Djúpivogur
A A

Neisti

17. júní 2019 á Djúpavogi

17. júní fór fram á Djúpavogi með pompi og prakt.

Dagskráin hófst með skrúðgöngu frá Íþróttahúsi niður í Blá.

Fjallkona var Guðrún Lilja Eðvarðsdóttir. Hún flutti ljóðið “Hver á sér fegra föðurland” og stóð sig með stakri prýði.

Farið var í hina ýmsu leiki og leiktæki sem Boltafjör-Vatnaboltar settu upp og vöktu gríðalega mikla hrifningu hjá ungu kynslóðinni. Þar var einnig skopteiknari / myndskreytir og var nóg að gera hjá honum við að teikna börn og fullorðna.

Unglingar voru með andlitsmálningu að vanda. Grillveisla var haldin og í boði voru hamborgarar og vöktu grillmeistararnir mikla lukku meðal gesta, heyrst hefur að þetta hafi verið heimsins bestu borgarar.

Leikið var í Djúpavogsdeildinni um kvöldið, þar sem Hnaukabúið og Nallarar öttu kappi og var stemmningin spennandi meðal áhorfenda.

Leikurinn fór á þá leið að Nallarar unnu Hnaukabúið 5-1.

Var þetta hinn skemmtilegasti dagur og vill stjórn Neista þakka öllum þeim sem aðstoðuðu.

Hafdís Reynisdóttir
Framkvæmdarstjóri Neista

Cittaslow

Dagatal UMF Neista 2018 - 2019

Dagatal Ungmennafélagsins Neista fyrir skólaárið 2018 - 2019 er nú klárt.

Smellið hér til að nálgast það.

10.10.2018

Sindri/Neisti - KA á Neistavelli

Föstudaginn 24. ágúst kl. 17:00 verður fótboltaleikur á Neistavellinum.

23.08.2018

Þjóðhátíðardagurinn 2018 á Djúpavogi

17. júní var haldinn hátíðlegur hér á Djúpavogi í góðu veðri og mikilli stemmningu.

Cittaslow

17. júní 2018 á Djúpavogi

Dagskrá 17. júní á Djúpavogi

Cittaslow

Vormót Neista í sundi um helgina

Vormót Neista verður haldið á Djúpavogi þann 6. maí nk. og hefst kl. 10:00 (húsið opnar kl. 09:00).

Samlokur, súpa, kaffi og ávextir til sölu á staðnum fyrir alla en keppendur fá ávexti frítt.

Börn 10 ára og yngri fá þátttökumedalíu en veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin hjá 11 ára og eldri.

Skráning skal berast á neisti@djupivogur.is fyrir kl. 18:00 þann 4. maí svo hægt sé að skrá í mótaforritið.

Þátttökugjald er kr. 1000.- fyrir hvert barn.

ATH. Ekki verða teknar niður síðbúnar skráningar á mótið.

Með vorkveðju;
UMF Neisti

03.05.2018

Laxar ehf. sigurvegari Spurningakeppni Neista 2018

Um helgina fóru fram úrslit í Spurningakeppni Neista 2018.

Fjögur lið öttu kappi í fyrri umferðum kvöldsins en þar unnu Laxar lið Bagga og Geysir sigraði ríkjanda meistara í Búlandstindi.

Í úrslitaviðureigninni unnu Laxar ehf. síðan Geysi 8-6.

Meðfylgjandi myndir tók Birgir Th. Ágústsson og kunnum við honum bestu þakkir fyrir þær.

ÓB


Lið Geysis: f.v. Þuríður Harðardóttir, Anna Sigrún Gunnlaugsdóttir og Þór Vigfússon


Lið Búlandstinds: f.v. Ólöf Rún Stefánsdóttir, Natan Leó Arnarsson og Sóley Dögg Birgisdóttir


Lið Laxa ehf.: f.v. Eðvald Smári Ragnarsson, Kristján Ingimarsson og Rafn Heiðdal. Með þeim á myndinni er verndari keppninar, Desmond Tutu.


Lið Bagga ehf.: f.v. Ingi Ragnarsson, Guðmundur Helgi Stefánsson og Eiður Ragnarsson


Sigurvegarar spurningakeppni Neista 2018, Laxar ehf.

