Djúpavogshreppur
A A

Útskriftarferð

Útskriftarferð

Útskriftarferð

skrifaði 20.05.2015 - 15:05

Útskriftarferð elstu nemenda leikskólans var þann 20 maí sl.  Þau hafa verið í undirbúningsstarfi fyrir grunnskólagönguna í allan vetur og nú fá þau útskriftarferð en útskriftin sjálf verður þann 30. maí nk. í kirkjunni.  Þar með lýkur starfinu formlega þó flest þeirra verði áfram í leikskólanum fram að sumarlokun.

Útskriftarferðin var með svipuðu sniði og í fyrra. Börnin gengu frá leikskólanum í Steinasafn Auðuns þar sem tekið var á móti þeim og sýnt safnið og sagðar sögur um steinanna. Þeim fannst þetta frábært og voru ein stór augu yfir þessum listaverkum sem steinarnir eru.  Þegar þau kvöddu Auðun og þökkuðu fyrir sig þá gaf hann þeim öllum óskastein í gjöf.  Þ

á var haldið út í Löngubúð þar sem Ríkharðssafn var skoðað,  farið var upp á loft og skoðað allt dótið sem þar er. Ýmis fróðleikur fylgdi með í skoðunarferðinni og voru augun ekki minna stór en í steinasafninu.  Eftir þessa miklu fróðleiksferð var sest niður í Löngubúðinni og gætt sér á dýrindis Muffins og svala að drekka.

Eftir þessar ljúfu veitingar var haldið aftur út í leikskóla og dagurinn kláraður þar. 

Í steinasafninu

Stórmerkilegir steinar í þessu safni

Á Ríkarðssafni voru fullt af brjósmyndum og vakti það undrun þeirra að það var af dauðu fólki.

Við þessa kistu var sögð draugasaga og urðu sumir svolítið smeykir

Með möffins og trópí

Fleiri myndir hér

ÞS