Djúpavogshreppur
A A

Könnun vegna sumarlokunar

Könnun vegna sumarlokunar

Könnun vegna sumarlokunar

skrifaði 20.01.2010 - 15:01

Könnun á sumarlokun Bjarkatúns

 

Í haust var send út könnun til allra foreldar leikskólabarna í Bjarkatúni.  Ástæðan var sú að fyrirspurn hafði borist um tímasetningu sumarlokunar leikskólans og hvort möguleiki væri á að breyta henni.  Á foreldrafundi var sumarlokunin rædd og í framhaldi ákveðið að gera könnun á því hvenær foreldrar myndu vilja að lokunin yrði.  12 foreldrar skiluðu inn könnuninn og var niðurstaðan sú að 9 foreldrar vildu halda óbreyttri sumarlokun þ.e. frá 16. júlí til 15. ágúst.  Tveir vildu að sumarlokunin væri frá 15. júní til 15. júlí og einn vildi að lokunin væri frá 1. júlí til 28. júlí.  Enn fremur kom sum hugmynd upp að láta sumarlokunina rúlla þ.e. að loka eitt sumarið 15. júní til 15. júlí en það næsta 15. júlí til 15. ágúst.  Einnig kom upp fyrirspurn um hvort væri möguleiki á að reka róló á meðan á lokunartíma stendur t.d. í 4 tíma á dag og þá bara útivera og nesti.  Þessi fyrirspurn verður send til sveitarstjórnar til umfjöllunar. 

 

ÞS