Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Djúpavogsskóli - Leikskólinn Bjarkatún auglýsir

Leikskólakennara / leiðbeinanda vantar í Leikskólann Bjarkatún strax.  Um er að ræða 100% starf.  Vinnutími frá 8:00-16:00.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax og unnið til 17. júlí 2015.

Umsóknir sendist á skolastjori@djupivogur.is og rennur umsóknarfrestur út þann 22. apríl klukkan 16:00.

Þá vantar einnig leikskólakennara / leiðbeinendur í 2 x 100% stöður frá 1. júní - 17. júlí 2015.  Umsóknarfrestur vegna þeirra staða er til 15. maí 2015.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Skólastjóri veitir nánari upplýsingar.

Skólastjóri

Djúpavogsskóli og Djúpavogshreppur auglýsa

Grunnskólakennara vantar við grunnskólann í eftirfarandi stöður skólaárið 2015-2016:
Heimilisfræði, um 9 kst., textílmennt um 9 kst., upplýsinga- og tæknimennt um 10 kst., hönnun og smíði um 10 kst. tungumál á mið- og unglingastigi um 16 kst., íþróttir og sund um 15 kst., samfélagsgreinar á mið- og unglingastigi um 8  kst.

Leikskólakennara vantar við Leikskólann Bjarkatún í eftirfarandi stöður skólaárið 2015-2016

Starfsfólk vantar á yngri og eldri deildum, samtals 6 100% stöður

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldóra D. Hafþórsdóttir á skolastjori@djupivogur.is  eða í síma 478-8246.  Umsóknarfrestur er t.o.m. 1. maí 2015.  Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðum grunn- og leikskólans.

 

Þá auglýsir Djúpavogshreppur eftir íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í 100% starf.  Starfsmaðurinn er framkvæmdastjóri Umf. Neista og vinnur náið með stjórn, auk þess að sjá um æfingar fyrir grunnskólabörn og elstu börnin í leikskólanum.  Þá hefur starfsmaðurinn yfirumsjón með æskulýðsstarfi grunnskólabarna og sinnir því.  Nánari upplýsingar veitir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á sveitarstjori@djupivogur.is eða í síma 478-8288. Umsóknarfrestur er t.o.m 1. júní 2015

 

Músik Festival 2015

Músik Festival tónskólans verður haldið fimmtudaginn 16. apríl, klukkan 18:00 á Hótel Framtíð.

Hvetjum ykkur öll til að mæta og styðja flotta tónlistarkrakka. 

Auglýsingu má finna hér.

HDH

Hnísa eða hákarl?

Ósk barnanna í Bjarkatúni rættist heldur betur í gær þegar Jón Ingvar mætti með Hnísu þó svo að börnunm hafi fundist þetta vera hákarl.  Þau urðu yfir sig spennt enda stærðarinnar dýr í augum þeirra.  Hnísan var skoðuð hátt og lágt og mjög merkileg á allan hátt.  Hún slefaði að þeirra sögn, var með pínkulítil augu en rosalega slett og mjúk viðkomu. Hún var með öndunarop ofan á hausnum og síðan var kíkt í munninn á henni og þar var hún með pínkulitlar tennur enginn þorði þó að koma við þær. Börnunum fannst þetta ótrúlega skemmtilegt og voru áhugasöm um Hnísuna.  Við þökkum Jóni Ingvari kærlega fyrir að koma og sýna okkur Hnísuna. 

Hnísan fallega

Munnurinn og tennurnar skoðaðar

Hún átti líka sporð og ugga

Krakkarnir á Krummadeild kíktu á Hnísuna

Öndunaropið skoðað vel og vandlega

Fleiri myndir hér

Dymbilvika í leikskólanum

Við horfðum á páskamyndina Hopp í dag og var hún mjög skemmtileg.

ÞS

01.04.2015