Djúpavogshreppur
A A

Sólmyrkvi 2015

Sólmyrkvi 2015

Sólmyrkvi 2015

skrifaði 20.03.2015 - 13:03

Jæja þá erum við búin að upplifa sólmyrkvann en tunglið var aðeins of fljótt á sér að skyggja á sólina því alskýjað var framundi hádegi en þá var komin glampandi sól.  Í staðinn sáum við þegar það kviknaði á ljósastaurunum í bænum og svo slökknaði á þeim aftur.  Það dimmdi yfir og birti svo aftur sem var mjög skrítið.  Við höfðum með okkur epli og settumst niður og borðuðum þau saman.  Síðan fórum við hjá hringsjánni og sáum Papey, Búlandstind og auðvitað sveitabæina okkar í Berufirðinum.  Þetta var skemmtileg gönguferð og upplifun fyrir alla að verða vitni af sólmyrkvanum.

Fyrst var allt svona

En svo allt í einu varð allt svona

Í myrkrinu

Auðvitað prófuðum við gleraugun 

Fleiri myndir hér

ÞS