Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Skólaslit / útskrift

Á morgun, laugardaginn 30. maí verða skólaslit grunn- og tónskólans, ásamt útskrift elstu nemenda leikskólans haldin í Djúpavogskirkju.  Athöfnin hefst klukkan 11:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Að athöfn lokinni verður sumarhátíð foreldrafélagsins á tjaldstæðinu og hvet ég alla til að mæta þangað til að eiga þar saman góða stund.

Skólastjóri

Slökkvistöðin heimsótt

Tveir elstu árgangarnir í leikskólanum heimsóttu slökkvistöðina í morgun þar sem tækin voru tekin út og prófuð.  Krakkarnir fengu að skoða allt í slökkvistöðinni, síðan var kíkt út en þar stóðu tveir slökkvibílar.  Allir sem vildu fengu að setjast inn í stóra bílinn og fannst þeim það mjög gaman en nokkrum fannst nóg að sjá hina prófa bílinn.  Þá var spurt hvar slangan væri eiginlega og sýndi Kári okkur það.  Slangan var dregin út og allir fengu svo að sprauta með henni. 

Þegar þau voru spurð hvað þeim hefði fundist skemmtilegast við heimsóknina sögðu öll að skemmtilegast hefði verið að sprauta úr slöngunni og að setjast í bílinn.  Eftir vatnssprautið hlupu svo allir undir bununa og var það mikið sport.  Þá var farið inn og fengin smá hressing áður en við héldum af stað út í leikskólann aftur. 

Við slökkvistöðina

Bíllinn prófaður

Sprautað úr slöngunni

 

Fleiri myndir eru hér

ÞS

27.05.2015

Tillögur um framtíðarskipan skólahalds á Djúpavogi

Með samningi sem gerður var 20. mars 2015 tók Skólastofan slf. að sér að vera til ráðgjafar um framtíðarskipulag skólastarfs á Djúpavogi sbr. samþykkt sveitarstjórnar 12. mars 2015. Ingvar Sigurgeirsson  annaðist verkefnið fyrir hönd Skólastofunnar slf.

Ingvar hefur nú skilað skýrslu í kjölfar heimsóknarinnar, þar sem margt fróðlegt kemur fram.

Skýrsluna má lesa með því að smella hér.

ÓB

Sólblómahátíð frestað

Því miður þurfum við að fresta Sólblómahátíðinni, sem átti að vera á morgun, miðvikudag.  Stefnt er á að halda hana eftir ca. 2 vikur.  Verður það auglýst þegar nær dregur.

HDH

Skýrsla um skólamál

Fyrir nokkru kom Ingvar Sigurgeirsson, frá Skólastofan slf. í Djúpavogsskóla til að taka út skólamál.  Skýrsluna hans má finna á síðum grunn- og leikskólans, á leikskólasíðunni undir:  Skýrslur og áætlanir og á grunnskólasíðunni undir Áætlanir.  HDH

Útskriftarferð

Útskriftarferð elstu nemenda leikskólans var þann 20 maí sl.  Þau hafa verið í undirbúningsstarfi fyrir grunnskólagönguna í allan vetur og nú fá þau útskriftarferð en útskriftin sjálf verður þann 30. maí nk. í kirkjunni.  Þar með lýkur starfinu formlega þó flest þeirra verði áfram í leikskólanum fram að sumarlokun.

Útskriftarferðin var með svipuðu sniði og í fyrra. Börnin gengu frá leikskólanum í Steinasafn Auðuns þar sem tekið var á móti þeim og sýnt safnið og sagðar sögur um steinanna. Þeim fannst þetta frábært og voru ein stór augu yfir þessum listaverkum sem steinarnir eru.  Þegar þau kvöddu Auðun og þökkuðu fyrir sig þá gaf hann þeim öllum óskastein í gjöf.  Þ

á var haldið út í Löngubúð þar sem Ríkharðssafn var skoðað,  farið var upp á loft og skoðað allt dótið sem þar er. Ýmis fróðleikur fylgdi með í skoðunarferðinni og voru augun ekki minna stór en í steinasafninu.  Eftir þessa miklu fróðleiksferð var sest niður í Löngubúðinni og gætt sér á dýrindis Muffins og svala að drekka.

Eftir þessar ljúfu veitingar var haldið aftur út í leikskóla og dagurinn kláraður þar. 

Í steinasafninu

Stórmerkilegir steinar í þessu safni

Á Ríkarðssafni voru fullt af brjósmyndum og vakti það undrun þeirra að það var af dauðu fólki.

Við þessa kistu var sögð draugasaga og urðu sumir svolítið smeykir

Með möffins og trópí

Fleiri myndir hér

ÞS

20.05.2015

Vortónleikar tónskólans

Vortónleikar yngri nemenda tónskólans verða haldnir í Djúpavogskirkju þriðjudaginn 12. maí.

Þeir hefjast klukkan 17:00 og eru allir velkomnir.  Enginn aðgangseyrir.

Skólastjóri