Cittaslow

Síðasta undankvöld spurningakeppni Neista 2018

Á morgun, fimmtudag, er komið að lokakvöldi undankeppninnar í árlegri spurningakeppni Neista. Þá mætir lið Eyfreyjuness liði Bragðavalla og Laxar etja kappi við Við voginn.

Leikar hefjast kl. 20:00 í Löngubúð og miðaverð er 1.000 kr.

Sigurvegarar keppa svo um sæti í úrslitum sem fram fara laugardaginn 24. mars á Hótel Framtíð

Sjáumst öll hress!

UMF Neisti

21.03.2018

Spurningakeppni Neista 2018 - ATH. breyttar dagsetningar

Spurningarkeppni Neista hefst föstudaginn 16. mars.

Undankeppnirnar fara fram í Löngubúð föstudaginn 16. mars, þriðjudaginn 20. mars og fimmtudaginn 22. mars.

Úrslitakvöldið fer svo fram laugardaginn 24. mars á Hótel Framtíð.

Aðgangseyrir er 1000kr. börn frá frítt til fermingarárs.

Keppnirnar hefjast allar kl 20:00 og eru til c.a. 21:30. Úrslitakvöldið er þó aðeins lengra.

Hver veit nema hent verði í eitt hressandi pubquiz fyrir áhorfendur að lokinni úrslitarimmunni!?!

Endilega mætið og fylgist með frábærum lið etja kappi í frábærri keppni!
Áfram Neisti!

09.03.2018

Aðalfundur UMF Neista

Aðalfundur UMF Neista verður haldinn mánudaginn 19. mars í Löngubúð, kl. 20:00.

Það er afar brýnt að sem flestir mæti á fundinn og láti sér málefni Neista varða. Flestir ef ekki allir eiga einhvern að sem annaðhvort er iðkandi eða hefur verið. Þetta snertir því okkur öll og við sem Djúpavogsbúar fjölmennum að sjálfsögðu!

Á fundinum er sömuleiðis kosið til nýrrar stjórnar og hvet ég allt Neistafólk til þess að bjóða sig fram til stjórnar! Þetta er gefandi og þarft hlutverk sem samfélagið okkar nýtur góðs af.

ATH!!!

Sökum fæðingarorlofs framkvæmdastjóra Neista var ekki hægt að auglýsa fundinn með 3 vikna fyrirvara eins og reglur segja til um. Engu að síður verður fundurinn haldinn 19. mars til þess að tryggja að hann dragist ekki yfir páska og því of mikið á langinn. Athugasemdir berast á netfangið neisti@djupivogur.is

WÓL

07.03.2018

UMF Neisti auglýsir eftir þjálfara

Ungmennafélagið Neisti óskar eftir starfsmanni í stöðu þjálfara fyrir starfsárið 2017-2018.

Um er að ræða 55% hlutastarf þar sem viðkomandi mun annast alla þjálfun á vegum Neista. Greinarnar sem um ræðir eru: Frjálsar íþróttir, fótbolti og sund. Einnig mun þjálfari fylgja iðkendum Neista á valin keppnismót og sjá um utanumhald á keppnisdögum sem fram fara á Djúpavogi.

Hæfniskröfur:

  • Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af skipulagðri íþróttastarfsemi sem iðkendur eða stjórnendur.
  • Góð samskiptahæfni nauðsynleg.
  • Umsækjendur þurfa að búa yfir hæfni í stjórnun og skipulagi.
  • Umsækjandi þarf að geta hafið störf strax.

Áhugasamir vinsamlega hafið samband við Óðinn í síma 820-0371 eða senda tölvupóst neisti@djupivogur.is

28.08.2017

Sindri/Neisti - Höttur á Neistavelli

Föstudaginn 25. ágúst kl. 17:00 og 17:50 mun 5. flokkur Sindra/Neista og Hattar spila hér á Neistavelli.

Við vonumst til að sjá sem flesta á vellinum að hvetja okkar lið áfram. 

Búum til hörku stemningu og gerum daginn ógleymanlegan.

UMF. Neisti

24.08.2017

17. júní á Djúpavogi

Kæru Djúpavogsbúar!

Hér að neðan er dagskrá Neista fyrir hátíðahöld á 17. júní. Eins og sést er boðið upp á margt skemmtilegt og vonandi geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Við hvetjum hverfin til þess að skreyta vel og láta sjá sig. Svona viðburðir eru alltaf skemmtilegastir þegar vel er mætt og þátttakan er góð!!

