hamingju. 

Nánar má lesa um hvert og eitt þeirra hér fyrir neðan myndina.

Frá vinstri: Kristófer Dan, Jens, Bergsveinn Ás, Þór og Diljá.

Kristófer Dan fékk viðurkenningu fyrir framför og ástundun. Kristófer er metnaðarfullur leikmaður  sem mætir á allar æfingar og leggur sig allann fram á þeim. Kristófer tekur mikið af aukaæfingum og má oft sjá hann í íþróttasalnum á ólíklegustu tímum að æfa sig. Æfingin skapar meistarann og hefur Kristófer náð miklum framförum síðastliðið ár.

Jens Albertsson fékk viðurkenninguna "Fótbolta-Neisti". Jens er einstaklega hæfileikaríkur fótboltamaður, leggur mikið á sig til að ná réttri tækni og stundar fótbolta af mikilli elju. Jens  er vel að titlinum kominn og hvetjum við hann til að halda áfram á sömu braut.

Bergsveinn Ás var valinn Íþróttamaður ársins. Bergsveinn mætir á allar æfingar hvort sem er fótbolti eða íþróttir. Sýnir mikinn metnað og var valinn ásamt 99 öðrum á sama reki, á hæfileikamót KSÍ og stóð sig þar með stakri prýði. Bergsveinn er áhugasamur og virkilega góður íþróttamaður. 

 

Þór Albertsson, Sund-Neisti. Þór vann stigabikarinn á sundmóti ÚÍA sumarið 2014. Hann keppti einnig á Landsmóti UMFÍ á yngra ári og vann þar medalíu. Þór er áhugasamur sundmaður og hvetjum við hann til að synda áfram.

Diljá fær viðurkenningu fyrir ástundun og framfarir. Diljá er metnaðarfullur íþróttamaður á öllum sviðum. Hún æfir sund, íþróttir og fótbolta og hefur sýnt framfarir á öllum þessum sviðum. Hún er jákvæð og hvetjandi. Hvetjum við Diljá til að stunda áfram íþróttir af kappi. 

 

25.04.2015

Fótboltavöllurinn í Blánni

Ágætu sveitungar

Þá er búið að bera á völlinn okkar góða í Blánni ásamt því að nú tekur við viðkvæmt vaxtarstig hjá honum. Því er mikilvægt að börnin nýti SPARKVÖLLINN hjá grunnskólanum núna næsta mánuðinn og séu EKKI á fótboltavellinum í Blánni fram að Neistadeginum í lok maí. Rafn Heiðdal þjálfari mun ganga í bekki og ræða við krakkana á morgun og biðjum við ykkur um að passa völlinn með okkur.

Með kærleikskveðju

Ungmennafélagið Neisti

20.04.2015

Sumarstarf - Þjálfari

Ungmennafélagið Neisti óskar eftir að ráða þjálfara í sumar til að þjálfa fótbolta og/eða frjálsar hjá börnum á grunnskólaaldri.
Starfið fer fram frá 8. júní - 12. júlí. Tímasetningar og fjöldi tíma er umsemjanlegt. Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna í tölvupósti neisti@djupivogur.is eða í síma 848-5552.


14.04.2015

Páskaegg

Kæru félagar PÁSKAEGGIN ERU KOMIN!!!
Þau verða afhent í íþróttahúsinu á morgun, 28. mars, frá 11 - 13 gegn greiðslu eða millifærslu á reikning Neista.

Sambó eggin og fótboltaeggin á 3.500
Rís og Draumaegg á 2.500

Athugið að það eru til nokkur auka Draumaegg á 2.500 ef þið hafið áhuga

Sjáumst

27.03.2015

Páskaeggin

Kæru félagar PÁSKAEGGIN ERU KOMIN!!!
Þau verða afhent í íþróttahúsinu á morgun frá 11 - 13 gegn greiðslu eða millifærslu á reikning Neista.

Sambó eggin og fótboltaeggin á 3.500
Rís og Draumaegg á 2.500

Sjáumst

20.03.2015

Páskaeggjamót á Norðfirði

Vekjum athygli ykkar á páskaeggjamótinu í frjálsum nk. sunnudag á Norðfirði.

Endilega ræðið við börnin ykkar um hvort þau vilji fara og þá getið þið sameinað í bíla. 

Fjörugt frjálsíþróttamót fyrir 11 ára og eldri.
 


Keppt verður í flokkum stráka og stelpna 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára +. Keppnisgreinar eru langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu, kúluvarp, hástökk og spretthlaup.

Keppendur safna stigum með árangri sínum í hverri grein, þannig gefur 1. sæti 6 stig, 2. sæti 5 stig og þannig koll af kolli. Í lok móts verða verðlaunaðir stigahæstu einstaklingar í hverjum aldursflokki stráka og stelpna og fá að launum stæðileg páskaegg.

Allir keppendur fá lítið páskaegg í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna.

Þátttökugjald er 500 kr á einstakling óháð greinafjölda. Skráning er hafin og skulu skráningar berast á netfang UÍA uia@uia.is.

Facebook viðburður:
https://www.facebook.com/events/396713690501027

19.03.2015

Aðalfundur UMF. Neista

Minnum á Aðalfund UMF. Neista í Löngubúð kl 17:00 fimmtudaginn 19. mars.

Hvetjum við foreldra allra barna til að mæta

Vinsamlegast skoðið auglýsinguna um aðalfundarboð, þar kemur fram dagskrá fundarins og annað.


17.03.2015

Úrslitakvöld hjá Neista

Eftir hrikalega spennandi og skemmtileg undanúrslitakvöld er komið að  ÚRSLITAKVÖLDI í spurningakeppni Neista. Keppni hefst stundvíslega kl 20:00 laugardaginn 7. mars á Hótel Framtíð. Líkt og önnur kvöld kostar 500kr inn á spurningakeppnina óháð aldri og minnum við á að 12 ára og yngri eiga að vera í fylgd með ábyrgum aðila. Hvetjum alla til að koma og hafa gaman, styrkja gott málefni og eiga skemmtilega kvöldstund saman. Tilboð á pizzum frá kl 18:00-19:30.
Liðin sem keppa eru sem hér segir:

Langabúð vs. Baggi
Kvenfélagið vs. Grafít

Þetta verður hörku stuð og augljóst að bikarinn góði fer í nýjar hendur.
Fiskmarkaðurinn er heima þessa stundina að fægja og pússa, með sorg í hjarta og tár á hvarmi yfir tapinu í undanúrslitunum.

06.03.2015