Djúpavogshreppur
A A

Fyrsta grunnskólaheimsóknin 2010

Fyrsta grunnskólaheimsóknin 2010

Fyrsta grunnskólaheimsóknin 2010

skrifaði 07.10.2010 - 13:10

Þann 23. september fóru 8 leikskólabörn úr elsta árgangi leikskólans í heimsókn upp í grunnskóla í þeim tilgangi að hitta gamla leikskólanemendur sem nú eru byrjaðir í fyrsta bekk, hitta gamla kennarann úr leikskólanum, hana Ingu en einnig til að kynnast grunnskólanum og starfinu þar.  Í þessari fyrstu heimsókn var byrjað á að fara í samsöng þar sem nemendur 1-6 bekkjar voru að æfa nokkur lög á gangi skólans.  Eftir samsönginn var skólinn skoðaður með leiðsögn Ingu og nemenda 1. bekkjar þar sem við kíktum í allar stofur og hittum kennara og nemendur grunnskólans.  Við hittum líka skólastjóra grunnskólans hana Berglindi.  Eftir skoðunarferðina fórum við inn í stofuna sem 1.,2. og 3. bekkur hafa og unnum verkefni sem Inga hafði útbúið handa okkur.  Eftir verkefnavinnuna var nestistími þar sem allir fengu samloku og svala sem leikskólinn hafði útbúið.  Eftir nestistímann var farið út í frímínútur og þar var farið í leiki, leikið í leiktækjunum og farið á sparkvöllinn.  Þegar frímínúturnar voru búnar kvöddu leikskólabörnin grunnskólann og héldu af stað út í leikskóla með verkefnablöðin sín.  Næst ætla leikskólabörnin að bjóða 1. bekk í heimsókn út í leikskóla. 


Í samsöng


Að fá verkefni hjá Ingu


Að borða nestið í nestistímanum


í leikjum


Að prófa leiktækin


Á sparkvellinum

Fleiri myndir eru hér

ÞS