Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Hænan Droplaug

Hænan Droplaug kom í heimsókn í leikskólann en hún er íslensk hæna frá Bragðavöllum.  Hænan var í búri svo allir áttu auðvelt með að sjá hana auk þess sem Hanna sagði okkur ýmislegt um hænur, hvernig þær borða og hvað þær borða auk þess sem við fengum að vita hvernig þær baða sig. 

Fleiri myndir hér

ÞS

29.01.2016

Þorrablót leikskólans 2016

Þorrablót leikskólans var haldið í dag, bóndadag.  Dagurinn byrjaði á því að öllum karlmönnum sem komu með börnin sín í leikskólann var boðið upp á kaffi.  Síðan fengu börnin sér morgunmat og eftir hann fóru þau í valtíma.  Eftir valtímann var haldið diskótek þar sem börnin tjúttuðu við makarena, superman og hókí pókí auk fleirri skemmtilegra laga.  Eftir ballið var opnað á milli og sest að snæðingi þar sem allir fengu að smakka á þorramatnum. 


Með pabba og afa í heimsókn í leikskólanum

Við dönsum hókí pókí


Rosa stuð á balli


Allir gerðu sér þorrahatta


Síðan snæddu allir þorramat með "bestu" lyst og ýmislegt var smakkað

Fleiri myndir hér

 

ÞS

Starfsmaður óskast

Starfsmaður óskast í leikskólann í 100% starf annars vegar og í 50% starf eftir hádegi hins vegar vegna fjölgunar á börnum og fæðingarorlofs.

Umsóknarfrestur er til 22. janúar en æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf fljótlega.
Laun eru skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags við launanefnd sveitarfélaga.

Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri – umsóknir sendist á netfangið bjarkatun@djupivogur.is eða sendist á skrifstofu leikskólastjóra að Hammersminni 15, 765 – Djúpivogur.

Guðrún Sigurðardóttir
leikskólastjóri

Starfsmaður óskast

Starfsmann vantar í leikskólann;

Starfsmaður óskast í leikskólann í 100% starf og í 50% starf eftir hádegi vegna fjölgunar á börnum og fæðingarorlofs.

Umsóknarfrestur er til 22. janúar en æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf fljótlega.

Laun eru skv. kjarasamningi.

Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri – umsóknir sendist á netfangið bjarkatun@djupivogur.is eða sendist á skrifstofu leikskólastjóra að Hammersminni 15, 765 – Djúpivogur.

 

Guðrún Sigurðardóttir

leikskólastjóri

Starfsmaður óskast

Starfsmann vantar í leikskólann:

Starfsmaður óskast bæði í 100% og 50% stöðu eftir hádegi, strax, vegna fjölgunar á börnum og fæðingarorlofs. 

Laun eru skv. kjarasamningi.

Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 470-8720 – umsóknir sendist á netfangið gudrun@djupivogur.is eða sendist á skrifstofu leikskólastjóra að Hammersminni 15, 765 – Djúpivogur.

Guðrún Sigurðardóttir

 Leikskólastjóri

Starfsmaður óskast

Leikskólakennari / starfsmann vantar í leikskólann í 100% starf sem fyrst, frá 8-16 á Kríudeild (eldri).

Umsóknarfrestur er til 8. janúar 2016. Laun skv. kjarasamningi.

Allar nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 4708715 / 8690236 - umsóknir berist á gudrun@djupivogur.is.

GSS