Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Hattadagur

Í dag er hattadagur í leikskólanum og máttu börn og starfsfólk mæta með hatta, höfuðföt eða derhúfur.  Við bjuggum líka til okkar eigin hatta og skreyttum þá og síðan var tjúttað með hattanna fyrir hádegismatinn. 

Með hatta

Að búa til hatta

Allir að dansa ...og spegla sig með fínu hattanna

Fleiri myndir hér

ÞS

26.06.2015

Í sól og sumaryl

Þó hitastigið fari ekki hátt um þessar mundir þá er veðrið búið að vera gott og margt brallað í leikskólanum.  Börnin eru að æfa sig í að smíða og hafa til þess stóran rekadrum þar sem þau geta neglt af vild. 

Einbeittar stúlkur að smíða

Þá erum við að rækta okkar eigið grænmeti og kartöflur en við erum með 4 ræktunarkassa á lóðinni.  Við settum kartöflur í einn kassann, radísur í annan, þriðju og fjórðu kassarnir innihalda sitthvora sallattegundina auk ýmissa kryddjurta

Það þarf að vökva reglulega og hafa börnin verið að skiptast á að vökva

Síðan fór Krummadeild í gönguferð eftir 17. júní og skoðuðu listaverkin í bleika hverfinu.

Farið var í Kubb keppni á leikskólalóðinni

Fleiri myndir eru hér

ÞS

 

25.06.2015

Síðbúið myndband frá sjómannadeginum

Hér má sjá síðbúið myndband frá sjómannadeginum - https://vimeo.com/130934660

                                                                                                          AS 

 

Skóladagatal 2015-2016

Skóladagatal næsta skólaárs er komið á heimasíður grunn- og leikskólans.  Hægt er að skoða skóladagatal Djúpavogsskóla en einnig grunn- og tónskólann sér og leikskólann sér.

HDH

Nýr leikskólastjóri

Nýr leikskólastjóri hefur verið ráðinn við Leikskólann Bjarkatún.  Það er Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, sem starfaði áður sem deildarstjóri við leikskólann.

Guðrún tekur við nýja starfinu þann 1. ágúst nk. og mun starfa í nánu samstarfi við skólastjóra Djúpavogsskóla.  Guðrún kemur til með að stýra öllu starfi leikskólans en skólastjóri Djúpavogsskóla stýrir faglegu samstarfi milli skólastiganna tveggja.

F.h. skólasamfélagsins á Djúpavogi óska ég Guðrúnu hjartanlega til hamingju með nýja starfið og óska henni velfarnaðar í því.

Halldóra Dröfn, skólastjóri Djúpavogsskóla

 

Skógardagur leikskólans

Föstudaginn 19. júní verður Skógardagur leikskólans. 

Að þessu sinni ætlum við að hafa þetta einfalt í sniðum.  Við ætlum að hittast klukkan 17:00 við hliðið og ganga saman í gegnum skóginn.  Við hengjum Óskaboxið upp á sínum stað og í Aðalheiðarlundi ætlum við að borða saman nesti (sem hver kemur með fyrir sig) og fara í nokkra leiki. 

Allir velkomnir.

 

Dóra

Frí eftir hádegi 19. júní vegna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

Starfsmönnum Djúpavogshrepps verður gefið frí eftir hádegi föstudaginn 19. júní til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 

Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri langþráðan kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Baráttan hafði þá staðið yfir frá árinu 1885 en þá skrifaði Valdimar Ásmundsson grein um stjórnmálaréttindi kvenna í blað sitt Fjallkonuna og sömuleiðis Bríet Bjarnhéðinsdóttir, og Páll Briem hélt opinberan fyrirlestur um kosningarétt og önnur réttindi kvenna.

Árið 1894 var stofnað í Reykjavík Hið íslenska kvenfélag og hafði það jafnrétti kynjanna og þátttöku kvenna í opinberum málum á stefnuskrá sinni. Félagið safnaði 2000 undirskriftum með áskorun til Alþingis um að veita konum kosningarétt árið 1895. Þetta var fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna sem skipulögð samtök kvenna lögðu fram.