Einnig bendum við á að frekari hátíðahöld verða í Löngubúð síðar um kvöldið.

Neisti hlakkar til að sjá ykkur á laugardaginn!!

Áfram Neisti!

12:30 Andlitsmálning og undirbúningur fyrir skrúðgöngu
13:00 Skrúðganga frá Grunnskólanum að Neistavelli
13:45 Fjallkonan flytur ljóð á Neistavelli.
14:00 Fótbolti, (Fullorðnir á móti börnum!) Stultur, reipitog og andlitsmálning!
14:30 Verðlaun fyrir best skreytta húsið.
14:35 Leiktæki opna – Hoppukastalar og Vatnsrennibraut, 
15:00 Söngstund á Pallinum (fyrir söngelska krakka á öllum aldri)!
14:00 - 16:00 Grillaðar pulsur og Svalar til styrktar Neista.
16:30 Formlegri dagskrá lokið.

14.06.2017

Hreyfivika Neista 2017

Hreyfivika Neista 2017 er í fullum gangi.

Sjá dagskrá hennar hér að neðan.

ÓB

 

 

 

 

 

 

 

 

01.06.2017

Sundakademía Neista um helgina

Sundakademía Neista verður dagana 29.-30.apríl.

Neisti býður velkomna Hrafnhildi Lúthersdóttur ólympíufara, margfaldan Íslandsmeistara og sunddrottningu en hún mun stýra æfingabúðum á laugardeginum ásamt því að flytja fyrirlestur fyrir alla áhugasama. Með henni kemur Aron Örn Stefánsson sem er einn af fremstu sundmönnum Íslands og margfaldur Íslandsmeistari.

Æfingabúðir verða allan laugardaginn og Vormót Neista verður á sunndag.

Hrafnhildur verður með opinn fyrirlestur/fund fyrir alla iðkendur, þjálfara, foreldra og aðra áhugasama á laugardaginn í íþróttahúsinu kl. 15:00.

Æfingabúðirnar eru fyrir börn 10 ára og eldri en Vormót Neista er fyrir krakka á öllum aldri.

Verð
Sundakademía Neista kostar 5.000 kr. En innifalið í því eru æfingabúðir(kvöldverður, kvöldvaka, gisting, morgunverður, æfingar og fyrirlestur) og mótsgjald á Vormót Neista.

Ef óskað er eftir að skrá einungis á Vormót er mótsgjaldið 1.000 kr. fyrir hvern iðkanda.

Neisti greiðir mótsgjald fyrir alla sína iðkendur eins og áður og er verðið á Sundakademíu því einungis 4.000 kr. fyrir Neistakrakka.

Neisti hvetur alla sundgarpa á Austurlandi til að flykkjast á Djúpavog og taka þátt í þessari helgi með okkur.

Skráning í Sundakademíu Neista skal berast (gretamjoll@djupivogur.is) í síðasta lagi á hádegi fimmtudaginn 27. apríl.

Vinsamlegast takið fram nafn iðkanda, kennitölu og greinar sem skráð er í á Vormóti Neista.

ÁFRAM NEISTI!

 


Aron Örn Stefánsson


Hrafnhildur Lúthersdóttir

26.04.2017

Spurningakeppni Neista 2017

Spurningakeppni Neista fer fram vikuna 13. mars - 18. mars. Um er að ræða geysi magnaða keppni þar sem fyrirtæki og/eða einstaklingar á Djúpavogi keppa í gáfum og almennri snilli.

Keppniskvöldin verða 13. mars, 15. mars, 16. mars og úrsliakvöldið verður laugardaginn 18. mars. Fyrstu 3 keppniskvöldin fara fram í Löngubúð en úrslitakvöldið á Hótel framtíð.

Keppnirnar hefjast kl 20:00 og aðgangseyrir verður 1000kr. í reiðuféi. Frítt er fyrir börn. Miðað er við að krakkar komnir á fermingarár greiði fyrir aðgang og marki þar með skilin milli barna og fullorðinna.

Við hvetjum alla bæjarbúa til þess að fjölmenna enda um skemmtilega og hressandi skemmtun að ræða.

Kv. Óðinn í Neista

06.03.2017

Aðalfundur Neista

Neisti vill hér með boða aðalfund Neista. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 2. mars kl. 20:00 í Löngubúð.

