Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Kveðjur

Það voru 6 stelpur sem kvöddu leikskólann í dag en þær eru allar að fara í grunnskóla í haust.  Auk þess höfðu 3 önnur börn hætt fyrr í sumar. 

Leikskólinn fékk tuskudýr að gjöf frá einum nemanda og voru krakkarnir mjög þakklát fyrir þá gjöf og hafa þau leikið sér mikið með dýrin. 

Þessi færðu leikskólanum þetta flotta hjól sem eflaust verður gaman að hjóla á enda fyrir tvo.

Leikskólinn mun þó ekki sleppa þeim alveg frá sér þar sem við ætlum að heimsækja þau upp í grunnskóla og fá þau í heimsókn í leikskólann næsta vetur. 

ÞS

17.07.2015

Sullum og drullumöllum

Þessa síðustu viku í leikskólanum áður en hann fer í sumarfrí höfum við verðið að sulla og drullumalla.  Við blésum sápukúlur (sjá myndir), fengum slönguna út og drullumölluðum allskonar kökur og fínerí.  Vatnsblöðrurnar voru mjög spennandi í sullukarinu.  Í leiðinni þrifum við dótið okkar enda það orðið verulega skítugt eftir veturinn. 

Vatnsblöðrur

Sullað með vatn

Drullumallað

Myndir hér

ÞS

15.07.2015

Gróðursetning og garðrækt

Börnin á Kríudeild settu niður kartöflur og nokkrar gerðir af fræjum í vor í gróðurkassanna okkar.  Þau hafa síðan farið nokkur börn í einu í hverri viku og vökvað og kíkt á vöxtinn.  Sprettan er ágæt þrátt fyrir að hitastigið hafi ekki farið hátt hjá okkur í sumar en það verður spennandi að  sjá hvernig útkoman verður í haust.

Setjum niður kartöflur

Vökvum vel

Myndir hér

ÞS

13.07.2015

Djúpavogshreppur auglýsir störf

Djúpavogsskóli – grunnskóli

Íþrótta- og sundkennsla, samtals 18 stundir á viku og smíðakennsla 8 stundir á viku, samtals 100% starf.  Æskilegast að viðkomandi geti kennt allt saman en það er þó ekki skilyrði.

Skólaliði um 60% starf, vinnutími 8:00 – 13:00.  Aðstoð inni í bekkjum, gæsla o.fl.

Skólaliði um 50% starf, vinnutími 12:00 – 16:00.  Aðstoð við skólamötuneyti og gæsla í lengdri viðveru.

Djúpavogsskóli – leikskóli

Deildarstjóri á yngri deild, 100% starf. 

Leikskólakennarar, 3 x 100% störf

Stuðningsfulltrúi með fötluðu barni, 100% starf

Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2015 og sendast umsóknir vegna grunn- og leikskóla á skolastjori@djupivogur.is

Djúpavogshreppur / Umf. Neisti

Djúpavogshreppur, í samvinnu við Ungmennafélagið Neista, auglýsir starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.  Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að stýra metnaðarfullu og lifandi æskulýðs- og íþróttastarfi í samvinnu Ungmennafélagsins Neista, Djúpavogsskóla og sveitarfélagsins.

Starfssvið:

Yfirumsjón með starfi Umf. Neista s.s. þjálfun, foreldra- og sjálfboðaliðastarfi, fjármálum, heimasíðu, mótshaldi og öðru sem lýtur að starfsemi félagsins í samvinnu við stjórn þess.

Yfirumsjón með æskulýðsstarfi í sveitarfélaginu í samvinnu við Djúpavogsskóla og sveitarstjórn.

Um er að ræða 100% starf frá og með 15. ágúst.

Hæfniskröfur:

Menntun sem nýtist í starfi

Reynsla og þekking á æskulýðs- og íþróttamálum

Góð framkoma og hæfni í mannlegum samskiptum

Reynsla af stjórnun og stefnumótun

Umsóknum ásamt meðmælum og ferilskrá skal skila á skrifstofu Djúpavogshrepps, Bakka 1 , 765 Djúpavogi og er umsóknarfrestur til 31. júlí 2015.   Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri og má senda fyrirspurnir á netfangið sveitarstjori@djupivogur.is

 

 

Sápukúlufjör

Það er alltaf gaman að blása sápukúlur og góð æfing fyrir alla enda skemmtu allir sér vel í sápukúlublæstri og drullumalli í leikskólanum í dag. 


Sápukúlur


Rosafjör að blása sápukúlurDrullumall

Fleiri myndir hér

ÞS

09.07.2015

Tjaldadeild í grunnskólanum

Í byrjun maí fóru elstu nemendur leikskólans í grunnskólann þar sem þeir fengu innsýn í tilvonandi grunnskólastarf enda byrja í grunnskólanum í haust.  Fengu þau að vera í einni stofu þar sem handavinna er kennd og viðveran er eftir hádegi.  Þau tóku þátt í samsöng og frímínútum auk þess sem þau fóru í nokkra tíma með 1. bekk. Í samsöng

Í fyrsta bekkjarstofunni

Morgunmatur í grunnskólanum

Tilvonandi grunnskólastelpur

07.07.2015

Lifandi háfur

Þeir Guðlaugur og Óðinn á Öðlingi komu í heimsókn í leikskólann með lifandi háf í kari.  Vakti hann mikla lukku og fengu þau að vita allt um Háfa.  Við í leikskólanum erum einstaklega heppin með það hvað við eigum áhugasama foreldra sem eru alltaf tilbúin að koma með eitthvað spennandi heiman frá til að sýna leikskólabörnum. Þannig höfum við fengið lamb, hunda, hvolpa og yrðlinga í heimsókn til okkar og nú komu sjómennirnir/pabbar með lífríki sjávar upp á land til að sýna okkur og erum við þeim og öllum hinum mjög þakklát fyrir að fá þessa innsýn.

 


Undrunin leynir sér ekki


Það var mikið spurt og spekulerað


Verið að benda krökkunum á hvar Háfurinn veiddist

Áhugasamir krakkar að skoða Háfinn

Fleiri myndir hér

ÞS

06.07.2015