Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Vöfflukaffi á aðventunni

Í byrjun aðventunar fór hópur barna úr leikskólanum í vöfflukaffi út í Tryggvabúð.  Vöfflukaffi er alla miðvikudaga í Tryggvabúð og fóru 7-8 börn frá leikskólanum í hvert skipti.  Farið var í fjögur skipti og var síðasta skiptið þann 16. desember.  Börnin gengu ef veður leyfði og voru ýmist sótt þangað eða komu til baka í leikskólann um fjögur leytið.  Var þetta skemmtileg tilbreyting á starfinu og fannst öllum gaman að kíkja á heldri borgara sem hafa aðstöðu þarna og sum hittu ömmu sína eða afa, langömmu eða frænku og snæða ljúffenga vöfflu með sultu og rjóma. 

Fyrsti hópurinn í vöfflukaffi


Síðasti hópurinn í vöfflukaffi

Fleiri myndir hér

ÞS

 

Jólatréð skreytt og jólaball

Jólatréð er skreytt af elsta árgangi leikskólans og er það gert daginn fyrir litlu jólin sem voru að þessu sinni, miðvikudaginn 16. desember.  Það var mikill spenningur og gleði við að taka upp allt fallega skrautið sem fór á tréð og koma því svo á tréð sem varð hið skrautlegasta. 

Þegar búið var að skreyta tréð var orðið ballhæft og var jólaballið haldið með pomp og prakt.


Fyrst var dansað í kringum jólatréð

Síðan kom Gluggagæir í heimsókn og voru sumir mjög hugrakkir á meðan aðrir leituðu skjóls í faðm kennaranna


Jólasveinninn færði öllum krökkunum gjafir


Jólasveinninn kvaddi okkur og við ætlum að hitta hann aftur seinna


Þá var sest niður, allir fengu ávexti og horfðum svo saman á jólamynd um Rúdólf með rauða nefið

 

Fleiri myndir af jólaskreytingu trésins

Fleiri myndir af jólaballinu

ÞS

 

17.12.2015

Jólaföndur og kaffihús

Jólaföndur foreldrafélags Djúpavogs

Laugardaginn 5. desember verður árlegt jólaföndur Djúpavogsskóla í grunnskólanum.
Föndrið verður frá 11:00 - 14:00.  Í boði verður alls konar endurnýtanlegur efniviður, allt er ókeypis en gott er að taka með sér lím, skæri og auglýsingapésa til að föndra úr.
Nemendur 9. bekkjar verða með kaffihús frá 12:00 - 14:00 og verða margar girnilegar hnallþórur í boði.

Allir íbúar sveitarfélagsins eru hjartanlega velkomnir, ef ekki til að föndra þá bara til að hitta aðra og kíkja á kaffihúsið. 

Skólastjóri