Áður hafði fundurinn verið boðaður 27. febrúar en vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna fresta fundurinn til 2. mars.

Það er afar mikilvægt að allir Neista unnendur mæti og láti skoðanir sínar í ljós. Kosið verður í stjórn Neista og ég vil hvetja alla til þess að bjóða sig fram. Þetta er skemmtilegt og þarft starf.

Ég mun minna reglulega á fundinn á næstunni til að reyna að tryggja að sem flestir muni eftir fundinum og mæti.

Sjáumst þá og takk fyrir.

Óðinn í Neista.

02.03.2017

Stofnfundur Ungmennaráðs Djúpavogs

Djúpavogshreppur hefur að undanförnu, í samstarfi við Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, unnið að stofnun Ungmennaráðs Djúpavogs.

Markmið ungmennaráðsins er að veita fólki á aldrinum 12- 18 tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélag sitt og stuðla að uppbyggingu og stefnumótun í málefnum ungs fólks í Djúpavogshreppi.

Til stendur að halda opinn stofnfund þar sem fulltrúar sveitastjórnar, ungt fólk og almenningur kemur saman og markar stefnu og markmið ungmennaráðsins fram á við.

Lagt verður til að fulltrúi ungmennaráðs hafi seturétt á þeim sveitarstjórnarfundum þar sem málefni ungs fólks eru rædd og hafi ráðgefandi hlutverk.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mun starfa með Ungmennaráði í þeim verkefnum og viðburðum sem ráðið tekur sér fyrir hendur.

Áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og láta málefni ungs fólks sér varða.

Virðingarfyllst,
William Óðinn Lefever
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Djúpavogshrepps.

16.02.2017

Risa-sundhelgi á Djúpavogi: æfingabúðir og bikarmót

Sunnudaginn 27. nóvember fer fram hið árlega Bikarmót UÍA í sundi. Mótið verður haldið í sundlauginni á Djúpavogi. Íþróttamiðstöðin opnar kl 09:00 og mót hefst kl 10:00. Mótsslit eru áætluð kl 15:00.

Neisti ætlar samhliða Bikarmótinu að bjóða upp á æfingabúðir í sundi. Þær fara fram laugardeginum fyrir (26. nóvember) og verða í umsjón Inga Þórs Ágústssonar. Ingi Þór er þaulvanur og margreyndur sundgarpur. Hann sá um þessar sömu æfingabúðir á Bikarmótinu í fyrra.

ÓB

 

 

 

 

21.11.2016

Jólabingó Neista

Jólabingó Neista fer fram sunnudaginn 20. nóvember á Hótel Framtíð. Við hvetjum alla bæjarbúa til þess að koma saman og taka þátt. Þetta verður frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa.

Krakkabingó kl. 15:00 - 17:00
Fullorðinsbingó kl 20:00 - 22:00

1X spjald = 600 kr.
2X spjöld = 1.000 kr.
3X spjöld = 1.300 kr.

Frábærir vinningar í boði!

UMF. Neisti

17.11.2016

Leikskólakennari

Leikskólinn Bjarkatún auglýsir eftir leikskólakennara til starfa. Starfið er laust frá 1. janúar 2017. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 470-8720 og gudrun@djupivogur.is.

Kvennafrí í dag kl. 14:38 - tilkynning frá UMF Neista

Vegna kjarabaráttu kvenna mun þjálfari Neista leggja niður störf frá 14:38 í dag, mánudaginn 24. október eins og konur um allt land!

Það mun því ein æfing falla niður í lok dags hjá Neista vegna þessa. 

UMF Neisti.

24.10.2016

Litið við í íþróttaskóla Djúpavogs

Íþróttaskóli Djúpavogs tók til starfa 1. október síðastliðinn. Það er Greta Mjöll Samúelsdóttir íþróttaþjálfari sem stendur að þessum skemmtilegu námskeiðum sem standa til boða börnum á leikskólaaldri.

Þátttakan hefur verið alveg frábær og gríðarlegt fjör hjá börnunum. Við litum við á æfingu sl. laugardag.

Smellið hér til að skoða myndir.

