Djúpavogshreppur
A A

Öskudagssprell 2016

Öskudagssprell 2016

Öskudagssprell 2016

skrifaði 10.02.2016 - 15:02

Það er búið að vera líf og fjör í leikskólanum í dag enda uppáhaldsdagur allra barna, öskudagur en þá má maður koma í grímubúning í leikskólann, það er sleginn köttur úr tunnunni og síðan dansað.  Eftir ballið er horft á mynd en elstu nemendurnir fá að kíkja í heimsókn upp í grunnskóla og sjá hvað er gert í grunnskólanum á öskudeginum.  Við fórum svo út að leika í snjónum eftir hádegismatinn og tókum á móti grunnskólakrökkunum sem komu til okkar og sungu vel valin lög í staðinn fyrir eitthvað góðgæti sem þau öll fengu fyrir frábæran söng. 

Sjá myndir hér

 

ÞS