Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Ný heimasíða

Leikskólinn Bjarkatún hefur tekið í notkun nýja heimasíðu 

 

www.bjarkatun.leikskolinn.is

12.12.2017

Leikskólinn Bjarkatún: Kennari / leiðbeinandi óskast

Kennari / leiðbeinandi óskast í leikskólann Bjarkatún í 100% starf annars vegar og í 50% starf eftir hádegi hins vegar.

Umsóknarfrestur er til 18. desember 2017 en æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf 2. janúar 2018.

Laun eru skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við launanefnd sveitarfélaga.

Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 470-8720. Umsóknir sendist á netfangið bjarkatun@djupivogur.is eða sendist á skrifstofu leikskólastjóra að Hammersminni 15B, 765 Djúpivogur.

Guðrún S Sigurðardóttir
leikskólastjóri

Laus vistunarpláss í janúar 2018

Laus eru 2 vistunarpláss í leikskólanum Bjarkatúni í janúar 2018. Vinsamlegast sækið um fyrir 1. desember 2017. Umsóknir sem þegar eru komnar eru í gildi.

Inntökureglur eru á heimasíðu leikskólans undir Um Bjarkatún, skráningar og innritunarreglur.

Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í s: 470-8720 eða á bjarkatun@djupivogur.is Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu leikskólans einnig er hægt að sækja um hjá leikskólastjóra að Hammersminni 15 en öllum umsóknum skal skila þangað.

Guðrún S. Sigurðardóttir
Leikskólastjóri

Úr heimabyggð

Eitt af því sem Cittaslow hugmyndafræðin leggur upp með er að nýta sem best fæði úr heimabyggð.  Gera því hátt undir höfði og vera stolt af því sem við framleiðum og búum til sjálf.  Djúpavogsskóli er að innleiða Cittaslow hugmyndafræði í skólanna og höfum við í leikskólanum reynt eftir fremsta megni að bjóða börnunum upp á mat úr heimabyggð.  Það tóskst svona líka heldur betur vel einn hádegismatartíma þegar allt sem börnin fengu kom úr sveitarfélaginu nema kannski smjörið á rúgbrauðið þó við getum ekki sagt það fullri vissu því jú við framleiðum mjólk í Djúpavogshreppi þó fullvinnsla hennar fari framm annarsstaðar. 

Glænýjar kartöflur og gulrætur

Það gerist varla betra en þetta

En hér má sem sagt sjá glænýja ýsu veidda af bátum frá Djúpavogi, unna í Búlandstindi, þá eru það kartöflur og gulrætur sem koma frá Karlsstöðum og síðan nýbakað rúgbrauð sem Bergþóra bakaði fyrir okkur. 

 

ÞS

Breytt hópastarf

Við urðum aðeins að laga til hópastarfið inn á Kríudeild en svona er nýja fyrirkomulagið

 

Hópastarf Kríudeildar

 

06.10.2017

Hópastarfið byrjar á mánudaginn

Við byrjum hópastarfið á mánudaginn en hægt er að sjá skipulag deildanna hér

 

Starfið á Krummadeild (Yngri börnin)

Starfið á Kríudeild (Eldri börnin)

Skipting hópa

15.09.2017

Staðan á Cittaslow verkefninu í Djúpavogsskóla

Nú er ár liðið frá því að nemendur og starfsfólk í Djúpavogsskóla tóku það gæfuspor að ákveða að innleiða hugmyndafræði Cittaslow í skólana. Töluverð undirbúningsvinna hafði farið fram áður en þetta var ákveðið og höfðu viðræðu- og spjallfundir verið haldnir haustið 2015. Það var hins vegar í byrjun árs 2016 sem allt var sett á fullt og sótt var um tvo styrki til að aðstoða okkur við innleiðinguna. Annars vegar hjá Sprotasjóði, Kennarasambands Íslands og hins vegar frá Erasmus+ sem er hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins, en Rannís á Íslandi sér um utanumhaldið hér á landi.

Okkur til mikillar ánægju fengum við báða styrkina sl. vor, 2,1 milljón frá Sprotasjóði og um 4,5 milljón frá Erasmus+. Frá hausti 2016 höfum við verið að máta okkur inn í verkefnið, þróa leiðir til að halda utan um innleiðinguna og vinna markvisst að því að máta okkur inn í hæglætishreyfinguna Cittaslow – sem stendur þó alls ekki fyrir að gera allt hægt. Það er eitt af því sem við erum búin að komast að í vetur.

