Djúpavogshreppur
A A

Leikskóli

Sólmyrkvi 2015

Jæja þá erum við búin að upplifa sólmyrkvann en tunglið var aðeins of fljótt á sér að skyggja á sólina því alskýjað var framundi hádegi en þá var komin glampandi sól.  Í staðinn sáum við þegar það kviknaði á ljósastaurunum í bænum og svo slökknaði á þeim aftur.  Það dimmdi yfir og birti svo aftur sem var mjög skrítið.  Við höfðum með okkur epli og settumst niður og borðuðum þau saman.  Síðan fórum við hjá hringsjánni og sáum Papey, Búlandstind og auðvitað sveitabæina okkar í Berufirðinum.  Þetta var skemmtileg gönguferð og upplifun fyrir alla að verða vitni af sólmyrkvanum.

Fyrst var allt svona

En svo allt í einu varð allt svona

Í myrkrinu

Auðvitað prófuðum við gleraugun 

Fleiri myndir hér

ÞS

20.03.2015

Heimsókn í handavinnu

Í dag fengum við á Tjaldadeild að fara í heimsókn í handavinnu með 1. bekk í grunnskólann. 

Verið að kenna okkur réttu handtökin

Hér erum við með 1 bekk líka en þau voru komin aðeins lengra með sín verkefni

Fleiri myndir hér

ÞS

19.03.2015

Náttúrufræði í leikskólanum

Jón Ingvar kom í heimsókn í leikskólann í gær og sýndi okkur nokkur sjávardýr sem vöktu mikla lukku. Þetta voru Steinbítur, Rauðmagi, Krabbi og Krossfiskur.   Þau voru sprelllifandi og fannst krökkunum gaman að sjá þegar Steinbíturinn beit í spýtuna svo fast að það var hægt að taka hann upp á spýtunni.  Síðan var krabbi sem rölti um gólfið og Rauðmagi sem saug sig fastan á gluggann.  Krossfiskurinn var eina dýrið sem þeir hugrökkustu þorðu að halda á en svo voru nokkrir sem prófuðu að klappa steinbítnum. 

Með krossfisk

Mjög merkilegir fiskar

Flottur steinbíturinn

Fleiri myndir hér

ÞS

 

Starfsáætlun 2014-2015

Þá hefur starfsáætlun Djúpavogsskóla fyrir skólaárið 2014-2015 loksins litið dagsins ljós.  Vinna við hana hefur staðið í tæp tvö ár og hefur hún verið kynnt og hlið umræðu hjá starfsfólki, skólaráði og í fræðslunefnd.
Áætlunin er ekki fullmótið, í hana vantar enn rýmingaráætlun, fullmótaða símenntunaráætlun og lög sameiginlegs foreldrafélags en ákveðið var að kynna áætlunina fyrir foreldrum og fræðslunefnd eins og hún er núna og setja það sem uppá vantar inn í áætlun næsta árs.  Allar ábendingar eru vel þegnar og má senda þær á netfangið skolastjori@djupivogur.is.

Áætlunina má finna á heimasíðu leikskólans undir flipanum "Skýrslur og áætlanir" og á heimasíðu grunnskólans undir flipanum "Áætlanir"

Skólastjóri

Heimili og skóli í heimsókn

Á morgun, fimmtudaginn 5. mars verða fulltrúar frá Heimili og skóla og SAFT með foreldrakynningu í grunnskólanum.  Hún hefst klukkan 18:00 og tekur um eina klukkustund.  

Yfirskriftin er:  Börn - snjalltæki - samfélagsmiðlar: Í erindinu er farið yfir notkun barna og unglinga á netinu. Fjallað um helstu samfélagsmiðla sem börn og ungmenni eru að nota í dag og hvað þau gera á þeim, miðla eins og Facebook, Snapchat, Instagram, Ask.Fm og fleiri.  Einnig er fjallað um neteinelti, myndbirtingar og ofnotkun svo fátt eitt sé nefnt. Foreldrar gegna lykilhlutverki hvað þetta varðar og fá góð ráð um rafrænt uppeldi.

Skólinn greiðir fyrir þetta erindi þannig að kostnaður foreldra er enginn.  Á föstudagsmorguninn verður einnig fræðsla fyrir 5.-7. bekk annars vegar og síðan 8.-10. bekk hins vegar.

Ég hvet ykkur öll til að mæta því það er mikilvægt að við foreldrar séum ábyrg þegar kemur að þessum málum og hjálpum börnum okkar að umgangast þessi tæki með virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum að leiðarljósi.

Skólastjóri