ÓB

10.10.2016

Laust starf í Tryggvabúð

Djúpavogshreppur auglýsir 50 % starf í Tryggvabúð frá 1. október. Um er að ræða framtíðarstarf í félagsmiðstöð eldri borgara. 
Félagsmiðstöð eldri borgara í Tryggvabúð er staðsett að Markarlandi 2, Djúpavogi og er opin öllum þeim sem þangað vilja koma. 
Þar fer fram fjölbreytt félags- og tómstundastarf auk dagþjónustu fyrir eldri borgara

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið starfsmanns 
• Umsjón með félagsstarfi í samvinnu við stjórn Félags eldri borgara í Djúpavogshreppi, félags- og tómstundanefnd og sveitarstjóra
• Matseld í hádegi, morgun- og síðdegiskaffi, þrif
• Viðkomandi veitir einstaklingum persónulega og einstaklingsmiðaða þjónustu

Við leitum að einstaklingi með
• þekkingu og reynslu af því að starfa með fólki
• skipulagshæfileika
• lipurð í mannlegum samskiptum
• hæfni til að sýna frumkvæði í starfi
• íslenskukunnáttu

Launakjör eru skv. kjarasamningi sveitarfélaga við viðkomandi félög.

Umsóknir skulu berast á skrifstofu sveitarfélagsins Bakka 1, 765 Djúpavogi, fyrir 29. september n.k. 

Umsóknareyðublöð má nálgast með því að smella hér.

Nánari upplýsingar veitir undirritaður í s. 843-9889 og á netfanginu sveitarstjori@djupivogur.is

Sveitarstjóri

Kynningardagur félagasamtaka, fyrirtækja og frumkvöðla í Djúpavogshrep...

Hvað er um að vera í vetur?

Kynningardagur félagasamtaka, fyrirtækja og frumkvöðla í Djúpavogshreppi verður haldinn Laugardaginn 8. október 2016 milli kl. 15:00-17:00 í Íþróttamiðstöð Djúpavogshrepps, ef næg þátttaka fæst

Í Djúpavogshreppi er fjölbreytt flóra félagasamtaka, fyrirtækja og frumkvöðla með mjög mismunandi starfssemi og virkni.

Sum hafa mögulega þörf á samstarfsaðilum, sjálfboðaliðum og/ eða fleiri þátttakendum til að efla megi félagsskapinn og starfsemina, önnur eru rótgróin með góða virkni sem gaman er að kynna fyrir öðrum.

Nú gefst öllum í Djúpavogshreppi tækifæri á að kynna sig, sitt og/ eða sinn rekstur á lifandi og skemmtilegan hátt líkt og gert var í janúar sl. og sést á þessu myndskeiði:

Umf. Neisti sér um skipulag og uppstillingu í sal, býður upp á barnagæslu í barnalandinu, verður með veitingasölu og fleira fjölbreytt og fjörugt sér til fjáröflunar.

Þátttakendur geta valið um stærð og gerð á kynningarbása:

með 1-2 borðum, stólum eða auðan bás á verðbili 1.000-3.000 kr.- sem rennur í félagsstarf Neista.

Öllum þátttakendum er velkomið að nýta tækifærið sér til fjáröflunar, skráningar á nýjum félagsmönnum, sölu á varningi, happadrætti, með söng, leik eða einhverju allt öðru til kynna sína starfsemi á sinn hátt svo dagurinn verði sem allra flottastur og gestir kynnist starfseminni sem best.

Básunum verður raðað upp þannig að þátttakendur geta verið með fleiri en einn bás/ starfsemi.

Þátttakendur geta skráð sig rafrænt hér fyrir föstudaginn 30. september og fengið frekari upplýsingar eða skráð sig beint hjá Ágústu Margréti á vefpóstinn agusta@arfleifd.is eða í sími 863-1475.

Með því að smella hér getið þið skoðað myndir frá síðasta kynningardegi sem haldinn var í janúar síðastliðnum.

Með von um góð viðbrögð og dúndurdag á Djúpavogi

Fh. umf. Neista
Ágústa Margrét Arnardóttir

 

 

21.09.2016

Neistafréttir fyrir september - vetrarstarf Neista

Kæru iðkendur, forráðamenn, félagar og aðrir áhugasamir um umf. Neista.

Undanfarið hefur stjórn Neista unnið hörðum höndum að skipulagningu vetrarins með þeim fjölmörgu verkum sem sinna þarf.