Segja má að þrjú hugtök nái að langstærstum hluta utanum þessa hugmynd. Orðin þrjú eru: Sérstaða, fjölbreytni og virðing. Og þessi þrjú hugtök eiga að vera rauði þráðurinn í öllu skólastarfinu, það er stóra markmiðið og ljóst er að það mun taka okkur nokkur ár að festa innleiðinguna í sessi.

Í vetur höfum við áfram unnið að því að flokka, huga að matarsóun og annað slíkt. Við höfum breytt dagskipulagi í grunnskólanum, t.d settum við á sérstakan nestistíma að morgni til þess að nemendur gætu notið þess að borða nestið sitt í rólegheitunum. Einnig færðum við hádegisverðinn fram um hálftíma til að koma til móts við svanga nemendur. Að sama skapi var ákveðið að hafa útiveru í hádeginu sem varð til þess að unglingarnar okkar sátu saman allt hádegið og spjölluðu saman um heima og geima yfir matnum og yngri nemendur nutu þess að vera úti í leikjum.

Styrkirnir tveir sem við fengum voru hugsaðir til tveggja mismunandi verkefna, Sprotasjóðsstyrkurinn var hugsaður til að vinna að verkefninu inná við, fá sérfræðinga í heimsókn og til að greiða hluta kostnaðar við gerð heimildamyndar. Erasmus+ styrkurinn var hugsaður til að koma á samskiptum við skóla á Ítalíu. Nú ári síðar þá er ljóst að þessi markmið náðust bæði mjög vel.

Sex starfsmenn úr grunn- og leikskólanum fóru til Orvieto á Ítalíu í janúar 2017. Þar var lagður grunnur að áframhaldandi samstarfi og verkefnið kortlagt. Í maí 2017 fóru síðan 12 unglingar úr 8.-10. bekk í skólaheimsókn, ásamt þremur fylgdarmönnum. Nemendur dvöldust í fimm daga í Orvieto við leik og störf og kynntust þar fullt af nýju fólki og ekki síst nýrri menningu. Ferðalangarnir fengu heimboð til ítalskra fjölskyldna þar sem þeir snæddu ítalskan heimilismat og kynntust heimilishaldi þar. Komu þeir heim með frábærar minningar og eru spenntir að launa þeim greiðann þegar nemendur frá Ítalíu koma að heimsækja okkur vorið 2018.

Hvað framhaldið varðar þá er gleðilegt að segja frá því að við sóttum aftur um í Sprotasjóðinn og fengum 1.6 milljónir í styrk fyrir næsta skólaár. Erasmus+ styrkurinn var til tveggja ára þannig að verkefnið hefur samtals fengið um 8 milljónir. Í september munu sex kennarar frá Orvieto heimsækja Djúpavog og verður gaman að geta sýnt þeim þorpið okkar, skólana og næsta nágrenni, auk þess sem við munum að sjálfsögðu halda áfram að þróa verkefnið áfram.

Við erum búin að komast að því að innleiðing á hugmyndafræði Cittaslow er langhlaup. Við héldum fyrst að við gætum tikkað í box og sagt svo eftir tvö ár að við værum búin og gætum þá farið að snúa okkur að einhverju öðru. Það er alls ekki þannig því við ætlum að verða Cittaslow, við ætlum að hlúa að sérstöðu okkar sem skóla og samfélags, við ætlum að fagna fjölbreytileikanum í öllum sínum myndum og við ætlum að bera virðingu fyrir sjálfum okkur og eins og okkur er frekast unnt. Þannig aukum við lífsgæði okkar og annarra og þannig náum við hæglætinu sem felst í því að lifa og njóta.

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir,
skólastjóri Djúpavogsskóla

Með þessari frétt er mynd af hugarkorti sem nemendur á Kríudeild í leikskólanum unnu með deildarstjóranum sínum í vetur. Eins og þið sjáið eru þrír litir á kortinu. Fyrsta skipti sem nemendur skrifuðu inná það er með rauðum lit. Það sem er svart kemur næst og það skráðu nemendur eftir að hafa hitt Pál Líndal. Þriðja skráningin er síðan með bláum lit

Fréttir af leikskólastarfinu

Við héldum upp á öskudaginn í byrjun mars með því að halda öskudagssprell og slógum köttinn úr tunnunni. 

Myndir af því eru hér

 

Vissu þið að Einar Mikael töframaður kom í leikskólann og sýndi börnunum í leikskólanum og 1. bekk grunnskólans nokkur töfrabrögð.  Hann vakti mikla lukku og voru krakkarnir dugleg að aðstoða hann við töfrabrögðin.

