Djúpavogshreppur
A A

Foreldrafundur á Kríudeild

Foreldrafundur á Kríudeild

Foreldrafundur á Kríudeild

skrifaði 19.01.2012 - 08:01

Þriðjudaginn 19. janúar var haldinn foreldrafundur á Kríudeild.  Þátttaka foreldra var nokkuð góð, 10 foreldrar mættu og áttu 13 börn af 22 fulltrúa sinn á fundinum, eða 59% 
Engin formleg dagskrá var en deildarstjóri hóf fundinn á því að segja frá nýjungum í hreyfingu.  Ákveðið hefur verið að fara í samstarf við grunnskólann og mun elsti árgangurinn fara annan hvorn mánudag í íþróttir með 1. og 2. bekk.  Íþróttakennari grunnskólans heldur utan um tímana en starafsmaður frá leikskólanum fer með börnunum og aðstoðar þau.
Þá var rætt um skólastarfið hjá elsta árganginum, Sögugrunnur var kynntur en það er verkefnakassi sem foreldrafélög leik- og grunnskólans keyptu saman sl. vor.  Í þessum kassa eru myndir og orð og er ætlast til að börnin semji sögur o.m.fl.  Þá var rætt um Numicon, stærðfræðikubbana en þeir eru einnig sameiginleg eign skólanna.
Þá var rætt um rólu-/gæsluvöllinn sem starfræktur var sl. sumar og virðist vera áhugi á því hjá foreldrum að sveitarfélagið bjóði uppá slíka þjónustu einnig í sumar.  Halldóra tók að sér að kanna það mál.
Rætt var um lokunina á leikskólanum milli jóla og nýárs og var ekki annað að heyra en að allir foreldrarnir, sem mættir voru á þennan fund, hafi verið ánægðir með hana.

Næsta þriðjudag verður foreldrafundur hjá Krummadeild, frá 17:00 - 18:00.  Foreldrar eru hvattir til þess að mæta.  HDH