ÆFINGAR hefjast mánudaginn 12. septmeber og er skráning rafræn HÉR:

Fyrsta FJÁRÖFLUN vetrarins verður laugardaginn 17. september og óskum við hér með eftir 20 sjálfboðaliðum frá 13 ára og upp úr í vörutalningu í versluninni Samkaup.

Neisti fær fyrir þetta greiddan góðan pening sem er glæsilegt fjárframlag inn í félagið sem nýtt verður til að niðurgreiða æfingar, námskeið og mót.

Vinsamlegast skráið ykkur og unglingana ykkar hjá Helgu Björk verslunarstjóra Samkaups sem fyrst.

VIÐBURÐADAGATAL verður sent út um miðjan september með öllum þeim mótum, námskeiðum, viðburðum og verkum sem fyrirhuguð eru á æfingaárinu (september 2016- júlí 2017).

Dæmi um MÓT sem haldin eru fyrir mismunandi aldursflokka frá 5 ára og upp úr:

Sumarhátíð ÚÍA, ÞS mótið, Fjarðarálsmótið, Pæjumótið, Símamótið, Sundmót Neista, Hennýjarmótið, Sundmót ÚÍA, Unglingalandsmót og fleira og fleira....

Dæmi um VIÐBURÐI sem Neisti tekur þátt í í fjáröflunarskyni og samfélgaslega:

Yfirseta á félagsvist, bingó, spurningakeppni fyrirtækjanna, skipulag 17. júní, jólagleði, hreyfivikan, ævintýranámskeið, kynningardagur félagasamtaka, fyrirtækja og frumkvöðla á Djúpavogi, Edrú lífið forvarnarstarf og fleira og fleira.....

Dæmi um fyrirhugaðar FJÁRAFLANIR OG VERK sem tengjast þeim:

Vörutalning í Samkaup, kökusala, barnagæsla og tiltekt á kynningardegi félagasamtaka, fyrirtækja og frumkvöðla, söfnun bingóvinninga og umsjón með bingó, sala á varningi á jólamarkaði kvenfélagsins (allar hugmyndir vel þegnar), sala á rófum, páskaeggjum og varningi merktum Neista: sundhettur, heilgallar, ponsjó og/ eða annað (allar hugmyndir vel þegnar), jóla- og áramtótaverk (brenna og fleira)....

Auk þess er stefnt á að halda og taka þátt í einhverjum NÁMSKEIÐUM.

Tveir stjórnarmeðlimir þurftu því miður að hætta í stjórninni í sumar en nú þegar hefur verið fyllt í þeirra starf og bjóðum við Katrínu Jónsdóttur og Sævar Þór Rafnsson hjartanlega velkomin til starfaog þökkum fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir gott starf.

Aðrir stjórnarmeðlimir eru Pálmi Fannar, Guðjón Viðars, Ágústa Margrét, Júlía Hrönn, Helga Björk, Inga Bára, Óðinn Sævar og framkvæmdarstjórinn er Óðinn Lefever.

Umf. Neisti er félag allra bæjarbúa og því fylgir fjölbreytt félagsstarf og félagslíf sem auðgar andann og bæjarlífið.

Þátttaka í félagsstarfinu er ávinningur fyrir alla og hlakkar okkur mikið til að starfa með iðkendum, forráðamönnum og öðrum áhugasömum í vetur.

Áfram Neisti!

Fh. Neista Ágústa Margrét Arnardóttir, ritari og upplýsingafulltrúi.

09.09.2016

Þroskaþjálfi í Djúpavogsskóla

Djúpavogsskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa í 100% starf, sem kemur til með að vinna með fötluðum nemendum skólans í nánu samstarfi við umsjónarkennara. 

Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli.  Kennsla fer fram á þremur starfsstöðvum, grunnskóla með um 70 nemendur, leikskóla með tæplega 40 nemendur og tónskóla.  Mikið og gott samstarf er á milli allra skólastiga. Einnig er mjög gott samstarf við Umf. Neista en yfir 90% nemenda grunnskólans stunda æfingar hjá ungmennafélaginu og taka þær við strax að loknu skólastarfinu. 

Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á því að gera Djúpavogsskóla að Cittaslow skóla en Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hreyfingunni árið 2013. Djúpavogsskóli er Grænfánaskóli. 

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar áskolastjori@djupivogur.is eða í síma 470-8713.