Djúpavogshreppur
A A

Slökkviliðið í heimsókn

Slökkviliðið í heimsókn

Slökkviliðið í heimsókn

skrifaði 03.12.2010 - 11:12

Tveir elstu árgangar leikskólans tóku á móti tveimur slökkviliðsmönnum í gær en þeir komu í heimsókn hér í leikskólann og fræddu börnin um mikilvægi þess að reykskynjarar væru í lagi á öllum heimilum auk þess sem börnin fengu bækling til að fara með heim og bókamerki.  Börnin munu svo vinna áfram í leikskólanum með brunaeftirlit þar sem þau fara yfir neyðarljós við útigönguhurðar, skoða slökkutækin og margt fleira.  Börnin fengu að sjá hvernig reykköfunarmaður lítur út en Guðlaugur var í fullum skrúða með grímu og hjálm þannig að hann var mjög óhugnanlegur að sjá.  Síðan fengu þau að prófa að gefa honum súrefni með því að ýta á einn takka á grímunni hans og líka að prófa hjálminn hans Baldurs sem var mjög flottur með speglagleri. 

Reykköfunarmarður í fullum skrúða


Að prófa hjálminn

Fleiri myndir eru hér

ÞS