Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var á mánudagin sl. 16. nóvember.  Börnin á Kríudeild fóru á bókasafnið í vikunni og völdu sér bækur sem þau fengu svo lánaðar niður í leikskóla.  Við höfum svo verið að skoða og lesa og skoða þessar bækur alla vikuna.  Elstu börnin unnu svo með vísuna Buxur, vesti, brók og skór eftir Jónas Hallgrímsson.  


Tjaldahópur velur sér bók

Græni hópurinn skoðar bók


Rauði hópurinn gluggar í bækurnar


Buxur, vesti, brók og skór......

Fleiri myndir hér

ÞS

20.11.2015

Skólastarf í leikskólanum

Nú er skólastarfið komið á fullt í leikskólanum en það byrjaði þann 15. september sl. Á Kríudeild og Krummadeild fara þau í Lubbastarf, hreyfingu og listakrók.  Auk þessa fer  Krummadeild í könnunarleik og málörvun/fínhreyfing og Kríudeild í þemaverkefni og tónlist auk þess sem elsti árgangurinn er í Tjaldastarfi. 


Elsti hópurinn á Kríudeild í tónlist


Yngsti hópurinn á Krummadeild í Lubbastarfi


Miðhópurinn á Kríudeild í listakrók

Myndir af starfi á Krummadeild

Myndir af starfi á Kríudeild.   Tónlist og Lubbastarf

ÞS

 

13.11.2015

Gjöf frá Kvenfélaginu Vöku

Í sumar færðu Kvenfélagskonur leikskólanum rólur fyrir yngstu nemendurna að gjöf. Nú eru þær komnar upp og viljum við  í Leikskólanum Bjarkatúni þakka kærlega fyrir þessa góðu gjöf. Hér sést formaðurinn Ingibjörg Stefánsdóttir ýta tveim nemendum í rólunni og eins og sést mun rólan koma að góðum notum.

 
Mokað fyrir nýrri rólu


Rólan samsett og tilbúin til uppsetningar


Þá er bara að prófa róluna


Formaður Kvenfélagsins afhendir og vígir nýju róluna með yngstu börnum leikskólans

Fleiri myndir hér

ÞS og GSS