Djúpavogshreppur
A A

Leikrit miðvikudaginn 13.apríl

Leikrit miðvikudaginn 13.apríl

Leikrit miðvikudaginn 13.apríl

skrifaði 11.04.2016 - 16:04

Brúðuleikrit

Brúðuheimar ætla að koma á Djúpavog miðvikudaginn 13. apríl og halda fyrir okkur brúðuleikritið Pétur og Úlfurinn. Leikritið verður klukkan 14:00-15:00 og er fyrir aldurinn 0-8 ára. Leikritið verður haldið út á Helgafelli og munu krakkar sem eru enn í leikskólanum og viðverunni fara með kennurum en börn sem eru hætt fyrr eða eru ekki í leikskólanum mæta með foreldrum sínum.

Þetta leikrit er sumargjöf til leikskóla barnanna í ár frá foreldrafélaginu og verða teknar ljósmyndir til minningar, sem þau munu fá á sumardaginn fyrsta.

 

Kær kveðja Foreldrafélag Djúpavogsskóla