Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Vetri fagnað 2016

Í leikskólanum fögnum við alltaf því að veturinn sé að koma.  Það gerðum við á föstudeginum fyrir fyrsta vetrardag sem var á laugardegi.  Við héldum diskótek og buðum 4. og 5. bekk grunnskólans til að fagna þessu með okkur.  Allir fengu svo köku eftir diskóið.  Allir skemmtu sér vel og voru óskalögin mörg og dansstílarnir fjölbreyttir. 


Fleiri myndir hér

ÞS

Bleikur dagur í leikskólanum

Við héldum bleikan dag þann 14. október sl. í leikskólanum þar sem allir nemendurnir og starfsfólk mætti í einhverju bleiku, mismiklu þó.  Við hittumst svo í salnum og lékum okkur og dönsuðum með bleikar blöðrur. 

Fleiri myndir hér

ÞS

28.10.2016

Kvennafrí í dag kl. 14:38 - tilkynning frá Djúpavogsskóla

Vegna kjarabaráttu kvenna munu konur í Djúpavogsskóla leggja niður störf kl. 14:38 í dag, mánudaginn 24. október.

Af því tilefni biðjum við forráðamenn að gera ráðstafanir og sjá til þess að búið verði að sækja börnin í grunn- og leikskóla fyrir þann tíma.

Sjá nánar um kvennafrídaginn hér.

Skólastjórar Djúpavogsskóla.

 

 

Skólastarf Bjarkatúns

Hægt er að sjá skólastarf Kríudeildar með því að smella á myndina og síðan er hægt að prenta hana út og hengja í ísskápinn.  Hóparnir eru aldurshreinir og er einum hópi (2013) skipt í tvennt í ákveðnu starfi.  

ÞS

20.10.2016