Djúpavogshreppur
A A

Lubbi finnur málbein

Lubbi finnur málbein

Lubbi finnur málbein

skrifaði 29.10.2014 - 14:10

Í leikskólanum er unnið markvisst með málörvun þar sem unnið er meðal annars með bókina Lubbi finnur málbein.  Bókin er um hund sem langar til að læra að tala en til þess þarf hann að læra hljóðin sem stafirnir eiga.  Hann finnur málbein með stöfunum sem hann borðar á ferð sinni um Ísland.  Á hverri blaðsíðu er fjallað um einn eða tvo stafi/málhljóð og stutt saga fylgir.  Einnig er vísa um stafinn sem Þórarinn Eldjárn orti og geisladiskur fylgir bókinni þar sem hver vísa er sungin.  Við eigum líka DVD diskinn Lubbi finnur málbein þar sem krakkar syngja og gera hreyfingar með hverju málhljóði. 

 

Í vetur höfum við á Kríudeild verið svo heppinn að fá Lubba í heimsókn til okkar en hann kemur til okkar í málörvunarstundirnar. 


Hér má sjá Lubba með málbeinin sín, hann er búin að borða A, B, D, M og N

Við æfum okkur í að skrifa stafina og vinna með stafina eins og þegar við lærðum um B þá blésum við sápukúlur á blað eða bjuggum til dreka úr D-inu. 


Lubbi fylgist spenntur með þegar við klippum D í drekann

Síðan lærum við líka landafræði þar sem við förum til Dalvíkur og skoðum okkur um þar.

En við vitum líka að Djúpivogur á D

Fleiri myndir úr málörvun á Kríudeild eru hér

ÞS