 

Myndir af því eru hér

Krakkarnir á Kríudeild fóru á fund í Geysi til að fræðast um Cittaslow og má sjá myndir af þeim fundi hér

Síðan fóru elstu nemendur leikskólans reglulega upp í grunnskóla enda byrja þau í 1. bekk næsta haust.  Þau fóru í byrjendalæsistíma, íþróttir, danskennslu og sund auk þess sem þau kíktu í smíðastofuna og tóku þátt í frímínútum.  Þau enduðu svo skólaárið á því að vera síðustu tvær vikurnar í grunnskólanum milli kl. 8:00-12:00.  Þau eru því orðin nokkuð heimavön grunnskólanum þegar þau mæta næsta haust. 

Myndir úr danskennslu eru hér

Myndir úr grunnskólaheimsóknum eru hér

 

ÞS

16.06.2017

Skóladagatalið

Skóladagatal leikskólans fyrir skólaárið 2017-2018 má finna hér til hliðar.  Endilega kynnið ykkur dagatalið vel fyrir næsta skólaár. 

 

Leikskóladagatal 2017-2018

 

ÞS

16.06.2017

Skipulag leikskólastarfs í Bjarkatúni

Skipulag leikskólastarfs í leikskólanum Bjarkatúni, Djúpavogsskóla fyrir skólaárið 2017-2018 fer fram í maí.

Mikilvægt er að umsóknir um leikskólapláss hafi borist í síðasta lagi 1. maí næstkomandi fyrir næsta skólaár.

Inntökureglur eru á heimasíðu leikskólans undir Um Bjarkatún, skráningar og innritunarreglur

Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í s: 470-8720 eða á bjarkatun@djupivogur.is Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu leikskólans einnig er hægt að sækja um hjá leikskólastjóra að Hammersminni 15.

Guðrún S. Sigurðardóttir
Leikskólastjóri

Kynningarfundur um innleiðingu Cittaslow í Djúpavogsskóla

Kæru íbúar Djúpavogshrepps
Miðvikudaginn 1. mars verður kynning á innleiðingu Cittaslow í Djúpavogsskóla. Hún verður í grunnskólanum frá 17:00 - 18:00. Alilr eru hjartanlega velkomnir. 
Klukkan 18:00 verður fundur með foreldrum barna í 8.-10. bekk til að ræða fyrirhugað skólaferðalag til Ítalíu í maí.
 
Dear inhabitants in Djúpivogur
On Wednesday the 1st of March there will be introduction on the implementation of the Cittaslow ideology in Djúpavogsskóli. It will take place in grunnskóli from 17:00 - 18:00. Everyone is welcome.
From 18:00 - 19:00 there will be a meeting with the parents of the children in the 8th - 10th class to discuss there visit to Italy in May.
 
Bestu kveðjur,
Halldóra Dröfn, skólastjóri

Danssýning í dag

Í dag klukkan 15:00 verður danssýning 0.-10. bekkjar í íþróttamiðstöðinni.  Nemendur hafa verið að æfa sig alla vikuna undir stjórn Guðrúnar Smáradóttur frá Neskaupstað og í dag fáum við að njóta þess að sjá hvað þau eru orðin flink.

Aðgangur er ókeypis og hvet ég alla sem komast til að kíkja á okkur í dag.  Lofa frábærri skemmtun :)

Skólastjóri Djúpavogsskóla

Bóndadagur 2017

Bóndadagurinn í dag og voru pabbar, afar, bræður,  og frændur boðnir í morgunkaffi í leikskólanum.  Eldri börnin gerðu boðskort og fóru með heim.  Í morgun var notaleg stund þegar pabbar, afar, frændur og vinir kíktu við og fengu sér kaffi og nokkrir fengu sér hafragraut með barninu sínu. 

Eftir að gestirnir héldu til sinna starfa var aðeins farið að leika áður en ballið byrjaði.  Á þorrablótum er alltaf dansað og varð hókí pókí og fleiri dansar fyrir valinu. 

Eftir ballið var aftur farið að leika sér í smá stund fyrir hádegismatinn.  En auðvitað var boðið upp á hefðbundin íslenskan þorramat og voru börnin dugleg að smakka framandi matinn þó flestir hafi borðað best af hangikjötinu og harðfisknum.  Þess má geta að við fengum rófur í rófustöppuna frá Lindarbrekku, síldin var frá Ósnes og rúgbrauðið var bakað í leikskólanum enda var þetta alveg einstaklega bragðgott. 

Morgunkaffi í leikskólanum

Strákahópurinn að dansa

Girnilegur þorramatur

Fleiri myndir af bóndadegi hér

Fleiri myndir af þorrablóti hér

ÞS