Djúpavogshreppur
A A

Sveitaferð

Sveitaferð

Sveitaferð

skrifaði 21.05.2012 - 08:05

Foreldrafélag Djúpavogsskóla stóð fyrir hinni árlegu sveitaferð leikskólans þann 11. maí.

Að þessu sinni var farið inn að Hvannabrekku og var sérstaklega vel tekið á móti börnunum og foreldrum þeirra.  Á bænum eru mörg dýr, kýr, kindur, kanínur, hænur, hundar og hestar og höfðu ungir sem aldnir mjög gaman af heimsókninni.  Dráttarvélarnar höfðu líka mikið aðdráttarafl og í lok ferðarinnar settust allir niður og fengu sér hressingu í boði foreldrafélagsins.

Við þökkum bændum á Hvannabrekku sérstaklega vel fyrir frábærar móttökur.  Myndir eru hér.  HDH