Allar stofnanir sveitarfélagsins verða því lokaðar frá hádegi 19. júní.

Tengt efni:
Kvennasögusafn Íslands
Kosningaréttur í 100 ár
Konur og stjórnmál
Wikipedia
Vísindavefurinn

Afrakstur Sólblómahátíðar

Sólblómahátíð leikskólans fór fram í gær og fór afskaplega vel fram.  Nemendur höfðu undirbúið sig í allan vetur með því að búa til ýmis listaverk sem seld voru í gær.  Auk þess bökuðu þau bollakökur og bjuggu til kókoskúlur sem þau seldu sjálf á kaffihúsi, ásamt djús og kaffi.  Þá höfðu þau verið búin að planta ýmsum kryddjurtum sem seldust einnig vel.  Mjög góð mæting var strax þegar kaffihúsið opnað klukkan 15:30 og var fólk að koma alveg til að vera fimm.  Klukkan 16:00 sungu börnin fjögur lög sem þau höfðu verið búin að æfa, eitt þeirra Bonse aba er þjóðlag frá Zambíu, en þar býr einmitt Carol.

HDH

 

 

 

 

Verið að baka möffins fyrir kaffihúsið

Til að baka kókoskúlurnar þurfti að margfalda uppskriftina og telja hvað átti að setja marga desilítra í deigið.  Við gerðum fimmfalda uppskrift og áttu að vera 3 dl í hverri uppskrift þannig að þá varð að telja

Kókoskúlurnar mótaðar

 

Markmiðið var að safna fyrir árgjaldinu sem eru 45.000.- en okkur langaði líka til að safna aðeins meiru til að geta lagt inn til viðbótar í "framtíðarsjóðinn" hennar Carolar.  Telst okkur til að það hafi safnast um 55.000.- krónur í gær.

 

Nokkrir foreldrar og ættingjar barnanna voru ekki heima í gær og gátu því ekki mætt.  Listaverkin munu hanga hér uppi á veggjum áfram og verða til sölu út þessa viku og næstu, þ.e. til 19. júní.  Einnig er enn hægt að kaupa kryddjurtir.  Lágmarksgreiðsla fyrir listaverk eða kryddjurt eru 500.- en það má að sjálfsögðu greiða meira.  Hvetjum við ykkur öll til að leggja góðu málefni lið.

Afgreiðslufólkið að störfum

Myndir af undirbúningi sólblómahátíðar eru hér

Myndir af verkum barnanna og Sólblómahátíðinni má finna hér. 

 

Sólblómahátíð

Sólblómahátíð leikskólans verður 8. júní- Auglýsingu má finna hér.  Allir íbúar eru hjartanlega velkomnir.

HDH

Fallegu hreindýrin okkar

Það ætlaði allt um koll að keyra á Kríudeild í hádeginu þegar börnin sátu í rólegheitunum að borða steiktan fisk með kartöflum og grænmeti.  Haldiði ekki að hreindýrin hafi komið í heimsókn með því að kíkja yfir hæðina og þar með voru þau komin beint fyrir utan gluggann á deildinni.  Það var náttúrulega ekki annað hægt en að standa aðeins upp og sjá þessa fallegu tarfa sem eru búnir að halda sig inn í þorpinu í allt vor. 

Börnin eru nú samt alvön því að sjá dýrin enda orðin töluvert gæf og kippa sér lítið við það þó bílar keyri framhjá eða krakkar kalli til þeirra þau líta bara upp og síðan halda þau áfram að bíta græna grasið.  Það var með semingi sem þau fengust til að setjast aftur og klára matinn sinn en hreindýrin voru rosalega spennandi og langaði nokkrum að fara í gönguferð eftir matinn til að klappa dýrunum. 

 

Hreindýrin okkar komin að kíkja á okkur

Þetta er heldur betur spennandi

Kíkt á hreindýrin

Fleiri myndir má sjá hér

ÞS