Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Bangsadagur

Alþjóðlegi bangsadagurinn var þann 27. október sl.   Þá fengu leikskólabörnin að hafa með sér bangsa að heiman og leika með hann í leikskólanum.  Við sungum lög fyrir bangsana og dönsuðum með þeim í samverustund auk þess sem þeir horfðu á þegar við vorum í hópastarfi. 

 

Á Kríudeild með bangsann sinn

Á Krummadeild með bangsann sinn

Fleiri bangsa myndir hér

ÞS

30.10.2015

Dagar myrkurs í leikskólanum

Í dag byrjuðu dagar myrkurs á Austurlandi og að því tilefni fóru leikskólabörnin í heimsókn upp í Landsbanka og fengu gefins endurskinsmerki.  Þau eru nefnilega svo mikilvæg til þess að við sjáumst vel þegar myrkrið skellur á. 

Allir fengu eitt endurskinsmerki

Nú ættu allir að sjást vel

Fleiri myndir hér

ÞS

28.10.2015

Nýir kennarar

Það hefur verið mikill erill í leikskólanum frá því að við opnuðum í haust. Við vorum fáliðuð til að byrja með en höfum verið að bæta við nýjum kennurum smátt og smátt. Ásdís Heiðdal byrjaði sem deildarstjóri um leið og við opnuðum eftir sumarfríið. Hafdís Reynisdóttir og Bergþóra Valgeirsdóttir byrjuðu 31. ágúst og Bryndís Skúladóttir og Ania Czezcko 1. september. Þann 7. september byrjuðu Hafdís Ásta Marinósdóttir og Guðný Klara Guðmundsdóttir og að lokum byrjar William Óðinn Lefever 5. október. Þá er leikskólinn orðin fullmannaður með 35 börnum á tveimur deildum, 23 börn eru á Kríudeild og er ekki hægt að bæta við fleirri börnum þar inn og á Krummadeild eru 12 börn og getum við bætt við 3 börnum í janúar.

Við bjóðum alla velkomna til starfa og hlökkum til skemmtilegs veturs :)

GSS

02.10.2015